Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 92

Þorgils saga skarða 92 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 92)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
919293

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um haustið kom Þorvarður austan úr fjörðum og settist á Grund í bú það er Steinvör hafði gefið honum. Þorgils reið brátt norður til Eyjafjarðar því að hann hafði þar frá mörgu vanluktu gengið þá er sendimaður Sturlu kom til hans. Þeir Þorvarður fundust og kallaði Þorvarður þá til héraðs í Eyjafirði eftir því sem Steinvör hafði honum til skipað. Þorgils vildi eigi hérað láta: Hefi eg til þess konungs skipan og jáorð bænda þeirra er byggja héraðið. Var og það svo að bændur vildu Þorgilsi þjóna en eigi Þorvarði. Þeir fundust nokkurum sinnum um haustið og féll með þeim heldur fálega en ávallt stilltu þeir orðum og á öllum fundum var Þorgils fjölmennari og hafði meiri styrk en Þorvarður. Það var enn á einum fundi að menn fundu það mest á Þorvarði að honum misþóknaðist mjög. Þótti honum þrotin von að hann mundi nokkuð fá af héraði. Þorvarður hafði setið á fundinum í langbekk utanverðum við hornstafinn. Stóð hann þá upp og menn hans með honum og gekk út og mælti þetta: Eigi munum vér eiga óvænna en hornvon. Gengu þeir Þorvarður þá til hesta sinna og riðu síðan. Og er þeir voru skammt komnir stigu þeir af baki og áðu. Litlu síðar riðu þeir Þorgils í brott og sendi Þorgils menn sína á ýmsa vega í brott á bæi að erindum. Urðu þeir þá eigi margir eftir. Það sáu þeir þá er þeir Þorvarður stigu á bak að þeir sneru hestunum og böldruðust sem þeir væru óráðnir hvert þeir skyldu ríða. En af stundu riðu þeir í brott. Þeir Þorgils höfðu staðið á hlaðinu með vopnum sínum þar til er Þorvarður reið í brott. Var Þorgils mönnum hinn mesti grunur á að Þorvarður mundi ætla að stefna að Þorgilsi ef honum þætti færi á vera. Þorgils bað þá þegja: Og vil eg slíkt eigi heyra. Reið Þorgils þá heim til Skagafjarðar er hann hafði lokið erindum sínum. Sat hann þá heima fram um jól og hafði veislur miklar og jólaboð mikið. Bauð hann þá til sín mörgum stórbóndum og gaf þeim stórgjafir. Var þar þá hin mesta rausn bæði sakir fjölmennis og híbýla. Þar á Miklabæ urðu margir fyrirburðir og víðar annars staðar þar um hérað. Lét Þorgils því öllu á dreif drepa og þeim öngvum uppi haldið og því ritum vér þar ekki af.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.