Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 4

Þorgils saga skarða 4 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 4)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um vorið eftir páska byrjaði Brynjólfur ferð sína suður til Björgvinjar á móts við Hákon konung. Fóru þá með honum Þorgils og Bergur. Var hann þá fær. En er þeir komu suður fundu þeir Hákon konung. Tók hann þeim vel. Konungur hafði frétt af að um veturinn hafi verið með Brynjólfi íslenskur maður einn af Sturlungaætt er orð fór af. Hafði þar það sannast sem mælt er að mörg eru konungs eyru. Hafði hann frétt af þeim viðskiptum sem orðið höfðu millum þeirra Brynjólfs og Íslendinga um veturinn. Aron Hjörleifsson var þá með konungi. Hann hafði reynt af Böðvari vináttu mikla þá er hann var skógarmaður Sturlu Sighvatssonar. Aron var hirðmaður Hákonar konungs og var kær konungi. Var hann og góður drengur. Aron gekk að Þorgilsi og fagnar honum vel og skal þér heimilt allt það gott er eg hefi til að veita þér hvort sem það er fé eða fullting. Þorgils þakkaði honum vel og kveðst eigi annað líkara þykja en að hann mundi með honum vera en fyrst mun eg vera með Brynjólfi. En Aron hafði fjárkost eigi mikinn en sparði öngvan hlut við vini sína. Bauð hann Þorgilsi því til sín að hann átti garð. Var hann jafnan fullur af íslenskum mönnum. Skildust þeir Þorgils og Aron. Fór Þorgils með Brynjólfi til þess herbergis er hann átti. Settust þeir þá til drykkju. Um daginn mælti Brynjólfur: Þér hafið verið með mér í vetur og vil eg kalla að vel hafi farið. En fundið hefi eg það að augu yður standa lengra fram til þess að þjóna ríkara manni en eg er. Er það og satt að slíkt eru konungsmenn. En eigi mæli eg því þetta að eg spari mat við þig eða drykk. Vil eg vera búinn til að flytja mál þitt við konung að hann taki við þér og geri þig sinn mann sem mig grunar að þér leiki í skapi. Þorgils þakkar honum sín ummæli en kvaðst fúsastur að fara til Íslands. En ef hann næði því eigi þá vildi hann gjarna ganga til handa konungi og gerast hans maður. Litlu síðar fundust þeir konungur og Brynjólfur og verður það í tali þeirra að konungur spyr að þeim íslenska manni er verið hefir með honum um veturinn. Brynjólfur segir konungi frá ætt Þorgils og kannaðist hann skjótt við því að margir Sturlungar höfðu verið með honum. Brynjólfur segir konungi að Þorgils vildi fá af yður útfararleyfi til Íslands. Konungur kvað þess öngva von því að í þann tíma hélt Hákon konungur mörgum ríkra manna sonum í Noregi því að hann hafði mjög í huga að fá skatt af Íslandi. Konungur mælti: Mundi þessi maður vera með þér í gær er við fundumst, mikill maður og drengilegur, fríður og bragðmikill og á lýti mikil í andlitinu og svo ungur að eigi mun grön sprottin? Sá er rétt hinn sami, segir Brynjólfur, og gerið svo vel herra að takið við honum sæmilega og gerið hann yðarn mann ef hann skal þó eigi ná að sigla til Íslands að vitja frænda sinna og eigna. Er hann eigi hér peningaríkur. Konungur tók því vel. Lét Brynjólfur þá senda eftir Þorgilsi. Kom hann þá fyrir konung og kvaddi hann. Tók hann því vel. Þar var þá Aron Hjörleifsson og flutti með Þorgilsi að konungur tæki við honum sæmilega. Konungur segir að hann mun ná hirðmannsnafni ef hann reyndist eftir því sem þeir Brynjólfur og Aron segðu, ef honum sýndist, en kvað það eigi mundi skjótt ráðast. Þorgils kveðst þess eigi mundi lengi bíða að sinni. Þótti eigi örvænt að koma mætti hann þar þótt hann leitaði annarra landa að hann kæmi sér í sveit með ríkum mönnum því að Ólafur föðurbróðir hans hafði verið í Danmörk með Valdimar konungi og fengið af honum mikinn sóma. Aron mælti: Takið þér herra vel við þeim sumum sem eigi mun jafnmikið mannkaup í sem þessum manni. Brynjólfur mælti: Svo skuluð þér ætla herra að hraustan karlmann mun skipað í það rúm sem Þorgils hlýtur að standa. Konungur brosti þá. Þorgils mælti: Viljið þér herra gefa orlof til að eg sé frjáls og fara hvert er eg vil annars staðar ef eg fer eigi til Íslands. Víst eigi, segir konungur. Eg skil að þú munt vera maður bráðlátur og heldur ákaflyndur en öngvum sæmdum þykist eg hafa afsvarað þér þótt eg vilji fyrr reyna hversu mér gest að þinni þjónustu. Skildu þeir að þessu. Sagði Þorgils Aroni að hann mundi ráðast í garð hans. Skildu þeir vel Brynjólfur og Þorgils. Ragnhildur hét kona Arons og var hún hinn mesti öflunarmaður en hann eyddi eigi seinna en hún aflaði. Þorgils var þar um hríð og varð illt til fjár því að hann sá að Aron var févani en hann vildi hvervetna fullt fyrir leggja þann kostnað sem Aron hafði fyrir honum. Höfðu þeir sveit mikla og voru ekki dælir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.