Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 20

Þorgils saga skarða 20 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 20)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorgils sat um kyrrt að Hólum í hinni mestu sæmd. Hann hafði njósn fyrir vestan Vatnsskarð. Biskup talaði jafnan um það hversu vel honum þótti orðið er þeir höfðu eigi náð Þorgilsi og þakkar guði það. Liðu nú jólin framan til hins tólfta dags með mikilli gleði og skemmtan. Skorti þar eigi hinn besta drykk og önnur föng. En hinn tólfta dag er biskup var að aftansöng gekk maður í kirkju. Var hann snjóugur allur. Hann var lágur og kollóttur að sjá en þó gekk hann heldur en valt. En er hann kom í kirkjuna mælti Þorgils við Þórð: Þessi maður er Loðinn Sigurðarson frændi minn. Gekk Þorgils að honum og minntist við hann. Var þá sunginn aftansöngur til lykta. En er menn komu inn í stofu voru dregin klæði af Loðni og þeim félögum. Fór með honum Bárður kampi og annar maður hét Auðólfur. Bar Loðinn biskupi kveðju Gissurar og svo Þorgilsi og segir hann Gissur heilan og kátan. Segir hann og frá ferð Hrafns og Sturlu slíkt sem Gunnlaugur sagði og að Gissur hefði fengið njósn svo að þeir mundu eigi þá ná honum þótt áin hefði eigi ofan hlaupið. Hafði Loðinn bréf að færa biskupi og Þorgilsi. Voru þar á vinmæli hin mestu við hvorntveggju. Loðinn var hinn mesti vin Gissurar en hinn mesti óvin vestanmanna. Biskup var sóttur að trausti að hann héldi Skagfirðingum undir Gissur. En er Þorgils varð þess vís setti hann þegar hug sinn móti Gissuri. En hann vildi það eigi opinberlega segja biskupi. Talaði Þorgils þetta fyrir Aroni lögunaut sínum. Lagði hann það til að Þorgils skyldi fyrir hvers manns dyr ríða við þrjá tigu manna en hann vildi það eigi. Hinn þrettánda dag jóla var veisla hin besta og drukkið fast. Urðu menn Þorgils mjög drukknir. Eftir jólin reið Broddi í brott og aðrir boðsmenn. Bauð hann Þorgilsi til veislu út til Hofs að geisladegi. Reið Þorgils út til Hofs og þeir tíu saman. Fengu þeir þar hina bestu veislu. Var þar heldur fjölmennt bæði drottinsdag og annan dag viku. En aðra nótt viku er menn höfðu einn svefn sofið var þar hurðar kvatt heldur ákaflega. Var þá til hurðar gengið. Þar var kominn Steingrímur stjúpur frá Hólum. Sagði að njósnarmenn Þorgils voru komnir vestan og segja að Hrafn og Sturla mundu koma vestan í Langadal að drottinsdagshelginni við þrjú hundruð manna. Létu það fylgja sögn að meiri von væri að Hrani mundi koma og svo Eyjólfur. Spratt Þorgils þá upp og klæddist og varð þeim heldur seint því að hestar þeirra voru annars staðar á bæjum til fóðurs. Varð þá að sækja. Réðst Þorgils þá um við Brodda. Lagði hann það til að senda menn um allt hérað að safna mönnum. Sendi Broddi mann í Sæmundarhlíð til Páls Kolbeinssonar en annar var sendur Einari að hann skyldi safna mönnum um Blönduhlíð. Biskup hafði sent mann upp í Tungu. Skyldi þetta lið saman koma á Flugumýri. Biskup kveðst og mundu upp standa af staðnum með alla vígða menn. Þorgils reið utan þriðjadag að safna mönnum um Höfðaströnd. Reið hann utan um Kolbeinsdal. Komu þeir þar allir um kveldið og komu saman nær fjögur hundruð manna. Kom Aron þar og Ingimundur og kváðu mann kominn vestan úr Langadal og kváðu Hrafn ekki þar kominn og enga flokka vera og ekki til Hrafns spyrjast. Voru þá menn sendir vestur í Vatnsskarð. En bændur beiddu heimfararleyfis. Var og það þá ráðið að bændur skyldu verja hérað ef þyrfti en fara hvergi af héraði. Aron Hjörleifsson var kominn á hest sinn og reið að Þorgilsi og mælti: Ríða vil eg nokkur, annaðhvort vestur eða austur. Væri það nærri mínu skapi að ríða norður til Hrana og lystum þann fjanda af áður þeir kæmu sér saman. En snerum þá á mót hinum ef þeir kæmu vestan. Eigi ætla eg það einsætt, segir Þorgils, ef bændur vilja hvergi af héraði fara. Aron mælti: Þess varði mig eigi Þorgils að þú mundir ragur vera. Enda kann eg þér að segja að eg skal eigi koma af staðnum í vetur hvers sem þú þarft við ef nú skal eg ekki að hafast, sneri þá hestinum í kring og kveðst brott mundu ríða. Hart þótti mér þú að mér kveða, segir Þorgils, og veit eg að þér var það gaman en engi alhugi og því tek eg það fyrir gaman. Dreifðust þá flokkarnir og hétu því allir Þorgilsi að hver skyldi þegar uppi er manna þyrfti við. En sumir beiddu þess að Þorgils riði af héraðinu og þótti sem eigi mundi á gengið héraðið ef hann væri eigi þar. Og þá riðu þeir Þorgils á Heggstaði. Gengu þeir þar á tal biskup og Þorgils og Broddi og nokkurir menn aðrir. Var þá snúið skapi biskups. Vildi hann þá leita um sættir meðal þeirra Hrafns og Sturlu og Þorgils og stóðu margir undir það. Bauðst biskup þá til að fara suður til Borgarfjarðar og stefna fund. Var það játað af Þorgilsi að hefði hérað í Borgarfirði og skyldi hann kjósa með sér mann til fylgdar af mönnum Þorgils en hann kaus Þórð. Riðu þá til Hóla og bjuggust skyndilega. Með biskupi fór Eysteinn hvíti og nokkurir heimamenn biskups.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.