Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 13

Þorgils saga skarða 13 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 13)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um haustið eftir Maríumessu reið Þorgils Böðvarsson suður á nes við sjöunda mann og gisti í Görðum að Þorleifs og fór með þeim heldur fálega. Þaðan reið Þorgils til Hólms og tóku þar skip er Þorleifur átti og fóru yfir um fjörð og gistu í Saurbæ að Magnúss Árnasonar. Þá spurði Þorgils að Gissur var kominn ofan á nes. Fór Þorgils til fundar við hann. Fundust þeir í Viðey, fór með þeim álitlega. Síðan reið Þorgils heim í Reykjaholt og hafði með sér landsleigu af Eyvindarstöðum og Bessastöðum. Þorgils gisti í Bæ að Böðvars. Gaf hann honum hesta tvo brúna og skjöld rauðan og gulllögð lauf á. Sagði Þorgils Böðvari hversu fálega fallið hafði með þeim Þorleifi og svo að honum virtist eigi svo fastlegur trúnaður af Gissuri sem hann hugði. Reið Þorgils þá heim í Reykjaholt. Voru þá menn sendir í sauðakvöð um hérað allt. Fékkst það að kalla. Þorgils sendi Berg ofan til Brekku að fala sláturfé að þeim bræðrum, Ólafi og Þórhalli. Fékkst þar ekki af. Gast Bergi þó lítt að svörum þeirra. Nær veturnóttum reið Þorgils heiman og með honum fylgdarmenn hans og ætlaði að ríða út á Snæfellsnes. Reið hann til Borgar um kvöldið. Bjó þar þá Loftur biskupsson. Voru þeir Þorgils tólf saman. Var þar allvel við þeim tekið. Mýrar lágu illa. Mátti þá tyllast á vetrarbrautum. Þaðan reið Þorgils út um daginn til Brekku. Stigu þeir af baki og létu gefa hestunum undir garði. Bóndi kom eigi út. Gengu þeir Þorgils þá til stofu og settust á annan bekk. Ólafur bóndi sat á palli en Þórhallur bróðir hans var í pallinum og hafði undir sér hælana. Þeir heilsuðu Þorgilsi en bjóða honum öngvan greiða. Þorgils falar sláturfé að þeim bræðrum en þeir svara sem fyrr og vildu eigi selja. Mælti Þorgils til vel í fyrstu en er á leið ræðuna lét hann fara nokkur heitanarorð. Þeir sögðu Þorgils mundu mega ræna þá ef hann vildi en eigi er þá örvænt að nokkur rétti hlut vorn. Munum vér eigi selja því heldur. Þorgils spratt upp og mælti: Mjög vilja mig öll strá stanga og laust Ólaf með stálhúfunni. Ólafur hafði smeygt tvífaldri hettu á höfuð sér. Kom högg þetta á vangann og á öxlina. Hnígur Ólafur þá í pallinn og veltur ofan fyrir stokkinn. Tók þá húsfreyja til hans og reisti hann upp seint það og skreiðist hann upp í pallshornið. Þorgils laust Þórhall annað högg í höfuðið. Var það mikið högg og brast við. Féll hann af út og kreppti undir sig hælana. Laust Þorgils þegar annað högg milli herðanna. Lét þá í Þórhalli og uggðu menn að meiddur mundi. Eftir þetta riðu þeir Þorgils ofan á Álftanes. En er þeir riðu að bænum á hlaðið var úti fyrir þeim maður einn er Sölvi hét og var son Ólafs langs. Þorgils spurði: Hvar er Haukur djöfullinn? Sölvi svarar: Eigi veit eg, bóndi sæll, hvar hann er. Þorgils laust eftir honum með keyrinu er hann hélt á. Var það svo mikið högg að ennið kom fyrst niður á Sölva og kastaði fótunum fram yfir höfuðið. Hesturinn skriðnaði á svaðanum undir Þorgilsi og stökk hann af baki og kom standandi niður. Sölvi sneri þá undan. Þorgils laust hann annað högg með keyrinu. Féll hann þá enn á knéin og stakk undir höndunum. Þorgils bað hann þá segja til Hauks ef hann vissi þá gerr. Sölvi hljóp þá undan og mælti: Ber þú mig eigi, bóndi minn, því að eg veit eigi hvar Haukur er. Þá kom út Gróa húsfreyja og kallaði: Þórður, láttu ekki hér gera illt ef þú ræður nokkru. Þorgils mælti: Hvar er Haukur bóndi þinn? Hún mælti: Það er bæði að eg veit eigi enda mundi eg þér eigi segja þótt eg vissi. Þá kom út kona er Ragnhildur hét. Og spyr Þorgils: Veistu hvar Haukur er? Það hygg eg, segir hún, að hann færi út í Kóranes að búa um sallað sinn. Riðu þeir Þorgils þangað og var Haukur eigi þar. En er þeir komu heim var þeim sagt að Haukur var í kirkju en húsfreyja var í kirkjudurum og Illugi prestur. Húsfreyja heilsaði Þorgilsi og bauð honum gisting. Hann kvað henni mundi vel fara. Húsfreyja beiddi Hauki griða og ef hann hefir mælt eða gert svo að þér þykir illa þá vil eg þar eigi til spara mitt að þið semjið sem best. Þorgils kvað hann engi grið mundi fá fyrr en hann fengi sætt af honum þá er honum líkaði. Gróa spyr ef hann vildi sjálfdæmi. Bergur segir: Eigi mun sekt meiri vera en þetta mun vel boðið. Þórður segir þá: Hvar mun betur fallið að ræna en hér ef nokkur skal, en þurfi þó? Gróa mælti: Söm eru enn tillög Þórðar. Bergur bað Hauk sjálfan bjóða fyrir sig sjálfdæmi. Haukur gerði þá svo. Sættust þeir að því. Var Þorgils þar um nóttina. Voru viðtökur góðar. Um morguninn var regn mikið. Buðu þau Þorgilsi þar um dag en hann vildi ríða. Haukur bað hann þá ljúka upp gerðinni, kvaðst gjalda mundu slíkt er hann gerði. Þorgils mælti: Gróa húsfreyja, eg vil nú gefa upp gerð þessa en þið gerið aflausn slíka sem þið viljið. Þá má eigi nauðung metast. Þennan kost tóku þau. Gaf Haukur tvö sáld malts og sáld korns og sex vættir og öxi mikla er Þorleifur í Görðum hafði gefið Hauki. Gróa gaf Þorgilsi fingurgull. Skildu þau laglega. Ríður Þorgils þaðan á Hítarnes og þaðan á Snæfellsnes og gisti að hinna meiri bónda, og gáfu allir honum gjafir. Fundust þeir Sturla Þórðarson frændur að Helgafelli. Féll með þeim heldur fálega. Sagði Sturla sem allir þeir er ríki héldu af Þórði kakala að þeim var óþokki mikill á allri skipan Hákonar konungs. Vildi Sturla draga Þorgils frá konungs trúnaði en Þorgils vildi heimta Sturlu frá sambandi við þá Hrafn og Eyjólf. Skildu þeir frændur með engri vináttu. Reið Þorgils þaðan suður til Staðar og þaðan suður í Reykjaholt. Fóru með honum af strönd utan Ingimundur bróðir hans og Gunnlaugur prestur mágur hans og Hallbera systir hans, Hallbjörn hinn mikli og Björn son hans, skyldi vera bryti í Reykjaholti, Sveinn Ormsson og Sveinn Ívarsson, Þórður Hítnesingur og Magnús gargan. Egill bóndi hafði verið jafnan fyrir utan Hvítá með vinum sínum meðan Þorgils var vestur. Höfðu þeir Nikulás mágar fundist á Sámsstöðum. Hafði Egill tekið skapskipti við Þorgils af viðræðum þeirra. Eftir Marteinsmessu komu norðan af Eyri Marteinn Ívarsson og Hallur son Páls prests af Eyri. Þetta vor áður höfðu orðið víg í Dölum vestur. Hafði Marteinn vegið Tanna Gunnlaugsson. Þar var og veginn Páll Ívarsson, bróðir Marteins. Tók Þorgils við Marteini að orðsendingu Páls prests. Var Marteinn því síður í ferðum að hann var í skriftum og kárínu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.