Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 12

Þorgils saga skarða 12 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 12)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Næsta dag eftir Maríumessu fyrri var landfast að Gásum skip það er Þorgils Böðvarsson var á. Þeir komu til Staðar Barthólómeusmessu. Fögnuðu frændur hans honum vel. Stefndi Þorgils að sér vinum sínum og tengdamönnum. Kom til hans Einar Halldórsson frændi hans, Þórður Hítnesingur mágur hans, Gunnlaugur Hallfreðarson. Birti Þorgils þá ráðagerðir sínar og lét lesa skipanarbréf sitt og kvaddi menn til ferðar með sér. Vikust menn vel undir það. Reið Þorgils frá Stað og nær fjórir tigir manna með honum. Var þar Böðvar Þórðarson faðir hans, Einar Hallfreðarson, Þórður Hítnesingur mágur hans, Helgi bróðir hans, og þeir menn er út voru komnir með Þorgilsi. Reið hann suður til Borgarfjarðar og gisti í Stafaholti. Þar bjó þá Ólafur Þórðarson. Eftir það stefndi hann fund undir Höfðahólum. Kom þar til Þorleifur úr Görðum og Egill úr Reykjaholti og aðrir héraðsbændur. Létu héraðsmenn heldur drjúglega. Ólafur Þórðarson stóð upp og hóf svo mál sitt að hann bað guð geyma alla menn er þar voru komnir með sinni mildi og miskunn. Bað og þess í annan stað að menn tækju sæmilega bréfum og erindum svo ágæts herra sem Hákon konungur var en gera eigi sem margur angurgapi að svara fólsku tiginna manna erindum, sem guð láti eigi vera hér í dag, það er framkvæmd sem hans er vilji til en öllum gegndi best. Settist Ólafur niður. En Þorgils stóð upp og segir: Það er mönnum kunnigt að eg hefi stefnt fund þenna. En það er fyrir þá sök að eg em skyldaður til í dag að reka konungs erindi. Mun hér lesið vera konungsbréf. Bið eg að menn gefi hér til gott hljóð og hyggi síðan að svörum. Hélt þá Þorgils á bréfinu og sýndi innsiglið, bað Þorleif að fá mann til að lesa ef hann vildi. Þorleifur kveðst það eigi mundu gera: Fer það þann veg að margir eru fúsir til héraðs þessa en fáir eru til mótsvara í dag. Má það vel bíða annars dags eða þess að við er Hrafn og Sturla og vér gerum allir saman ráð fyrir svörum. Og vitum vér að þér er skipað hérað þetta af konungi og er það erindi hans í dag en margir mæla það að hann eigi ekki í. Em eg ekki arfi Snorra Sturlusonar þótt eg hafi hér nokkura forsjá með ráði Þórðar. Em eg eigi fyrir svörum um þetta mál meir en aðrir. Þetta studdu margir með Þorleifi, þótti konungur ekki maklegur að hafa nokkur forræði á erfð Snorra Sturlusonar. Þorgils mælti: Vita skuluð þér það Þorleifur að eg ætla að láta lesa hér í dag konungsbréf tvö eða þrjú opinberlega svo að þér heyrið og skal eg eigi myrða þetta konungsbréfið þótt þú hafir myrð þau konungsbréf er til þín hafa send verið. Og má vera að þú eigir því hér að svara í dag og þurfir eigi til annarra svörum að víkja. Þorleifur drap þá niður höfði og svaraði engu og voru hans tillögur fár í hávaða. Lét Þorgils þá lesa bréf konungs og gerði Þórður Hítnesingur. En er bréf var lesið þá tóku menn eigi skjótt til svara. Þá mælti Ólafur Þórðarson: Það er siður hæveskra manna að þegja eigi móti konungserindum. En flestir munu hér meta svör við Þorleif. Þorleifur svarar: Eigi mun eg halda héraði fyrir konungi og eigi reisa flokk í móti þeim sem í sest en ekki lof legg eg þar á. Egill kvaðst frelst hafa Þórði mannaforráð það sem hann hafði átt og á eg nú þar eigi að svara. Flestir lögðu þar erfitt til. Haukur á Álftanesi mælti svo: Það er mín tillaga að unna engis máls á fyrr um hérað en Hrafn og Sturla eru við. Þorgils segir þetta ekki til hans koma: Munu þín orð hér um engis metin en eigi örvænt að menn muni þínar tillögur. Þaðan frá urðu þar engi mótmæli berlega enda ekki skörulegt jáorð. Þá lét Þorgils lesa konungsbréf það er Þorleifi var sent. Var hann mjög ávítaður um það er hann hafði brotið bréf konungs. Voru þar mikil atmæli og heitan við Þorleif ef hann gerði eigi konungi þá sæmd er sæi fyrir hans hönd Gissur Þorvaldsson og Þorgils Böðvarsson. Þorleifur svarar því vel: Vil eg það bæta við góðra manna sann, er hann hafði seinna farið á konungsfund en honum voru orð til send. Var þá leitað við Egil í Reykjaholti og Þórarin prest Vandráðsson ef þeir vildu gefa Þorgilsi upp búið í Reykjaholti. Fékkst það að lyktum og kom það flestum mönnum mjög á óvart. Skildu menn að þessu. Reið Þorgils af fundinum í Stafaholt og var þar um nóttina og greiddi ferð manna sinna út á strönd. Reið hann síðan upp í Reykjaholt og tók þar við búi. Skyldi vera hin sama ráðskona Guðlaug Áladóttir, fylgikona Þórarins prests. Settist Þorgils þá um kyrrt. Varð brátt kostnaður mikill því að þar var áður fjölmennt en mart kom við. Var þá og mikil atsókn en öngvum af hrundið. Eyvindur brattur réðst til vistar í Reykjaholt um haustið og Sunnifa húsfrú hans. Eyvindur var hirðmaður Hákonar konungs. Var hann gamall maður og óskyggn og vin Sturlunga en óvin Gissurar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.