Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 25

Þorgils saga skarða 25 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 25)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
242526

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá bjó Hrafn Oddsson að Sauðafelli. Hann var vinmargur og hinn mesti óvin Þorgils sem fyrr segir. Hann setti njósnir fyrir utan heiði. Maður hét Halldór Vilmundarson. Hann var djákni að vígslu. Hann hélt njósnum fyrir Hrafn fyrir utan heiði svo að hann vissi síð og snemma hvað þar var tíðinda. Hann bjó að Rauðamel hinum ytra. Það var orð á að búið mundi eigi standa mega aðfangalaust að Stað. Þorgils reið með heimamenn sína til Rauðamels og leitaði eftir við Halldór og húsfreyju hans að þau réðust til Staðar og væru þar fyrir búi. Halldór neitti því þverlega. Þorgils bauð að leita vörslu við bændur hina bestu fyrir kvikfé hans en hann vill öngvan á gera. Þorgils kvaðst önga þá menn vilja vera láta þar í sveit er honum voru ótrúir, hvort sem eru vígðir eða óvígðir. Hann kvaðst eigi þessa valdur. Þorgils bað hann þá sverja fyrir. Hann mælti: Eg mun öngvan eið þér sverja. Lét Þorgils þá reka kýr hans og ær til Staðar. Prestur vildi eigi eta þann mat eða aðrir kennimenn er undan því fé var ger. Halldór fór að finna Guðmund umboðsmann til Helgafells og sendi hann bróður Þórhall og beiddi að Þorgils léti rakna rán þetta en setti hann af kirkju ellegar og alla þá er af neyttu ráninu. Þorgils kvaðst ekki rán mundu rakna láta en Guðmundur ráði kirkjugöngum. Halldór fór til Sauðafells og segir Hrafni til svo búins. Hrafn varð við allbeiskur og bauð Halldóri til sín og öllu hans skuldaliði. Vil eg eigi, segir hann, að þið deilið illdeildum en eg mun sjá fyrir máli og skal það mælt að þessa máls skal rekið verða. Reið Halldór þaðan suður til Kolbeinsstaða og fann þar Ketil prest og Narfa. Lögðu þeir það ráð á með honum að hann færi í Skálaholt að finna Brand ábóta og segja honum til svo búins og fara hans ráðum fram þar sem þú ert messudjákn að vígslu. Halldór fer til ábóta og segir honum um hvað hann á að vera og bað hann ásjá. Ábóti segir það ljóst fyrir augum að við hann var ranglega búið en hitt veit eg ógerr hversu þú ert sekur um tilgerðir. Halldór afsakaði sig fyrir ábóta en hann tók honum eigi marglega: Sýnist mér svo sem flestir menn séu honum ofskynja vestur þar ef hið sanna væri uppi. Ábóti gerði þó bréf með Halldóri og sendi orð Katli presti að hann færi með honum út til Staðar. Fór hann þá og fann Ketil. Reið hann með honum út til Staðar. Þorgils tók vel við Katli. Bar hann fram bréf ábóta og var þess beitt að Þorgils léti rakna ránið og byði jafnaðardóm á máli þeirra Halldórs og hætti Þorgilsi heldur stórmælum. Þorgils svarar vel erindum ábóta og kvað rán skyldu rakna á hverja leið er hann vildi en dóm á máli okkru Halldórs kvaðst hann öngvum mundu í hendur fá nema sjálfum sér. Leitaði Ketill þá um sættir og fékkst þar ekki annað af en Þorgils hét Halldóri afarkostum sem hann kæmi því við. Lauk því svo að Þorgils skyldi sæma Halldór nokkuru eftir því sem sannur hans væri til. Var þá fé á burt rekið en Þorgils gaf Halldóri messuklæði. Og áður þeir skildu gaf hann Þorgilsi þrjá geldinga og uxa fjögurra vetra gamlan og bað hann vináttu en Þorgils hét því. En er Hrafn spurði þetta þótti honum hann farið hafa lítilmannlega.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.