Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 66

Þorgils saga skarða 66 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 66)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
656667

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorgils reið út til Hofs sem fyrr var ritað að finna Brodda mág sinn. Hann átti Þjóðbjörgu Arnórsdóttur móðursystur Þorgils. Fékk hann þar góðar viðtökur. Hann sótti Brodda að málum og svo um liðveislu. Broddi lést eigi áræði til bera, kvaðst vera mjög gamlaður og eigi herfær og leiður ófriðurinn. Segir hann Þorgilsi frá hrakningum þeim er héraðsmenn höfðu fengið af þeim Eyjólfi og Hrafni síðan Geldingaholtsfundur var og kvaðst hyggja að þróttur allur væri skekinn úr héraðsmönnum nálega til uppreistar móti þeim. Sumir höfðu orðið fyrir ránum af þeim, sumir fyrir ábarningum en nær allir fyrir nokkurum afarkostum. Þeir hafa og í brottu vopn öll og hesta alla þá er neytir eru og þykir mér vonlegt að þér fáið lítinn afla þótt þér þyki eigi óvænt út sigla. Hefir það reynt verið að þeir eru bæði harðfengir og sigursælir. Þykir nú sem þeim muni ekki kolla. En ef guð vill sem vér þá mundi þeirra ójafnaður brátt steypast. En það er tillaga mín að þú sækir að liðveislu Ásbjörn Illugason mág þinn í Viðvík. Hann þykist mestur bóndi í þessu héraði en á brýnstar sakir við þá bæði fyrir rán og aðfarir. Er hann maður ungur og vel hestfær. Þorgils ríður þaðan um kvöldið síðla. Sendi Broddi þá orð Aroni á Hól og Þorgils í Unadal að þeir skyldu upp standa og mundi hann fá þeim vopn. Hann sendi orð Guðmundi Fálkasyni á Ósland. Hann bauð Þorgilsi skjöldu fimm og nennti hann eigi með að fara. Þorgils reið þá til Viðvíkur og lét kalla út Ásbjörn. Segir hann honum þá hvernig af stóð um ferð hans og að flokkar voru að vestan komnir og þeir þóttust liðsþurfi. Beiddi hann Ásbjörn til ferðar með sér. En hann taldi á því mörg tormerki. Er eg, segir hann, illa hestbirgur og ekki vopna en ærin væri nauðsyn til þessarar ferðar. Skal eg og eigi eftir sitja hversu mjög sem eg er vanbúinn. Eða hví er Broddi eigi hér kominn? Eru þar ráð bóndanna allra er Broddi er. Því er hann eigi hér, segir Þorgils, að hann er maður gamall og eigi herfær og má eigi starfa í ófriði. Ekki er það, segir Ásbjörn, hann er betur fær en margir ungir en eigi mun eg mína ferð undir honum eiga. En satt er það að eigi hefir honum jafnnærri gengið ójafnaður þeirra Hrafns og Eyjólfs sem mér. En það er auðvitað að meir mun þér ráðagerð Brodda en fylgd mín. Bjóst Ásbjörn þá að taka hest sinn og klæddi sig skjótt. Hann hafði eigi fleira vopna en eitt sverð fenglítið og buklara. Þorgils fékk honum brynju þá er Broddi hafði gefið honum. Riðu þeir þá upp eftir héraði og kvöddu menn upp þá er fyrir voru. Þorgils snýr þá upp á Langamýri til liðs síns. Hann sendi Þórð Hítnesing og Magnús Atlason að safna mönnum um Blönduhlíð og koma til móts við hann að nóni laugardaginn á Silfrastöðum. Stefndu þeir þá saman mönnum öllum og fengu fá en ekki af vopnum, stefndu þeim á Silfrastaði til móts við Þorgils. En hvar sem þeir komu á bæi þá var þetta mælt, hver herkerling er mæla kunni, að guð skyldi bregða ójafnaði þeirra Hrafns og Eyjólfs. En er þeir komu á Silfrastaði þá var þar fyrir Þorgils og fagnar þeim vel. Og er Þorgils vissi að þar voru sumir menn vopnlausir komnir þá skoraði hann á Geir hinn auðga að hann mundi úr ráða við hann um vopn og fara sjálfur með honum. Geir synjaði ferðar og allra tillaga, kvaðst eigi áður haft hafa minnsta lag af hrakningum en ef eg geng í þetta vandræði þá mun hvorki óhætt verða fé né fjörvi og að þar mundi eigi þykjast við kollóttan að ryskjast er hann var. Þorgils sótti á því meir en Geir fór undan. Sló þá í heitan og harðyrði fyrir Þorgilsi. Lagði Sturla þá til að Geir skyldi gera nokkura aflausn en hann svarar þverlega. Menn Þorgils höfðu rekið heim stóðhross er Geir átti, hest ljósbleikan og nokkur hross önnur. Þeir stóðu þá sínum megin hestsins hvor er þeir tóku að deila. Tók Þorgils þá að bölva og hrekja hann alla vega. Hann svarar styggilega. Færði Þorgils þá upp buklarann og vildi ljósta hann en Geir lét fallast undan. Ásbjörn Illugason skaut buklara yfir höfuð honum og kom þar í höggið. Báðu menn þá Geir til láta og sögðu að eigi mundi annað duga. Tók Geir það ráð að hann léði Þorgilsi hross nokkur og svo vopn og pansara þykkvan og styrkjan er Sturla Þórðarson var í á Þverárfundi. Þeir Þorgils riðu þaðan laugarkveldið upp eftir Norðurárdal og fundust þá flokkarnir. Kom þar Þorvarður og Finnbjörn og Ögmundur með flokk sinn. Fundust þeir hjá Hökustöðum. Sögðu þeir Finnbjörn að þá grunaði að njósn hefði komið norður til Eyjafjarðar frá Hofi í Goðdölum hið efra um fjöll. Riðu þeir Þorvarður og Þorgils til Hörgárdalsheiðar og mundu hafa úr Skagafirði nær sjö tigi manna. Var Ásbjörn þar fyrir skipaður og voru þeir allir af Þorgils hendi. Drottinsmorguninn komu þeir ofan til Hörgárdals. Skipuðust menn þá á bæi. Þorgils reið á Þúfnavöllu. En er menn voru mettir kom þar allur flokkurinn saman. Var þá talt nær tvö hundruð. Tóku menn þá vopn sín svo sem fengust. Spurðist það til Hrafns og Eyjólfs að þeir voru í Eyjafirði og höfðu flokk mikinn og einvalalið. Riðu menn nú til þess er þeir komu um Glæsibæ. Þar stendur sauðahús. Riðu þeir í sauðahússtúnið og stigu af hestum sínum og létu þar lausa. Lét Þorvarður þá ganga í einn stað flokkinn allan og töluðu höfðingjar hljótt nokkura stund. Síðan mælti Þorvarður og hóf svo málið og bað að guð skyldi geyma hans og allra þeirra manna er í þann flokk höfðu ráðist. Nú vil eg Þorgils þakka þér þann styrk er eg vætti að þú munir uppi láta við mig, segir hann, og svo til Sturlu. Því næst tjáði hann það hvers fjandskapar hann átti að minnast við þá Hrafn og Eyjólf fyrir það er þeir höfðu drepið Odd bróður hans og þá menn aðra er í Geldingaholti féllu og Þorvarður kallar sína þingmenn verið hafa. Tjáði síðan hver nauðsyn það mig til þessar ferðar dregur ef hann skyldi eigi þykja athlægi eða ómannan, kveðst spurt hafa að þeir Eyjólfur og Hrafn væru út í Eyjafirði og höfðu lið mikið og vel búið. Þykir mér meiri von að eigi sé langt til fundar vors. Er það mikill drengskapur þeim mönnum er mér eiga ekki gott að launa, en þeim ekki illt og þessi mál taka eigi henda, að berjast með mér ef þess þarf við svo lítinn stríðskost sem vér höfum. Á eg það allt Þorgilsi að launa, frænda mínum, og Sturlu. Vænti eg að þeir einir munu hér komnir að hverjum mun hugað að fylgja vel og drengilega sínum höfðingja. Skal eg og ef eg á um að mæla öllum nokkura ömbun að gera, þeim sem nú standa hér hjá mér í þessari nauðsyn. Er það nú mitt ráð að menn marki nú stálhúfur sínar og búi sig og veri sem varastir því að nú er hvergi áhlaupa örvænt er vér erum komnir hér í ókunnug héruð. En ef nokkur er sá hér er það veit á sig að eigi vill berjast þó þurfi þá segi sá nú heldur en síðar. Er eg og í því heitbundinn að taka þá eina sætt er Þorgilsi líkar, bæði fyrir mína hönd og hans. En margt hefir vel fallið með okkur Eyjólfi og ekki fjarri er eg sættum ef þær eru gervar er eg þykist sæmdur af. En ella mun eg á fund hætta þótt hann þyki ekki jafnlegur og vænti þess að málaefnamunur muni skipta. Vil eg nú þess biðja að hver maður syngi Pater noster þrem sinnum og biðjum þess að guð gefi oss gott ráð og geymi hver sín en guð allra. Nú talaði hvortveggi fyrir sínum mönnum. Sturla og Þorgils báðu þá vakra að vera hvers sem við þyrfti og halda sér upp vel. Hefir Þorvarður mikið frændskarð fengið í drápi Odds bróður síns þótt hann væri þar eigi við og aðildarmaður. Er það og skap mitt að veita honum í þessari ferð með fullum drengskap. Gera þeir einir minn vilja er vel duga. Skal eg gjalda hverjum minna manna eftir því sem verður gerist. Hétu flestir menn um það góðu. Stigu menn þá á bak er búnir voru og reið flokkurinn samfast inn með Eyjafirði. Og er þeir komu inn með Eyjafirði kom í móti þeim Björn bóndi frá Kroppi. Segir hann að Hrafn og Eyjólfur hefðu riðið af héraði norður til Fnjóskadals og það orð á að þeir mundu ríða allt til Reykjadals eða til Öxarfjarðar móti liði því er þeir áttu þaðan von. Lögðu menn á það eigi fullan trúnað er hann sagði því að Björn var nokkuð snotur og nokkuð grályndur kallaður. Riðu menn þá yfir Eyjafjarðará og í ey þá er liggur í Eyjafjarðarkvíslum. Hún er vítt land og engi gott. Voru þá greiddir út hestverðir, bæði yfir eftir héraði og norður til heiða, en sumir svifu að nautum og kötlum og eldiviði. Lágu menn þar um nóttina og sváfu undir vopnum sínum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.