Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 76

Þorgils saga skarða 76 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 76)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
757677

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það er nú þessu næst að segja að Heinrekur biskup fór heiman norður í sýslu sína um haust. Í þenna tíma kom austan úr fjörðum Þorvarður Þórarinsson og með honum Finnbjörn Helgason. Þorvarður sendi orð Þorgilsi að þeir skyldu finnast í Svarfaðardal. Fór Þorvarður þingum um alla sveit og leitaði sér viðtöku og fékk eigi. Reið Þorgils norður Heljardalsheiði. Fundust þeir á Grund í Svarfaðardal. Töluðu þeir um vandræði sín og áfelli það er biskup lagði á þá Þorgils og nokkuð á þá alla. Réðu þeir það með sér að ríða inn í hérað til móts við biskup er hann fer norðan úr sýslu sinni og beiðast af honum sætta. Var Þorvarður þá hinn blíðasti og fór þá með þeim frændum vingjarnlega. Sagði Þorvarður Þorgilsi um hvað hann ætti að vera og héraðsbændur þóttu honum mjög vera tvídrægir en biskup fjandskaparfullur við sig. Finnbjörn bóndi var mjög krankur af sári því er hann hafði fengið um sumarið á Þverárfundi. Var hann hress á fótum en mjög hás í máli. Þeir riðu nú inn til Eyjafjarðar. Þá gisti biskup á Möðruvöllum. Ætluðu þeir Þorgils og Þorvarður þangað til fundar við hann. En er biskup vissi það reið hann í brott þegar og ofan til Munka-Þverár og gekk þar í kirkju og lét læsa kirkjunni. En er Þorgils og Þorvarður spurðu það riðu þeir til Þverár við þrjá tigi manna. En er ábóti fann þá fagnaði hann þeim vel og segir þeim að biskup vildi að þeir riðu á brott og vildi eigi við þá mæla. Ábóti bauð þeim Þorgilsi þar greiða þann er þeir þyrftu og hestaskipti hvort sem biskupi líkaði betur eða verr. Þorgils og Þorvarður buðu ábóta að hann skyldi ganga á milli og koma á með þeim stefnulagi til umtals mála sinna. Hétu þeir biskupi griðum og hans mönnum hversu sem félli með þeim en kölluðust eigi mundu brott ríða fyrr en þeir næðu fundi biskups: Ella skal hann kost eiga að vera í kirkjunni meðan honum þykir gott. Fór ábóti þá í millum og Hallur af Möðruvöllum og stóð þar fjarri um tilmæli allra sætta og varð það að lyktum að biskup gekk úr kirkju fyrir bæn ábóta. Var þá gengið í ábótastofu. Þar var við ræðu þeirra ábóti og Þórarinn prestur kaggi. En er Þorvarður og Þorgils og þeirra menn gengu í stofuna kvöddu þeir biskup en hann svaraði öngvu. Settust þeir þá niður og hóf Þorvarður þá mál sitt á þessa leið: Herra, það er erindi vort hingað að allt það er vér höfum brotið við heilaga kirkju og raskað guðs rétti viljum vér bjóða á yðvarn dóm, eg og Þorgils frændi minn og Finnbjörn. Viljum vér hafa þar í mót af yður lausn og löglega sætt. En þær sakir sem gerst hafa millum vor og annarra leikmanna skiljum vér undan yðar dómi. Og um allar héraðsísetur viljum vér eigi yðru ráði hlíta því að oss þykir sem þér munið þar öngvar sakir á eiga. Er þessi minn vilji og Þorgils. En ef þér, herra, þykist eiga að skrifta oss þá vitum vér að þér eigið að leysa oss af sökum þeim sem hér hafa gerst í sumar. Viljum vér undir það blíðlega ganga. Er þá mitt boð allt að sinni. Það er og mitt boð herra, segir Þorgils, en hvervetna vil eg til sveigja yðvars samþykkis sakir fyrri vináttu, það er eg þykist eigi sjálfan mig mjög minnka til en hérað mun eg eigi upp gefa. En mjög undra eg það því þér hafið svo skjótt fengið mikið skapskipti síðan við vorum hinir kærustu vinir. Veit eg mig vandlega vera saklausan við yður bæði í orði og verki að minni skynsemi. Og hart þykir mér það er þér heitið bóndum afarkostum ef þeir gefa mér mat eða mönnum mínum eða skipta um hesta við mig. Þá má það vera af stundu að yður eða vinum yðrum þyki það litlu betur ráðið og meiri von að þá kenni fleiri kulda af en eg einn og mínir menn. Biskup varð þá reiður mjög og mælti mörg óþægileg orð við Þorgils, þau sem eigi hæfir að rita. Hann mælti að Þorgilsi og hans mönnum mundi það ekki heimilt er bændur gæfu honum og eigi skal yður heimul jörð að ganga á, eigi himinninn að horfa á og öngvan hlut heimilan nema helvíti. Þorgils þagði og svaraði öngvu. Biskup kærði sakir á Finnbjörn. En Finnbjörn svarar því af sinni hendi: Herra, segir hann, þessi orð sem þér hafið hér talað í dag við Þorgils lögunaut minn munu sýnast vitrum mönnum óskynsamlega töluð. Þótt hinn heimskasti maður talaði svo og hinn illgjarnasti þá mundi hann þykja nær dauða fyrir verður. En eg er nú heldur hás að svara yður í dag. Mætti guð gefa það að eg væri á öðrum fundi miklu snjallmæltari. Er það nú ljóst fyrir allra manna augum að þá gullhálsana sem hér hafa geisað yfir sveitir með ránum og refsingum hafið þér látið standa hjá yður hjá altari í heilagri kirkju og lagt á þá alla virkt, og er það lygilaust, og þeir hafa marga menn brennt inni og marga menn fátæka saklausa inni kæft í reyk. Um sum illvirki þeirra er sumum mönnum eigi tvímælislaust hvort þér munuð þurrt hafa um setið allar vitundir en það vita allir að brennuvargar eru rækastir gervir bæði í guðs lögum og manna. Spratt biskup þá upp og kvað djöful mæla fyrir munn honum. Þú segir, sagði biskup, hvað þeir hafa að hafst og um brennuna en þar yfir þegir þú hvað þeim var áður til gert í manndrápum og öðrum svívirðingum. Margir lögðu þar gott til og vann það ekki. En Þorgils mælti þá er biskup gekk í brott svo að hann heyrði: Eigi mun eg leggja hendur á yður herra og eigi ræna staðinn á Hólum en svo munuð þér til mega ætla að eg muni lítils virða yðvarn vilja í héraði ef þér virðið minn vilja engis. Gekk biskup þá í brott og allir þeir. Gengu þeir Þorgils þá til hesta sinna en Þorvarður gekk til biskups og talaði við hann. Sagði Þorvarður síðan að hann hefði beitt biskup lausnar en biskup vísaði honum til umboðsmanna í Austfjörðum og lofaði honum lausn og öllum hans mönnum ef hann riði af héraði og veitti Þorgilsi öngvan styrk. Riðu þeir Þorvarður þá í brott og skildust yfir á Espihóli. Reið Þorgils þá til Skagafjarðar og heim í Viðvík. Þeir Þorvarður og biskup höfðu þegar fundist og samdist þá vel með þeim Finnbirni. Reið Þorvarður þá norður til Fnjóskadals. En er þeir komu á Draflastaði þyngdi Finnbirni svo að hann var eigi fær. Lagðist hann þar eftir en Þorvarður reið austur í fjörðu. Þá kom til Finnbjarnar Ólafur prestur Kráksson og leysti hann, umboðsmaður, og óleaði hann og andaðist hann Mikjálsmessu af sári því er hann hafði fengið á Þverárfundi og þótti Þorgilsi að honum mikill skaði er hann spurði og mörgum öðrum. Til Þorgils komu um haustið mjög margir menn úr héraði. Einn af þeim var Böðvar Klængsson frá Bjarnargili úr Fljótum er síðan var allra manna knástur. Fékk hann síðan sæmd mikla og fé gott og gerðist fylgdarmaður Þorgils. Sá maður kom vestan úr Víðidal er hét Guðmundur Galtnesingur, ungur maður og vasklegur, og fleiri aðrir þó hér séu eigi nefndir. Þorgils hafði menn á njósnum vestur til Vatnsdals því að á öngri stundu þótti örvænt vera að þeir Hrafn og Ásgrímur mundu koma vestan með ófriði. Þorgils sat þá lengstum heima í Viðvík þess í milli er hann fór yfir hérað að erindum sínum. Var með Þorgilsi og biskupi slíkt eða meiri fjandskapur en áður þeir höfðu fundist í Eyjafirði.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.