Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 26

Þorgils saga skarða 26 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 26)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
252627

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það er nú um sumarið að Þorgils ríður heiman í Langadal til Páls prests og þeir níu saman. Fór Þorgils að sjá Ingibjörgu dóttur Páls. Hún var þá ógefin. Og sýnist honum það eigi upp að bera því að honum leist konan ófríð. Þeir Páll töluðu margt og leitaði hann eftir ef hann fengi nokkuð saman komið með þeim Þorgilsi og Hrafni. Þorgils tók því líklega og kvaðst fús vera að semja við Sturlu ef hann mætti fullkomlega komast að vináttu hans. Vil eg og, segir Þorgils, hafa fulla sæmd af Sturlu fyrir þá vanvirðing er hann hefir til mín gert. Páll segir þá Sturlu allt þetta og líst mér svo sáttfús Þorgils að það mundi auðsótt vera. Legg eg og það ráð á að þú ríðir til móts við Þorgils því að eg veit að þú trúir honum. Reið Þorgils þaðan til Helgafells og var þar um nótt. Var Guðmundur hinn kátasti. Fór Guðmundur að leita um sættir með þeim Þorgilsi og Hrafni. En hann kvaðst eigi sætta mundu biðja Hrafn en svara því sem honum sýndist ef boðnar væru. Bauðst Guðmundur til meðalferðar og leiddi það fyrir augu Þorgilsi hversu litla kosti hann hefði til að halda stríð við stórmenni: Hygg eg að Gissur muni meiri vinur Hrafns en þinn en ráðnar tengdir við Sturlu. Þorgils tók þessu seinlega og gast eigi að þessu tali. Þorgils reið þá í Bjarnarhöfn og var þar um nótt. Þorgils leitaði eftir ef þau Kolgrímur og Þuríður dóttir hans réðust til Staðar til forvistar. Þau tóku því seinlega en þó réðst það af að hún fór þegar suður með þeim. Og er hún kom til Staðar tók hún þegar við búi. Var hún hæfilát og sínk en þó sæmdarmaður. En er Þorgils kom heim sendi hann Þórð suður í Borgarfjörð að helga Þverárleið. Voru þeir sjö saman og gistu í Stafaholti. Latti Ólafur þá að fara til leiðar, kvað Þorleif og héraðsmenn vera illa til Þorgils. En Þórður vildi gera sem fyrir hann var lagt. Riðu þeir um daginn til leiðar og voru þar hestavíg mörg og allmikið fjölmenni. Gekk Þórður í þingbrekku og mælti þar þeim málum öllum sem hann skyldu lög til fyrir Reykhyltingagoðorð. Þorleifur og Egill og aðrir héraðsmenn segja Þorgils hafa hóflega mikið af héraði þótt hann léti helga leið eða mæla slíkt er Þorgils vildi. Þórður kvað hann öngu að firr þótt hann léti þetta löglega gera. Riðu þeir síðan heim til Staðar og lét Þorgils vel yfir þeirra ferð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.