Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 30

Þorgils saga skarða 30 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 30)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
293031

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú kom vestan af Staðarhóli Blöðru-Svartur og segir að Sturla vildi að þeir fyndust áður Sturla riði til boðs norður á Flugumýri. Þorgils vildi að Sturla riði til móts við hann yfir Rauðamelsheiði og skyldu þar hvorirtveggju koma við fjóra menn leynilega að ákveðnum degi. Reið Þorgils þann dag heiman og fundust þeir í Eldshólmum fyrir sunnan Hafsfjarðará. Töluðu þeir þá margt um Stafaholtsferð og áburði þá er þeir höfðu við Þorgils haft í Stafaholti. Bar hann það af sér að hann væri neitt sakaður við Sturlu. Hélt Sturla þá ekki á því. Bauð Þorgils mál þeirra undir dóm Páls prests en Sturla vildi það eigi: Vil eg að þú skipir sjálfur. Var nú svo sætt þeirra að Sturla seldi Þorgilsi sjálfdæmi. Sættist hann fyrir sig og fyrir þá menn sem með honum höfðu verið í Stafaholti og kallar hann það fjóra tigi manna. En er þeir voru sáttir lauk Þorgils þegar upp gerðinni. Hann gerði af Sturlu fimm hundrað fyrir hvern mann en tíu hundrað fyrir Sturlu. Þeir töluðu margt um Síðumúlareið og lét Sturla yfir henni illa. Sturla bað Þorgils vera varan um sig. En áður þeir skildust minntust þeir við. Þá tók Þorgils í hönd Sturlu og mælti: Nú hefir þú frændi selt mér sjálfdæmi og gert mér það til sæmdar. Hefi eg sagt á þig fé mikið og þó hvergi meir en mér þykir vert. Veit eg og gjörla féskort þinn. Nú vil eg eigi að okkur verði það til deilu um skuld þessa. Vil eg nú frændi gefa þér upp alla gerðina svo að eg skal það aldrei heimta og öngvir mínir erfingjar hvort sem með okkur fer betur eða verr. Sturla þakkaði honum vel svo mikla frændsemi sem hann hefði honum sýnt. Bundu þeir þá þetta með fastmælum að hvor skyldi veita öðrum slíkan styrk sem til fær væri. Skildu þeir þá með hinum mestum kærleikum. Reið Sturla þá vestur í Langadal og gerði það bragð á að hann hefði fundið Pál prest. En Þorgils reið heim til Staðar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.