Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 22

Þorgils saga skarða 22 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 22)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
212223

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Litlu síðar komu þeir og riðu á hæð nokkura skammt þaðan sem biskup hafði af baki stigið. Sturla sendi Svart Þórisson til Þórðar og bað hann koma til móts við sig í griðum. Og er þeir fundust spurðu þeir ef hann vildi það sverja að Þorgils væri hvergi í nánd svo að hann mætti þeim mein gera þann dag. Þórður kvaðst víst eigi vilja sverja en segir það að Þorgils mundi um engin svik búa og er hann eigi nær en í Skagafirði. Hrafn kvað aldrei mark að hvað hann segði og kvað hann allt ljúga mundu. Sturla mælti: Satt mun hann segja, er það eigi skap Þorgils eða þeirra frænda. Létu þeir þá lausa hesta sína og gengu til biskups og tóku ofan stálhúfur sínar og kvöddu hann. Þagði hann við. Settust menn þá niður og spyrja tíðinda. Eftir það tóku þeir að tala um málaferli sín og spurðu biskup hverja sætt hann vildi bjóða fyrir Þorgils. Þeir kváðust önga bjóða mundu en heyra til ef biskup byði nokkura: Hafið þér sent nú oss til þessa fundar en eigi höfum vér yður sent. Biskup tók á því erfiðlega. Kalla eg yður, segir hann, friðbrotsmenn á hirðmanni konungs. Þeir báðu hann bera fram sættarboð af hendi Þorgils eða sá er hann fengi til. Biskup kvað á það að Þórður skyldi fram bera sættarboð af hendi Þorgils. Þórður segir það vera sættarboð af hendi Þorgils að hann vildi halda og hafa Borgarfjörð í friði og frelsi og öll þau ríki sem konungur hafði honum skipað. Síðan vill hann hafa fyrir Stafaholtsferð þeirra sex manna dóm sem þeir allir samt vilja nefna, jafnmarga hvorir. Þeir svöruðu að um það væri eigi að leita að þeir mundu gefa upp Borgarfjörð eða önnur ríki þau sem Þórður hafði þeim skipað fyrr en bréf hans kæmi til. Kölluðust eigi konungsskipan vilja hafa á héruðum. Eysteinn mælti: Eigi munuð þér þora það að mæla ef þér sætuð jafnnær konungi sem nú biskupi. Mun þá sætt yður sæmilegust ef þér leggið allt á konungs vald og færu hvorirtveggju utan. Þeir neittu því þverlega: Muntu eigi Eysteinn ráða sættum manna þótt þú þykist góður kaupmaður. Er Þorleifur skipaður yfir hérað með voru samþykki. Var þá margt talað. Þá sást mannareið upp með Hvítá að sunnan. Voru þeir menn eigi færri saman en tólf og skinu við vopnin. Voru þar ýmsar getur á. Sumir ætla að vera mundi Þorleifur úr Görðum. Sumir ætla að vera mundu héraðsbændur. Sumir ætla að vera mundi Þorgils Böðvarsson. Bar þessa menn brátt að. Var þar Brandur ábóti og Böðvar úr Bæ og aðrir bændur. Þar voru kveðjur blíðar með biskupi og ábóta. Settist ábóti þegar niður og segir biskup ábóta hvaða efni þar var talað. Ábóti kvað það Hrafni og Sturlu vel fara að unna Þorgilsi góðra sætta, svo illa og ómannlega sem þeir hefðu brotið frið á honum í Stafaholti. Þeir töluðu það að hann hefði brotið frið í héraðinu og barið bændur en suma kúgað en bætt öngum. Ábóti kvað það illa vera og þyrfti það þeim að bæta er brotið var á en eigi hinum er á frýði. Böðvar bóndi mælti: Víst var það satt að Þorgils var harður sumum bóndum enda var hans eigi með blíðu leitað. Var þá því firr um sættir er fleira var um talað. Hrafn mælti: Eigi varði mig Böðvar slíkra tillaga af þér. Svo með því, segir Böðvar, að eru þeir sumir að í svikum hafa verið við Þorgils. Ætla eg þá marga er sín mundu til ljá að svíkja hann ef þeir hefðu mátt. Hlupu þeir Hrafn þá upp og spyr ef þá væri séð fyrir enda um sættina. Biskup segir væri lokið því er hann mundi til leggja. Sigurður soll var með þeim Hrafni og Sturlu og kenndi Þórður að hann var gyrður sverði því er hann hafði látið í Stafaholti og beiddi að hann mundi laust láta. Tók Þórður þá til sverðsins er Sigurður var gyrður með en hann hélt á og toguðust þeir um. En er menn sáu það þá fór til Kolbeinn Dufgusson og kvaðst vilja hann léti laust. Sigurður kvað hann öngu mundu fyrir ráða. Þá gengu þeir til Hrafn og Sturla og báðu Sigurð laust láta sverðið og deila eigi um slíkt: Máttu vita að þú átt eigi. Sigurður spyr Hrafn hvort hann skyldi laust láta. Hrafn mælti: Eg hirði aldrei hvort það er laust eða eigi. Þórður togaði sverðið og þeir er með honum voru þar til er þorninn gekk í sundur í sverðsfetlinum. Var þá laust sverðið. Sigurður hélt um skálpinn. Þórður greip sverðið úr slíðrum. Tók Jón járnbúkur við því en þeir héldu á umgerðinni. Og í því kom að Brandur ábóti og Böðvar. Bað ábóti þá eigi deila um það er lítils væri vert en þú Sigurður munt eigi vilja að hljótist jafnillt af þér sem fyrr. Þreif Kolbeinn um handlegg Sigurði fyrir ofan úlflið. Lét Sigurður þá rakna hendur af skálpinum. Hrafn mælti þá nokkur háðungarorð til Þórðar: Er slíkt vel fallið að launa þér síðar. Þórður kvað nú eigi mundu að því farið verða. Fóru þá hvorirtveggju að taka hesta sína og skildu með fjandskap. Biskup var þá á bak kominn. Hvítá var allmikil og vildu þeir eigi að biskup riði í standsöðli þeim er hann hafði áður í riðið. Þótti sem hann mundi verða of votur. Reið biskup þá hesti þeim er átti Egill í Reykjaholti. Á sína hlið reið hvor, Jón járnbúkur og Böðvar úr Bæ. Reið Jón við strauminum en Böðvar forstreymis. Egill og Eiríkur birkibeinn riðu fyrir vaðið. Áin tók síðuna. Þá snaraði biskup af baki og fékk hann eigi uppi setið öðruvís en þeir héldu honum á baki og slöðraði svo til lands en af baki rak Indriða af Rauðsgili og Sigurð úr Kálfanesi og varð þeim borgið. Biskup mælti er hann kom af ánni að hann mundi aldrei á jafnófært vatn ríða síðan. Reið biskup og ábóti í Reykjaholt. Þeir sungu hátíðlega Blasíusmessu og predikaði ábóti. Hann kom og við forboð það er biskup hafði sett á við þá Hrafn og Sturlu. Kvaðst vilja í hvívetna fram halda og samþykkja en prestar skyldu skrifta þeim ef þeir vildu játa Þorgilsi jafnsætti og vera þá í kirkju frá skírdegi og til alþingis. Blasíusmessu riðu þeir biskup og ábóti upp til Gilsbakka og þaðan reið biskup norður til sveita. Ábóti reið aftur til Bæjar og þaðan suður. Þórður reið heim á Hítarnes en Hrafn og Sturla vestur á sveitir.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.