Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 19

Þorgils saga skarða 19 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 19)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það er nú fyrst að segja að biskup bauð Þorgilsi þar að sitja og öllu hans föruneyti um jólin. Var Þorgils þar hinn fyrsta dag jóla og annan kyrr. Þriðja dag jóla reið hann upp á Flugumýri snemma. Var þar stefndur fundur hinn fjórða dag jóla. Komu þar til héraðsmenn. Biskup var og þar og segir héraðsmönnum allt um ferð Þorgils. Broddi bað menn minnast á ástúð þá er menn höfðu haft við Kolbein unga og kveðst oft heyrt hafa að menn vildu þann höfðingja að af ætt Kolbeins væri. Er nú þess kostur, segir hann. Var þar nú mart um talað og réðst það af að ekki varð af tillögum að sinni. Þorgils sendi þá njósnarmenn vestur til Miðfjarðar og suður allt til Reykjaholts. En er þeim fundi var slitið var Þorgils á Flugumýri þrjár nætur og reið síðan út til Hóla og sat þar í kyrrðum. Voru þar drykkjur miklar og býlífi. Sjöunda dag jóla komu sunnan úr Reykjaholti Gunnlaugur prestur, mágur Þorgils, og með honum Ingimundur Böðvarsson, Sveinn Ívarsson. Tók Þorgils vel við þeim því að honum var forvitni mikil á tíðindum. Gunnlaugi var skipað hjá Brodda. En er biskup vissi að hann var kvongaður og prestur gast honum ekki að því og við sjálft að hann mundi eigi ná að ganga í kirkju áður Þorgils bað fyrir honum. Og litlu síðar gengu þeir Þorgils upp í stofu og Gunnlaugur prestur. Var þar fyrir Heinrekur biskup. Var þá Gunnlaugur spurður að tíðindum frá ferðum þeirra Hrafns og Sturlu. Tók hann þar til er þeir Þorgils höfðu skilið. Riðu þeir Hrafn og Sturla suður á Bláskógaheiði þar til er þeir komu suður undir Hallbjarnarvörður. Stigu þar af baki og biðu Þorgils þar fram á nóttina allt til þess er sendimaður Þorgils kom og segir að hans var ekki þangað von. Þeir Hrafn spretta upp gervallir. Var nú kurr mikill í flokkinum. Kölluðu sumir að Þorgils hefði svikið þá en sumir virtu til vorkunnar og þótti þessa jafnt von. Kenndi hver þeirra öðrum fyrirmannanna en þó gnuddi þetta mest á Sturlu. Sturla svarar fá en mælti þetta svo að nokkurir menn heyrðu að þótt hann hefði vitað þetta fyrir að svo hefði orðið sem nú var að heldur vildi hann þenna kjósa en standa yfir drápi Þorgils frænda síns og vita það víst að hann þætti aldrei slíkur maður sem áður. Vigfús kallar þetta hafa gengið að getu sinni. Nikulás mælti: Það ætla eg að Þorgils hafi því undan dregið að sinni að þeim mundi meira illt af honum leiða áður þeirra skiptum væri lokið. Hrafn kveðst vilja annaðhvort að glettast ekki við Þorgils eða eiga hann ekki yfir höfði sér en kveðst Sturlu kenna hvorttveggja. Sturla bað nú hvern um tala slíkt er vildi en meira mun nú annað til framkvæmdar en hindra eftir þessu. Spurðu þeir nú Þorkel að ferðum Þorgils en hann kveðst hyggja að Þorgils mundi riðinn af héraði. Hrafn mælti: Hvar skildist þú við hann? Þorkell mælti: Fyrir ofan Breiðabólstað. Hvert reið hann þá? kvað Hrafn. Upp eftir Reykjardal, segir Þorkell. Þá segja sumir að til ills mundi draga. Sumir mæltu að hann skyldi berja. Sumir mæltu að hann skyldi fara með þeim. Sumir kölluðu að þeir skyldu taka hesta sína og kölluðust ærið lengi hafa þar verið. En þá er mestur var gnýrinn og menn bjuggust allir sem ákafast stökk Þorkell á brott og vestur á heiði og létti eigi fyrr en hann kemur í Reykjaholt. Sturla og Hrafn höfðu gert njósn frá sér en riðu með flokk sinn sem ákafast. Tók þá veður að þykkna. Gerði á barviðri og regn mikið og hið mesta illviðri með áköfum stormi. Riðu þeir þar til er þeir komu ofan með Ölfusvatni í Stýfingadal. Komu þá í móti þeim njósnarmenn þeirra og segja að Ölfusá er ofan hlaupin með ísi og væri langt um ófæra. Tóku þeir það ráð að þeir snúa aftur. Hélst illviðrið. Voru menn þá margir mjög þrekaðir svo að til engis voru færir og barg hver þeirra öðrum þeirra er betur máttu. Slöðruðu þeir þá vestur af heiðinni svo að menn héldu lífi en urðu sem vesælstir. Drottinsdagsaftaninn komu þeir Hrafn og Sturla í Reykjaholt. Skipuðu þeir mönnum á bæi og voru nær þrír tigir manna í Reykjaholti. Tók Egill bóndi við þeim báðum höndum. Sátu þeir þar Þorláksmessu og drukku og urðu þá sannfróðir að Þorgils hafði norður riðið á Tvídægru og farist vel því að sá var aftur kominn er farið hafði með honum. Og aðfangadag jóla reið Hrafn yfir Norðurá í Skarð en Sturla í Stafholt. Þeir ríða af héraði á öndverðum jólum og þóttust héraðsmenn haft hafa af þeim ágang. Riðu þeir vestur í sveitir. Reið Sturla heim en Hrafn var á vist á Staðarhóli með Sturlu og að Sauðafelli. En flokkurinn reið vestur í fjörðu og dreifðist og undu illa sinni ferð. Lauk Gunnlaugur svo sinni sögu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.