Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 59

Þorgils saga skarða 59 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 59)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
585960

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þenna tíma kom austan úr fjörðum Magnús Jónsson frændi Þorvarðs. Hafði hann farið lítt með byggðum en jafnan um nóttum. Gekk því engi njósn af hans ferðum fyrr en hann kom til Staðar. Skoraði hann þá enn af nýju á Þorgils til liðveislu fyrir hönd Þorvarðs. Segir hann þá að Þorvarður mundi á ferð kominn austan og vildi að þeir fyndust á Margrétarmessudag á vestanverðri Bláskógaheiði og skyldi Þorgils vera svo fjölmennur að þeir þættust færir þaðan hvert ráð er þeir vildu upp taka. Var Þorvarður þá heitbundinn í því að sú ein skyldi vera sætt þeirra í milli Hrafns og Eyjólfs, að Þorgils skyldi ná héraði í Skagafirði svo að hann þyrfti eigi þá að ugga. Sturla var þá riðinn vestur til Staðarhóls að gera þar upp stofu og sendi Þorgils þá heim mann að hann kæmi vestan til fundar við þá Þorvarð og því betur er hann væri fjölmennari. Magnús hafði komið til Rauðsgils er hann fór austur aftur og var hann þar kenndur. Höfðu þeir Nikulás og Egill á þessu njósn og sögðu þeim Hrafni og Eyjólfi að þeim þótti ótrúlegt um ferðir Magnúss en höfðu öngva sanna fregn af Þorvarði. Reið Hrafn þá norðan og stefndi fund við Þorleif í ofanverðum Hrútafirði við fjöll uppi. Kunni Þorleifur ekki annað að segja en allt væri fjandskaparfullt af Þorvarði við þá. Þá mæltust þeir það við að Þorleifur skyldi búinn til liðveislu við þá Hrafn og Eyjólf þegar þeir þyrftu nokkurs við. Hrafn reið þaðan til Sauðafells og spurði að Þorgils var að Stað en Sturla að Staðarhóli. Varð hann eigi annars var en allt væri kyrrt í sveitum. Reið Hrafn norður eftir þetta en Þorleifur var uppi í héraði og sat þar fyrir fréttum. Þorgils Böðvarsson lét stefna mannamót fjölmennt að miðsumarshelgi. Kom þar Einar Halldórsson og mikið fjölmenni. Kvaddi Þorgils þá menn til ferðar með sér: Mun eg ríða suður undir Hraun til Kráks og til móts við Sturlu frænda minn. Kvaddi hann þá til þess er honum þótti best til færir fyrir vopna sakir. Urðu þeir saman nær sjö tigir manna. Var þar hinn fyrsti maður Einar Halldórsson frændi hans og þar með bændur aðrir eða bændasynir. Riðu þeir þegar af mannamótinu suður yfir fjörur og grunuðu menn mjög að nokkuð mundi undir búa þessari ferð. En er þeir komu suður af Selalóni þá sendi hann Glúm Hafliðason og Böðvar Vermundarson á Hítarnes til Þórðar. Bað hann koma til sín upp undir Hraun áður sól væri upp komin. Komu þeir á Hítarnes um miðnætti. Voru þar allir menn í svefni. Þeir báru þegar upp erindi sín er þeir komu. Stóð Þórður þá upp þegar og bjó sig. Þeir sögðu honum eigi fleira. Bjóst hann því af skyndi miklum og hafði öngva brynju en hafði hann önnur vopn. Með honum reið Þorkell brennir. Og er þeir komu undir Hraun var Þorgils eigi upp risinn. Og er hann var klæddur kallaði hann Þórð til máls við sig og segir að hann ætlaði að ríða suður í hérað til móts við Sturlu frænda sinn. Átu þeir þar dagverð á ýmsum bæjum og riðu síðan. En er þeir komu á leið þá spurði Þórður að nýju um ferð Þorgils. Segir hann þá af hið ljósasta. Hefi eg spurt, segir hann, að Þorleifur hafðist við í héraði og skyldi halda njósnum fyrir þá Hrafn og Eyjólf ef Þorvarður kæmi sunnan eða Þorgils utan. Þóttist hann hafa vargoldið Þorleifi fyrir óþokka þann er hann hafði lýst við hann í Borgarfirði og svo fyrir það er hann hafði ætlað að fara að Þorgilsi um sumarið með þeim Hrafni og Eyjólfi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.