Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 14

Þorgils saga skarða 14 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 14)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
131415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Á öndverðum vetri kom austan af Síðu Klængur Skeggjason. Var hann sendur af Brandi ábóta norður til Hóla á fund Heinreks biskups. Klængur bar bréf ábóta. Stóð það í bréfi því að hann hefði tekið Þorgils til gerðar um víg Ormssona með Gissuri Þorvaldssyni, og það annað að hann bað hann að vera spaklega í héraði og betur en þá lék orð á, og það hið þriðja að komið hafi vestan úr fjörðum Snörtur Seldæll og sagt honum að það var orð á að Hrafn Oddsson væri mesti óvin Þorgils en Sturla minni vinur en vera skyldi og bað hann vera varan um sig. Reið Klængur þaðan tveim nóttum eftir Ceciliumessu. Reið Þórður Hítnesingur með honum í Norðurárdal í Hvamm og voru þar um nóttina. Um kvöldið kom vestan úr fjörðum Þorsteinn Gellisson, heimamaður Þorgils. Hafði hann verið tvær nætur á Staðarhóli og segir hann að Hrafn var þar kominn og hann hafði þá margt talað við þá báða, Hrafn og Sturlu. Segir hann að þeim lægi vel orð til Þorgils og vildu gjarnan gott við hann eiga og að þeir vildu finna hann annan dag viku eftir messudagana á Hellu fyrir vestan Ámótsvað við Hvítá. Hafði Þorsteinn þar grið er hann skyldi selja Þorgilsi til fundar þessa. En Þorgils skyldi selja þeim grið í móti. Skyldu hvorir vera með fimmtánda mann. En er leið helgin reið Þorgils til fundarins með fimmtánda mann. Þeir gengu mjög jafnsnemma hvorirtveggju. Voru þar kveðjur góðar með mönnum. Voru þeir þar Hrafn og Sturla og Nikulás Oddsson og Kolbeinn grön. Þeir voru fimmtán saman. Bundu menn hesta sína og settust niður á völlinn. Hrafn var mest fyrir fréttum, spurði að ferðum Þorgils og að tíðindum úr Noregi. Sturla kallar á Þórð og kveðst vilja tala við hann. En er þeir komu saman spurði Sturla hversu mikil vinátta honum þótti vera með þeim Gissuri og Þorgilsi eða hvort nokkuð mundi stoða að leita þess að Þorgils skildist við Gissur. Þórður kvaðst hyggja að það mundi eigi tjá og Þorgils mundi öngu því bregða er hann hafði konungi heitið þótt hann gerði það eigi fyrir Gissurar sakir. En hitt mæla sumir menn, segir Þórður, við þig Sturla bóndi að þér sæmdi eigi verr að halda vináttu og félagsskap við Þorgils frænda þinn en bindast í trúnaði við þá menn sem eigi eru vinir hans. Sturla svarar: Við fundumst á hausti að Helgafelli og komu við þá öngu á samt meðal okkar. Mátti eg ekki það mæla er eigi tæki hann með forsi og fjandskap. Mun hann vera þrályndur í skapi sem faðir hans en hafa brjóst verra. Og nú heyrðu þeir að upp gekk talið fyrir þeim Hrafni. Hlupu þeir Sturla þá þangað til. Þeir Þorgils og Nikulás töluðu um eignir þær er hann hafði tekið í heimanfylgju með Gyðu af arfi Snorra Sturlusonar og Þorgils var til skipaður fyrir að sjá. Hrafn kvað lítils vert um lönd þau ef þeir felldu saman vináttu sína: Mun Þorgils hljóta af vináttu við Gissur ekki nema skömm og skaða svo sem aðrir Sturlungar og eigi víst hvort alllangt er að bíða. Þorgils bað hann eigi heitast við sig en gæt þess bóndi að þú stelst eigi á mig því að það mun illa fyrir mælast ef eg sný baki við þér ef vér erum jafnliða og jafnbúnir. En það sem konungur hefir mér skipað, hvort sem eru ríki eða eignir, þá ætla eg að heimta sem eg vinnst til, hvort sem varðveitir Hrafn eða Nikulás. Reið Nikulás knút á því að hann mundi aldrei lausar láta þær eignir er hann varðveitti hver sem til kallaði enda kemur eigi Þórður til. Hrafn og Sturla hétu Nikulási að fylgja og skiljast eigi við hann. Varð nú það eitt í tali þeirra að hélt við heitan og harðindi. Lögðu flestir það til að þeir skildu. Þeir Bergur og Þórður lögðu það til að þeir Þorgils og Sturla töluðu tveir samt og buðust til við að vera. Þorgils kvaðst þess vin vera skyldu sem hann reyndi vináttu að og þess frændi sem hann reyndi frændsemi af. Bergur mælti: Undarlegt er slíkt um svo vitra menn sem þið eruð að þið sjáið eigi missmíði á slíku og allir þykjast sjá. Sturla svarar að vera mætti að bert yrði síðar um sakir þær er þá mundu eigi upp bornar. Þorgils kvaðst vel mundu við búinn að verja þær ef eigi væri logið á hann. Sturla segir að eigi mundi verða af tali þeirra. Stóðu menn upp og gengu til hesta sinna. Riðu þeir Hrafn fyrri. Þorgils reið heim í Reykjaholt og þóttist nú vita vísan óþokka þeirra Hrafns við sig en eigi ætlaði hann að þeir mundu aðförum sæta við hann. Sat Þorgils nú heima og lét búa drykk til jólaföstu en hafði njósnir fyrir vestan Hvítá.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.