Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 23

Þorgils saga skarða 23 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 23)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En er biskup kom norður til Hóla segir hann Þorgilsi frá ferð sinni. Þótti mönnum hans erindi lítið orðið. Biskup var hinn blíðasti við Þorgils sem áður hafði hann verið. En þessi kurr fór af ráðamönnum að mikill kostnaður þótti standa af þarvist Þorgils. En er Þorgils heyrði þann kurr bjóst hann til burtreiðar. Þórður hafði ritað bréf til Þorgils að ábóti bauð honum heim í Skálaholt og þótti hann betur kominn í Skálaholti en í Skagafirði. Reið hann þá norðan og skildust þeir biskup með blíðu og hét honum sinni vináttu. Hann þakkaði biskupi margfaldlega sinn velgerning. Reið Þorgils þá á Arnarvatnsheiði til Reykjaholts og sendi mann til Þórðar á Hítarnes, en hann var riðinn til Staðar. En er hann kom eigi að því er Þorgils hafði á kveðið þá reið hann suður í Skálaholt og þeir tólf saman. Tók ábóti við honum forkunnar vel. Voru þar um vorið í hinum besta fagnaði. Þorgils hafði mælt að Þórður skyldi til hans koma í Skálaholt hið síðasta eftir páskaviku og vildi að þeir Gunnlaugur prestur keyptu þriggja hundraða kaupi í bú í Reykjaholti. Og þeir gerðu svo. Stóð nú kyrrt fram um páskaviku. Reið Þórður suður eftir páskaviku og Ingimundur Böðvarsson. Og er þeir komu suður á heiði tók að drífa og féll snjór svo mikill að hestarnir máttu eigi vaða. Treystust þeir eigi að ríða Lyngdalsheiði og sneru til Gjábakka og komu mjög þrekaðir til Brúa um kveldið. Þeir báðu þar greiða og fengu eigi. Tóku þeir þar vöndul heys fyrir hest hvern og lágu undir túngarði því að bóndi lét byrgja hurðir vandlega. Fóru þeir þegar í sólarupprás. Var þá veður bjart. Komu þeir til Búrfells, höfðu þar messu og dagverð. Riðu þeir um kveldið í Skálaholt. Var þá Þorgils í baði og kom litlu síðar innar og fagnaði þeim vel. Þeir ábóti voru nýkomnir heim austan af sættarfundi þeim er ger var um víg Sæmundar og Guðmundar Ormssona. Sagði Þorgils Þórði að hann skyldi fara vestur til Staðar og efna þar til bús því að hann ætlaði þangað til að fardögum en Þórður segir honum ófimlegt frá högum Böðvars. En er ábóti varð þess var þá latti hann þess mjög og bauð honum með sér að vera fram til alþingis. Þorgils þakkar honum blíðlega boð sitt en þó vil eg vestur ríða. Vil eg eigi lengi, segir hann, felast fyrir þeim Hrafni. Þórður ríður þaðan á Þingvöll en annan dag í Reykjaholt. Um nóttina kom á hríð mikil. Þórður segir að Þorgils mundi eigi kaupa þar í bú framan til fardaga. Líkaði Egli það illa og fór með þeim Þórði stuttlega. Gekk þá í sundur búið. Reið Gunnlaugur þá vestur um heiði og Hallbera, og Aldís Sigmundardóttir frá Húsafelli fór heim til föður síns. Ingimundur Böðvarsson fór með Þórði og allt það lið sem með Þorgilsi var fór þá í burt. Skildust þeir Þórður og Egill eigi með kærleikum. Þórður fór þegar hann kom heim til Staðar og segir Böðvari ráðstofnan Þorgils. Tók Böðvar því vel. Kolgrímur í Bjarnarhöfn lagði til bús við Þorgils fimm kúgildi. Þórður stefndi fund á Stað og beiddi að hver bóndi, sá er til fær væri, skyldi lána Þorgilsi kúgildi. Gengu menn undir þetta vel og hugðu gott til að Þorgils kæmi til Staðar. Litlu síðar kom Þorgils sunnan. Höfðu þeir ábóti skilist með kærleikum og gaf hann Þorgilsi uxa fimm vetra og kult. Þorgils fékk Gunnlaugi land á Hítarnesi og bjó hann þar en Þórður fór til Staðar og Aldís og var hún þar fyrir búi. Og fékk Þorgils þeim land að Þorgeirsfelli. Böðvar réðst til Eyrar og gerði þar bú. Að Stað voru fjórir tigir kúa og hundrað ásauðar. Hafði Þorgils rausnarráð fyrir sakir fjölmennis og híbýla. Fæð sú er verið hafði með þeim Böðvari og Einar Halldórssyni taldist öll úr þegar Þorgils kom til og varð með þeim hin mesta vinátta með frændsemi. Hafði Þorgils hann mjög við ráð sitt og virti hann mest allra héraðsmanna. Þorgils sendi Eyjólf Þorvarðsson til alþingis með goðorð. Hann skyldi og nefna dóma fyrir Reykhyltingagoðorð og Jöklamannagoðorð. En Eyjólfur þóttist því eigi fram koma og nefndi Þorleifur dóma fyrir öll höfðingjagoðorð með styrk Hrafns. En er Eyjólfur kom heim taldi Þorgils á hann og kallaði hann hefði eigi skörungskap til haft að gera sem hann hefði fyrir mælt og líkaði Þorgilsi stórilla.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.