Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 16

Þorgils saga skarða 16 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 16)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú riðu þeir Þorgils þar til er þeir komu í Stafaholt. Voru þeir fjórtán saman. Var þar með Þorgilsi Þórður Hítnesingur, Bergur Ámundason, Arnór Eiríksson, Þorsteinn Gellisson, Ingimundur Þorgeirsson, Steingrímur stjúpur, Þorsteinn kuggi, Sveinn Ormsson, Sveinn Ívarsson, Hallur Pálsson, Jón Ívarsson og strákar þrír er ætlaðir voru til að geyma hesta. Var þar vel við tekið og drukkið langt á nótt fram. Vopn sín höfðu þeir fest á tjaldsnagla í stofu en þeir gengu með sverð sín. Allir voru þeir brynjulausir nema Þorgils. Þeir höfðu talað mart frændur, Þorgils og Ólafur, um fréttir þessar og drap Ólafur því öllu á dreif. Kvaðst hann senda mann á Staðarhól að erindum sínum og skyldi sá verða var hvað við sig væri vestur um sveitir: Mun eg ekki því trúa að Sturla gangi í neinn ófrið á móti þér. Þar voru menn til fengnir að vaka, strákar þrír. Vopn Þorgils voru fram höfð en nær engi önnur því að öngum kom í hug þar mundi vopna við þurfa. Þar var svo hvílum skipað að Þorgils lá í miðjum skála í stafnrekkju og Þórður hjá honum. Fyrir innan þilið lá Bergur og Þorsteinn Gellisson. Öðrum megin gegnt hvíldu þeir Ingimundur Þorgeirsson og Magnús gargan. Þar öðrum megin hjá til stofu lágu þeir nafnar, Sveinn Ormsson og Sveinn Ívarsson. Þar öðrum megin gegnt Steingrímur stjúpur og Þorsteinn kuggi. Og er menn koma í sæng sofna þeir fast. Það höfðust menn að í Stafaholti um nóttina að húsfreyja var að ölgerð og með henni Björn Sigurðarson ræðismaður og höfðu úti hitueldinn því að þau vildu eigi gera reyk að mönnum. Og voru því dur allar opnar er þau fóru jafnan út eða inn. Kyrrt veður og tunglskin allmikið, hjarn að ríða bæði á vötnum og mýrum. Nokkrir af Þorgils mönnum vöknuðu við það að þeir heyrðu dyn mikinn. Þórður heyrði dyninn og vakti Þorgils og kvaðst hyggja að riðið væri hjá úti. Þorgils vaknar lítt að og kvað sveina mundu ríða hestum til vatns. Sofnaði hann þegar. Litlu síðar heyrðu þeir mikla atreið og langa og gnauðaði þá fast svo að skjálfa þóttu húsin. Var kallað inn í skálaglugginn að Þorgils skyldi vaka og menn hans því að her manns fer að bænum og með brugðnum vopnum og hygg eg að ófriður sé. Þórður vakti þá Þorgils skelegglega. Þorgils vaknar og segir Þórður honum að komið var fjölmenni. Þorgils bað menn upp hlaupa strax og taka vopn sín. Hann spratt upp skjótt. Voru mönnum ógreið klæðin er myrkt var inni. Og í þessu hlupu þeir í skálann er komnir voru, í þær dur er nær voru kirkju, með bölvan og kalli. Þorgils mælti að menn skyldu láta hljótt meðan klæddust ef því kæmu við. Þorgils fékk skrúðhosu og skinnhosu. Þórður fékk skinnhosur tvær og ekki innan í. Þorgils fékk kyrtil grænan en Þórður treyju. Tóku menn þá vopn sín. Þórður þreif ofan skjöld er hékk yfir rúminu og fékk Þorgilsi. Þórður fékk stálhúfu og kenndi að það var húfa Þorgils. Þorgils hafði brugðið sverðinu og lét standa hjá sér meðan hann klæddist. Þá var hlaupið öðrum megin í skálann. Bergur mælti í gegnum rauf er á var þilinu millum rúmanna: Það hygg eg Þorgils að hér sé Sturla frændi þinn. Þá mælti Hrafn fyrst svo að heyra mátti: Það er þeim nú ráð er hæst báru höfuðin á Hellufundi og heituðust við oss að ganga nú fram og fela sig eigi. Þorgils sagði: Ef þér leitið mín þá mun eg eigi felast en spyrja vil eg hvort eg skal grið hafa og menn mínir eða eigi? En fyrir hvað farið þér hingað með svo miklum stormi og styrjöld? Hrafn svarar: Öngum griðum mun eg þér heita og fám þínum mönnum. Eða hvort er Marteinn hér Ívarsson, fjandinn? Eigi er Marteinn hér, segir Þorgils, en eigi dyl eg að hér er nokkur fjandinn inn kominn. Og nú kom log inn í skálann. Þá mælti Þorgils: Hvort er Sturla Þórðarson hér? Hér er eg, segir hann, þótt eg sé nokkuð torkenndur. Gekk Sturla inn fyrir rúmin í kvennaskálanum. Þorgils mælti: Sturla viltu gefa mér grið og mönnum mínum? Hrafn segir þegar: Eigi skal Sturla fyrir griðum ráða. En þú skalt hafa slík grið sem þú ætlaðir Sturlu frænda þínum. Í þessu settist upp Ólafur Þórðarson og mælti: Það skuluð þið vita Hrafn og Sturla og allir þeir menn er í flokki eru með þeim að öll sú skömm er þér gerið staðnum og mér skal eg á leggja slíka reiði sem eg vinnst til. Skal eg þess biðja almáttkan guð og hinn helga Nikulás biskup er staðinn á að hann hefni yður sinna misgerða. Og betur þætti mér þér sóma Sturla að standa fyrir rúmi Þorgils með mönnum þínum vopnuðum en þar sem nú ertu. Sturla svarar: Veit eg að þú munt gott til leggja en eigi mun nú að því verða fyrst. Nú voru þeir Nikulás og Kolbeinn komnir upp í setið að húðfatinu. Þá mælti Nikulás: Grið bjóðum vér Kolbeinn, Bergi og Arnóri, hirðmönnum míns herra. Arnór játti því skjótt. En Bergur kvaðst vilja þiggja grið ef Þorgilsi væru gefin en eigi ellegar. Hrafn mælti: Grið vil eg gefa Þorsteini Gellissyni og Ingimundi Þorgeirssyni. Þeir tóku því vel. Þorgils spurði Hrafn og Sturlu hvað þeir gæfu honum að sök til svo mikils fjandskapar. Hrafn kvað það til saka fundið að Þorgils hafi það svarið Hákoni konungi að drepa Sturlu frænda sinn og vinna sér það til ríkis. Þorgils kvaðst þess ósannur vera: Veit eg eigi hvort fyrr mundi fara að Hákon konungur mundi slíkt níðingsverk fyrir mig leggja eða eg mundi undir það játast. Hrafn segir að djarft mundi að dylja. Eru hér, segir hann, vottarnir og nefndi til Kolbein og Ara Ingimundarson. Þorgils spyr hvort Kolbeinn eða Ari segði svo. Þeir kváðust slíkt mundu segja sem fyrr. Bergur og Arnór og fleiri Þorgils menn mæltu á móti og segja að þetta var hin mesta álygi, hver sem það segði, og væri með öngu móti til hæft. Þorgils mælti: Þér munuð ráða vilja. Hrafn segir: Um grið mun þann veg fara. Ef þú verst þá er það víst að þú færð engi grið en ef þú gengur á vald okkar Sturlu og lætur okkur skapa og skera slíkt milli vor þá gerum vér um sekt sem okkur sýnist. Það er víst, segir Þorgils, að sjálfdæmi sel eg þér aldrei Hrafn og eigi þér Sturla og engum manni öðrum á Íslandi meðan Hákon konungur er á lífi. Býð eg mál vor á konungs dóm. Þeir neituðu því skjótt. Þorgils mælti: Um vörn og vopnabúnað sé eg að lítið muni verða þótt við stöndum hér tveir en öllum megin alvopnaðir menn. Og beint í þessu kastaði Þorgils vopnunum upp í rúmið og hljóp fram á gólfið úr hvílugólfinu og í þröngina. Tóku þeir hann þá þegar. Nú mælti Hrafn og Sturla að hann gengi út í litlustofu og menn hans. Spurði Sturla hví Þórður færi eigi. Hann kveðst eigi fara mundu fyrr en hann væri klæddur. Hrafn bað Sturlu að ganga til litlustofu. Tók Þórður þá að klæðast og var leiddur utar í litlustofu. Voru þá þangað leiddir menn Þorgils hver sem klæddur var. Hrafn mælti að Þorsteinn Gellisson skyldi fara innar í stofu til þeirra. Þeir Hrafn fóru nú í stofuna og settust í ráðagerðir sínar en hespa var látin á litlustofu. Ljós var bjart í stofunni en kuldi var þar mikill. Sátu þeir þar lengi einir saman svo að engi maður kom til þeirra. Lagðist Þorgils niður og fékk eigi sofið. Orti Þórður orð á hann og spyr því hann væri svo fár. Eg hugsa það, segir Þorgils, hve illt mér þykir ef engi skal saga ganga frá mér áður en þryti líf mitt svo að eg geti ekki á hefnileið róið um svívirðing þá er mér er nú ger. Þórður mælti: Ger eigi það í hug þér. Ger þá sem þér sýnist ef þú þiggur líf en ef þú skalt nú deyja þá er þér því betra sem þú átt færrum ábyrgðum að svara. Ekki kvíði eg við dauða mínum, segir Þorgils. Þórður kveðst það ætla að þeir mundu flestir með honum vera að svo mundu þola dauða sinn að hvorki mundi honum né þeim skömm í því. Þorgils kvað svo vera mundu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.