Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 80

Þorgils saga skarða 80 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 80)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
798081

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Síðan reið Þorgils upp á Kálfsstaði. Var þar fyrir Skeggi bóndi. Og þegar er hann sá mannareið steig hann á hest sinn en reið í brott en bannaði þar hvarvetna það er hann átti. Báru menn þá föng hans í kirkju. Varð til þess skammt tóm því að Þorgils bar brátt að. Hlupu þeir fyrir kirkjudyrin, karlar og konur, segja að Skeggi hafi þar alla hluti bannað og óheimilað hverjum manni nokkura afneyslu. Þorgilsi þótti það vel vera og kvað hann mundu eigi meira við þurfa. Mælti Þorgils fyrst að brjóta skyldi stakkgarð og leiða þangað hesta og til matar skyldi búa. Vildu það hvorki gera karlar né konur. Mælti Þorgils þá að hans menn skyldu til ganga þó að þeir þættu eigi haglega til búa. Var þá tekið margt og mörgu spillt. Var þá fólk allt hrætt. En er biskup spyr þessi tíðindi þá líkaði honum stórilla. Tók hann það ráð að hann sendi út til Hofs um nóttina til Brodda og lét hann óbrátt við að fara. Kom sá heim og segir biskupi að meiri von væri að Broddi kæmi eigi. Biskup sendi annan mann ofan á Kálfsstaði að segja Þorgilsi að biskup mundi þann sama dag bannsyngja hann og steypa kertum og meiri von hann bannsetti allt hérað. Þorgils svarar: Biskup mun ráða söngvum sínum er vér ætlum hann muni snart eigi að tala um meiri vandræði. Mun eg taka vini hans og vandamenn og hrekja suma en ræna eða berja suma og góðra gjalda vert ef eigi eru drepnir sumir. Gerðist þá illur kurr í heimamönnum biskups og vinum og þótti eigi svo búið standa mega. Var þá sendur Þórarinn kaggi út til Hofs og lagt við ríkt að Broddi skyldi utan koma. Lést biskup hans tillögur mikils virða ef hann vildi til koma. Broddi kvaðst fara mundu en kvað slíks von er biskup lagði stríðu á stóra höfðingja að svo litlum sökum sem mönnum virtist að Þorgils hefði til gert við biskup. Kom Broddi þá til biskups. Kærði biskup þá fyrir Brodda ójafnað þann er Þorgils hefði veitt honum og vinum hans. Broddi taldi í móti að honum þótti biskup hafa of bráðlega farið að við Þorgils og kvaðst hyggja að hann mundi eigi við það mýkjast að svo væri með farið. Lauk svo að Broddi fékk komið á stefnulagi með þeim. Réðust þeir þá til meðalgöngu Broddi og Einar prestur Brandsson og Einar faxi. Var Þorgils hinn tregasti, kvað þá vel að ófriður stæði meðan biskup vildi. En þó lét Þorgils leiðast eftir bæn Brodda að hann reið upp til Hóla og menn hans, gengu inn í stofu og hestum var gefið úti. Komu þá inn heimamenn og segja að biskup bannaði að gefið væri hestum. Þorgils kvað gefa skyldi allt að einu. Báru þá húskarlar frá hestunum en Þorgils menn báru fyrir. Maður hét Gísli og var kallaður Sauða-Gísli, manna fóthvatastur og heimamaður að Hólum. Hann kom inn á stofugólfið. Annar hét Guðmundur. Hann var bróðursonur Þórðar prests Ásbjarnarsonar. Þorgils mælti: Hafið þið borið hey frá hestum vorum? Við gerðum það eftir ráðum biskups, segja þeir. Þorgils mælti: Eg mun þá gera annað til skaps biskups og eruð þið verðir öxarhamars. Voru menn til þess auðkvaddir. Hlupu þeir þá upp og börðu þá. Varð Gísli sakaður nokkuð en hinn lítt. Hlupu menn þá út og segja biskupi hver endemi til voru tekin er menn voru barðir heima á staðnum. Biskup mælti að Broddi skyldi fara inn og hefta ófriðinn og bað Þorgils koma upp í stofu til tals við sig. Gekk Þorgils þá upp þangað við nokkura menn. Varð þá ekki að kveðjum. Tók Broddi þá að tjá hver missmíði þeir báðir mundu á sjá ef svo færi ófínlega fram í héraði að þeir væru ósáttir og hve mörgum manni mein mátti það verða. Og bauð Þorgils þá eindæmi biskups á öllum þeim málum sem hann hafði við kirkjurétt og kennimanna brotið. Og það prófaðist löglega að fyrir það skjótræði er hann hafði þar haft á staðnum skyldi biskup þá taka úr banni og veita þeim skrift. En ferð á Kálfsstaði vildi hann dæma við sann Brodda. Gekk þessi sætt saman. Skyldi nú hvor þeirra vera annars vin. Skyldi biskup heimta héraðsmenn til vináttu við Þorgils en Þorgils skyldi styrkja biskup í alla staðarins nauðsyn til réttinda. Tóku þeir að því höndum saman og voru þá vel sáttir. Þá lét biskup leiða þá í stöpul og leysa þá. Síðan skriftaði hann þeim. Eftir það fóru þeir upp í biskupsstofu. Lét hann þá gefa þeim að drekka. Var hann kátur yfir fram en þó þótti mönnum sem það væri eigi með fullu. En er Þorgils hafði setið um hríð þá vildi hann heim ríða. En er hann var búinn til að ríða mælti biskup til Þorgils: Nú mun eg lúka upp gerð okkarri. Þorgils segir að það er heldur skjótt herra. Var það skilið í sætt okkarri með samþykki skynsamra manna og yfirsýn hvað eg þyki brotið hafa við heilaga kirkju en gæta vil eg til skaps yðvars ef þér viljið svo vera láta en bað hann svo stilla gerðina sem hann vildi að héldist sætt þeirra. Biskup taldi þá á Þorgils margar sakir. Hann hlýddi til og þótti þær eigi allar sannar vera. En er biskup hafði allar talt þá gaf hann Þorgilsi upp allar sakir þessar. Þorgils þakkar biskupi blíðlega uppgjöfina og bauð honum heim þá er hann þættist til þess búinn vera. Tók biskup því vel og hét þangað ferð sína. Þorgils lauk þá upp gerð sína við Skeggja, segir að þeir Broddi og Einar skyldu fara á Kálfsstaði og virða skaða þann er þar hafði ger verið. En glíma sú er þeir glímdu við menn Þorgils skyldi niður falla. Broddi svarar: Um skaða þann, mágur, er Skeggja hefir ger verið skaltu þér öngvu af skipta. Eg mun það bæta en betur þætti mér að þú gerðir Skeggja nokkura sæmd. Þorgils kvað það eigi mundu verða nema hann gerðist þess verður. Skildust þeir Þorgils þá vel. Reið Þorgils þá heim en biskup lét lúka upp kirkju í Viðvík og syngja þar tíðir. Tveim nóttum síðar kom Skeggi bóndi í Viðvík. Lét hann leiða þangað uxa níu vetra gamlan og hest er á voru þrjár vættir matar og gaf Þorgilsi. Tók Þorgils það þakksamlega og varð síðan með þeim hin mesta vinátta. Sat Þorgils þá um kyrrt og gerðist hinn vinsælasti maður í héraði. Litlu síðar fór Þórður mágur hans vestur á Hítarnes til bús síns. Gaf Þorgils honum að skilnaði góðar gjafir, tvö hundruð vöru, hest og brynju.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.