Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 94

Þorgils saga skarða 94 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 94)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
939495

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorgils reið til Hrafnagils. Var honum þar vel fagnað. Skipaði hann mönnum sínum þar á bæi. Honum var kostur á boðinn hvað til gamans skyldi hafa, sögur eða dans um kvöldið. Hann spurði hverjar sögur í vali væru. Honum var sagt að til væri saga Tómass erkibiskups og kaus hann hana því að hann elskaði hann framar en aðra helga menn. Var þá lesin sagan og allt þar til er unnið var á erkibiskupi í kirkjunni og höggin af honum krónan. Segja menn að Þorgils hætti þá og mælti: Það mundi vera allfagur dauði. Litlu síðar sofnaði hann. Var þá hætt sögunni og búist til borða. En er menn voru mjög mettir töluðu þeir Bergur og Guðmundur bóndi að halda skyldi hestvörð. En Þorgils kvað þess eigi þurfa mundu og kvaðst öngvan grun mundu hafa á Þorvarði frænda sínum. Fórst það og fyrir og varð ekki af. Þorvarður sendi þangað mann er Halldór hét og var kallaður skraf. Hann skyldi geyma að hurðir væru opnar ef þeir Þorvarður kæmu þar um nóttina. Hann skyldi og kunna að segja þeim í hverri rekkju Þorgils hvíldi. En ef því brygði nokkuð að Þorgils riði sem ætlað var þá skyldi Halldór segja Þorvarði og svo ef nokkur væru varðhöld. En er Þorgils kom í hvílu lá Halldór á hvílustokki hjá honum og talaði við hann lengi allt þar til er Þorgils var sofnaður. Gekk Halldór þá og lauk upp hurðir. En er þeir Þorvarður og Þorgils höfðu skilið reið Þorvarður út með firði. En er þeir komu í gróf eina út í Skjaldarvík stigu þeir af baki. Tók Þorvarður þá til orða: Hér kemur að því sem mælt er, að hvert ker kann verða svo fullt að yfir gangi og það er að segja að eg þoli eigi lengur að Þorgils sitji yfir sæmdum mínum svo að eg leiti einkis í. Vil eg yður kunnigt gera að eg ætla að ríða að Þorgilsi í nótt og drepa hann ef svo vill verða. Vil eg að menn geymi ef færi verður á að bera þegar vopn á hann og vinna að því ógrunsamlega svo að hann kunni eigi frá tíðindum að segja því að þá er allt sem unnið ef hann er af ráðinn. Megið þér svo til ætla að Þorgils er engi klekkingarmaður. Nú ef nokkur er sá hér er mér vill eigi fylgja segi hann til þessa nú. Þá mælti Jörundur gestur: Það kann eg frá mér að segja að fyrir sakir míns herra Hákonar konungs og löguneytis við Þorgils þá mun eg frá ríða og kalla þetta hið mesta níðingsverk og óráð sem þér hafið með höndum. Þorvarður mælti: Eigi gengur þér drengskapur til þóttú ríðir frá. Hlupu þeir Þorvarður þá á hesta sína og riðu allir með honum nema Jörundur gestur. Hann hvarflaði þar eftir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.