Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 61

Þorgils saga skarða 61 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 61)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
606162

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú er þar til máls að taka er þeir talast við mágar, Þorgils og Þórður. Þorgils kvað það upp nú að hann ætlaði að Þorleifi, kvaðst frétt hafa að hann var kominn í hérað og voru þeir oftast saman tíu eða tólf. Þorgils reið þá suður um Mýrar þar til er hann kom í skóginn sunnanverðan gegnt Galtarholti. Stigu þeir þar af baki. Og litlu síðar kom Sturla þar. Voru þeir saman nær sex tigir manna en Þorgils hafði sjö tigi manna. Voru þar með honum tveir Hrafns menn, Ólafur og Grani Arnórssynir. Þeir Þorgils og Sturla gengu þá á tal og nokkurir menn með þeim. Þóttist Sturla spurt hafa að Þorleifur hafði verið drottinsdag á mannamóti þann sama drottinsdag á Furuósi og að allt væri þar kyrrt í hérðinu. Þá var og nýkominn vestan úr Saurbæ Starri kaupungur, sagði að Sturla var á Staðarhóli og mundi þar vera þar til er stofa hans væri upp ger og ríða síðan heim í Hítardal. Hann kvaðst spurt hafa að Þorleifur reið til Bæjar drottinsaftan og það orð á að hann mundi brátt ríða út á Akranes þegar hann spurði kyrrt úr öllum sveitum. Þar var Þorkell hrútur ger á njósn suður yfir Hvítá og skyldi hann forvitnast um ferð Þorleifs. Lögðust menn þá niður og sofnuðu. En er á tók líða kvöldið lögðu menn á hesta sína og riðu svo sem götur lágu suður til Vallavaðs. Kom Þorkell hrútur þar til móts við þá og hafði spurt að að nóni dags var Þorleifur í Bæ og hann mundi þar vera um nóttina. Þorleifur hafði verið í laugu um daginn fyrir nón og lagðist síðan til svefns sem vani hans var til. Og er hann vaknaði sagði hann Böðvari bróður sínum að hann hefði dreymt margt: Eg þóttist vera staddur hér í Bæ og þóttist eg sjá út á Borgarfjörð. Mér þótti skip mikið sigla utan eftir firðinum mjög mikið og leggja upp í Hvítá. Eg þóttist spyrja mann er stóð hjá mér hver skip það mundi eiga. En hann segir að ætti Þorgils skarði. Eg þóttist sjá að flugu gneistar margir af skipinu og þótti mér sumir fljúga og dreifast hingað í Bæ en sumir upp eftir Reykjadal og svo norður til fjalla sem menn máttu auga reka. Böðvar mælti: Það mun vera, frændi, fyrir veðrum. En mér líst ófriðlegt, segir Þorleifur. Bað hann þá taka hesta þeirra. Vil eg ríða heim, segir hann, út á Akranes. Þeir Þorleifur átu þar náttverð og riðu síðan um kvöldið út í skógana fyrir Grjóteyri og sváfu þar um nóttina en riðu snemma um morguninn út á Akranes heim og höfðu öngva frétt úr héraði. Þorgils hitti Þorkel hrút. Og segir hann slíkt er hann var vís orðinn. Þótti mönnum það glíkast að Þorleifur mundi vera í Bæ. Þorgils varaði við því alla menn mest að gera Böðvari nokkuð grand og sonum hans eða nokkurum hans varnaði sakir mágsemdar og þó vináttu. Sturla var eigi mikill vin Böðvars. Þótti hann því ráðið hafa að Ketill gekk treglega af staðnum í Hítardal. Þorgils kvað það eigi fyrir standa mundi þótt Þorleifur væri þá í Bæ kominn. Riðu menn nú upp til Bæjar og komu þar mjög svo um myrknætti, voru þá útidyr opnar. Menn höfðu heyrt gnýinn. Tók Böðvar þá klæði sín og synir hans og heimamenn. Gekk Þorgils inn þegar og menn hans. Sturla var úti og hans menn og svipuðust að hrossum er úti voru um garða. En er Þorgils kom í skálann gekk Böðvar bóndi í móti honum og var þá klæddur. Hafði hann í hendi öxi snaghyrnda. Böðvar spurði hver þar færi svo ófriðlega því að nokkurir menn höfðu brugðið vopnum er inn gengu. Þorgils sagði til sín. Böðvar mælti: Það mundi eg þér síst ætla að þú mundir hingað fara ófriðarferð sakir vanda og viðmæla. Öngvan ófrið ætla eg þér að gera, segir Þorgils, og öngvum þínum heimamönnum. Þorgils spurði hvort Þorleifur væri þar. Þá svarar Herdís húsfreyja: Því er betur frændi að hann er eigi hér og lát þér fara sem best til Böðvars míns. Vel skal mér til hans fara, segir Þorgils. Þar var fátt manna í skálanum. Urðu þeir þá þess varir að Þorleifur var eigi þar og hann hafði brott riðið um kvöldið. Sneri Þorgils þá út og svo Böðvar og synir hans. En nokkurir menn hlupu inn og þrifu ofan sverð nokkur. En er þeir komu út þá gengu þeir á tal Þorgils og Böðvar og nokkurir menn með þeim. Taldi Böðvar á við Þorgils um atreið þessa en hann þóttist eigi sakaður við Böðvar. Em eg engi þinn illviljamaður, segir hann, vil eg unna þér sæmdar fyrir ferð þessa svo að þér líki vel. Böðvar mælti: Eigi em eg nú mjög féþurfi, skortir þig meir fé en mig. Tók þá vel að semjast með þeim mágum. Segir Böðvar að hann mundi verja Þorleif bróður sinn þótt hann væri þangað heim sóttur ef hann mætti því við koma. Mun eg og verja þig Þorgils ef Þorleifur sækir þig heim hingað. Hefi eg oft latt Þorleif að gera samband með þeim Hrafni og Eyjólfi. Ætla eg og að hann leiði öngva sæmd af þeim. Hefi eg það til lagt með þér Þorgils að þú skyldir Þorleifs með góðu leita en hann því með góðu taka og hefir hvorgi viljað hafa mínar tillögur. Þar urðu nokkurar hrossakippingar og vildi Böðvar að Þorgils færi með hross sem hann vildi upp í Reykjaholt en hann vildi engi hross ljá Sturlu og hans mönnum. Bauðst Böðvar til meðalgöngu með þeim Þorgilsi og Þorleifi. Þorgils játti því. Mun eg þín orð, segir hann, þar um mikils virða.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.