Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 89

Þorgils saga skarða 89 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 89)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
888990

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Sturla var um nóttina á Eyri sem fyrr var ritað. En er hann klæddist um morguninn segir hann sig svo dreymt hafa sem hann mundi nokkuð brátt spyrja til Þorgils frænda síns. Var sungið snemma. Reið hann síðan inn til Dala. Þótti flestum sú ferð óvarleg. Ætlaði hann að ríða um nóttina norður Haukadalsskarð og til móts við Þorgils. En er þeir riðu inn um ströndina segir Sturla oft hið sama að þeir Þorgils mundu skjótt finnast. Menn hans sumir heituðust að ríða frá honum og vestur til Saurbæjar. Sturla bað þá eigi frá sér ríða og svo var. En er þeir riðu inn hjá Hólmslátri sáu þeir mann ríða á móti sér. Segir Sturla að hann vildi þann mann finna. Mun hann kunna nokkuð að segja í fréttum. Þar var Erlingur prestur Þorkelsson. Hafði hann riðið inn til Snóksdals. Vissi hann njósn þá er komið hafði til Sauðafells um tíðir. Þóttist Sturla þá vita að Þorgils mundi annaðhvort kominn eða ókominn að eins. Ríða þeir Sturla á Vestliðaeyri. Kom þar Þorkell brennir og sagði sönn tíðindi af ferðum Þorgils og það hann hafði eltan Hrafn á fjöll upp og að Þorgils var þá kominn til virkis og hafði eigi færra en fjögur hundruð manna. Sturla reið til Hamraenda og át þar náttverð. Reið hann síðan til virkis. Varð mikill fagnafundur með þeim frændum. Sagði hvor öðrum þá tíðindi er gerst höfðu í ferðum hvers þeirra. Hrafn sendi menn til Þorgils að leita um sættir. Er eg nú undan kominn svo eigi er víst að hann nái mér að sinni. Ekki mun tjóa um sættir að leita í kveldi, segir Þorgils. Og engi fengust þá grið. Um morguninn eftir kom til Ketill prestur Þorláksson og Guðmundur Ólafsson og Páll prestur úr Langadal og Snorri prestur undan Felli og Þórarinn Sveinsson. Voru þá sett grið og komið á stefnu. Riðu þeir Hrafn þá ofan af fjallinu til fundarins. Voru þeir tólf saman. Var þá talað um sættir. Horfði það seinlega. Var Sturla allósáttfús, þóttist setið hafa fyrir mörgum aðförum en þó mun Þorgils ráða. Þorgils var sáttfús og þó sáttavandur. Kom svo að Hrafn og Ásgrímur buðu dóm Þorgils á málum þeirra en vildu halda sætt við Þorgils þá er þeir sættust við hann í Vatnsdal. En því var eigi játt. En er þetta fékkst eigi þá buðu þeir öll mál í dóm Þorgils. Þorgils neitaði því. Munuð þér, segir hann, það kalla nauðasætt. Eru það mín ráð að vér sættumst heilum sáttum eða verum ósáttir ella. Skuluð þér héðan í griðum ríða þótt vér sættumst eigi. Vil eg nú bjóða yður að vér nefnum til jafnmarga menn þá er nú þykja best til fallnir. Má eigi það þá mæla að þér takið knafanarkost þótt nú þyki nokkur aflamunur. Varð þessi sætt með þeim að gera skyldi Snorri prestur frá Skarði og Snorri prestur undan Felli, Páll prestur úr Langadal, en af Hrafns hendi Þorkell prestur, Guðmundur Ólafsson, Þórarinn Sveinsson. Var nú lagður fundur til í Bjarnardal daginn eftir. Fundust þeir þar að ákveðnu. Kom þar Einar og Strandmenn til Þorgils. Var þar lengi um talað og urðu gerðarmenn á sáttir sín í milli, ef það væri vilji Þorgils, en segja eigi fyrr upp en þeir hefðu samþykki af honum að hann vildi að svo væri. Fannst það á að Þorgils var eigi smálátur þótt hann þyrfti úr sínum sjóð að leggja. Voru þar gerðir upp sagðar og jafnað sökum þeim er svo þótti til heyra en bættur skakki sá sem á þótti vera. Voru þar margir menn héraðssekir og öngvir af landi gervir, en halda goðorðum sínum. Héldu þeir þessa sætt meðan þeir lifðu allir. Reið Þorgils þá ofan eftir Norðurárdal og Hrafn reið með honum á leið og var hinn blíðasti. Töluðu þeir margt og skildust vel. En Ásgrímur og sum sveitin reið ofan eftir dalnum. Þóttust þeir eiga allir vantalað við hann. Reið þá til annar en annar frá, bægði hver öðrum. En Ásgrímur var því ríkari en aðrir að hann hélt í stigreip hans og gætti svo til að honum yrði eigi frá bægt. Töluðu þeir lengi og skildust blíðlega. Fann engi það að Ásgrímur eða aðrir þeir minntust þess að nokkurar sakir eða sundurgreinir höfðu verið með þeim. Þeir minntust allir við Þorgils og báðu hann vináttu. Var hann við þá alla blíður og bað hann þá vel fara.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.