Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorg ch. 2

Þorgils saga skarða 2 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Þorg ch. 2)

Anonymous SturlungaÞorgils saga skarða
123

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það er nú því næst að segja að þá er Þorgils var átján vetra réðst hann til utanferðar með þeim manni er hét Eiríkur skarði. Hann var norrænn maður. Sá maður fór með Þorgilsi er Bergur hét, son Ámunda Bergssonar og Þóru Þorvarðsdóttur frá... En er Þorgils var við skip kom Þórður Sighvatsson og mæltust þeir Þorgils vel við. Hét Þórður honum sínu trausti nær sem hann kynni þurfa. Hann bauð honum til sín ef hann vildi það. Þorgils kveðst það mundu þegið hafa ef hann hefði það fyrr boðið en kveðst nú eigi vilja bregða ferð sinni. Þórður kvað það fyrir höndum þótt síðar væri. Skildust þeir með vináttu. Létu þeir Þorgils í haf og fórst þeim vel. Tóku þeir land við Björgvin. Eiríkur bauð Þorgilsi til vistar með sér og þeim félögum og fóru þeir með honum inn í Sogn. En Þorgils kvaðst með þeim manni vilja vera er göfugastur var í því héraði. En þá var ríkastur maður í Sogni Brynjólfur sonur Jóns stáls. Hann átti höfuðból að Hvoli. En er Þorgils kom heim með Eiríki veitti Eiríkur honum vel og með mikilli sæmd. Mátti Þorgilsi þar gott þykja fyrir manna sakir en eigi gast honum þar að híbýlum. Það var vandi Eiríks þá er hann kom heim úr kaupferðum að hann hafði vinaveislu og bauð að sér grönnum sínum. Og eigi nú síst er þeir voru komnir með honum er mikils þóttu verðir. Bauð hann þangað Brynjólfi frá Hvoli og Þóri af Steðja. Þar var fjölmenni mikið og veisla góð. Voru þeir sessunautar Brynjólfur og Þorgils og töluðu margt og lagðist vel á með þeim. Þóttist Brynjólfur finna að Þorgils var miklu meira háttar en alþjóð manna, vissi hann og góð skil á ætt hans og bauð þeim til vistar með sér, lagði ekki á nema aufúsu. Þorgils vildi það þiggja en Bergur var þess hvergi fúsari. Þó réð Þorgils og fóru þeir með Brynjólfi. En er þeir komu heim tekur hann við þeim báðum höndum og slær á algleyming við Þorgils og setur hann hið næsta sér. Brynjólfur fékk þeim svein til þjónustu er Pétur hét. Fór það þann veg að sveinninn var eigi athugall en Þorgils þá heldur illa, og ótraust að hann svipaði hann eigi stundum en Brynjólfi gast eigi að því er sveinninn var skyldur honum. Þar voru híbýli góð og mannmargt, löngum drykkjur miklar og glaðværi. Urðu bændur misjafnt við drykkinn. Geirmundur hét maður, nágranni Eiríks skarða og frændi. Hann hafði vingast við Þorgils er hann var með Eiríki og gefið honum taparöxi snaghyrnda, eigi mikla og hið besta járn. Hann var í jólaboði Brynjólfs með Eiríki og drakk eigi varlega. Voru miklar drykkjur og mörg víti. Björn hét maður og var með Brynjólfi, aldraður maður og hafði lengi verið með honum og hafði það starf að hann gerði öl og varðveitti drykk hversdaglega. Þorgilsi þótti Björn vera heldur fastur af drykk hversdaglega. Hafði hann á því grun að Björn færi með róg og hviksögur milli þeirra Brynjólfs og var þá heldur fátt með þeim. Björn var maður skapbráður og þóttist eiga traust öruggt, var áleitinn og öfundsamur. Eiríki var skipað hjá Bergi, þá Geirmundi, þá sátu bændur hver hjá öðrum og höfðu sveit eigi alllitla. Bergur drakk jafnan lítið því að hann var krankur og skyldi hann því eigi meira drekka en hann vildi og engi víti. Var Brynjólfur vel til hans, þótti hann vera gegn og óskapbráður. Þorgils var hinn mesti drykkjumaður og misjafnt skapgóður við drykkinn. Það var hið átta kvöld jóla að drukkið var allra fastast. Var þá drukkið vín er á leið. Annan bekk sátu frelsingjar Brynjólfs og tveir hirðmenn Hákonar konungs, Árni Ívarsson og Ketill langur. Voru þar fyrst drukknar sveitardrykkjur. Síðan slógust í hnýfildrykkjur. Gerðust þá flestir drukknir þeir er inni voru. Talaði Geirmundur flest um að hann þóttist vera of settur en þótti sem drykkur væri falsaður. Þá bar Björn ker að Geirmundi en hann drap við hendinni og sló upp í fang honum. Fór drykkurinn niður í hálm. Björn reiddist við og var málóði, kvað Geirmund vera snáp mikinn og laust með hnefa sínum á nasar honum svo að blóð flaut um hann allan og mælti illt við. Þorgils varð skjótastur til upp að hlaupa, þreif upp dýrshorn mikið og þungt af búningi silfurs og steina og setti millum herða Birni svo að hann steyptist áfram og kom niður ennið og var þar undir kerið er hann hafði haldið á. Skeindist hann í enninu en kerið brotnaði allt í sundur. Þorgils vildi ljósta annað en Bergur tók hann. Brynjólfur hljóp þá upp og allir hans menn, slíkt hið sama Eiríkur og bændur með honum. Var Þorgils þar í liði. Hélt þá maður á manni. Brynjólfur var hinn reiðasti. Eiríkur mælti til Brynjólfs: Geymið til bóndi að hark þetta semjist og er það yður sæmd og allra þeirra er hér eiga hlut að. Brynjólfur mælti: Lítill vani hefir það hér verið að menn væru barðir í híbýlum mínum. Þá mælti Árni: Lítið á hitt bóndi hver fyrstur barði og er það siður yðar Sygna að drekka þar til að engi veit hvað að sér hæfir. En Birni kom þetta eigi fyrr að höndum en von var. Lögðu nú margir gott til. Árni mælti þá enn: Það er betur að hér er engi maður sakaður. Er fyrir það gott um að tala og förum fyrst að sofa en tölum um þetta á morgun þegar menn eru ódrukknir. Mun oss þá öllum einn veg sýnast. Eiríkur stóð vel undir þetta og margir aðrir. Fóru menn þá að sofa. En um morguninn eftir hlýðir bóndi tíðum. Síðan gengu menn til drykkju og er menn voru þar komnir setjast menn niður. Þá mælti Árni: Það er öllum mönnum kunnigt þeim sem hér eru hverjir atburðir hér urðu í gærkvöld manna í millum. Erum vér nú allir ódrukknir og megum virða þessi mál eftir sönnum efnum. Er það eigi vel að svo varð er þér mislíkar. En mér líst svo sem sá væri eigi friðarins allmaklegur er braut jólafriðinn fyrstur í þínum híbýlum. Ketill mælti: Svo líst mér. Björn mælti: Það kann eg þér segja Árni þótt yður þyki mín skömm lítils verð að vera skal annaðhvort að eg skal hafa fyrir fulla sæmd eða hefna mín sjálfur. Þorgils segir: Ef þú heitist við Björn mjög að gera mér eina skömm þá skal eg gera þér tvær skammir, það er þú skalt mega báðar hendur á festa. Björn mælti margt en Þorgils þagnaði. Eigi má þar inna hvers manns tillögur. En þeir lögðu þar best til hirðmennirnir, Árni og Ketill, og Eiríkur og Bergur. Báðu þeir Þorgils vægja til fyrir Brynjólfi bónda og ráði þeirra manna er þar voru mest virðir. En Þorgils þagði sem hann var vanur ef hann reiddist. Allmisjafnt lögðu menn til en þessi var lykt á með atkvæði Brynjólfs bónda og ráði þeirra manna er þar voru mest virðir í hjá og best vildu til leggja að mál þessi féllust í faðma og skyldi enginn öðrum fé bæta. Seldi þá hver öðrum grið en síðan settust þeir niður og drukku. Var bóndi þá allkátur og hver við annan. Drukku nú af jólin. Fóru nú bændur heim síðan og kurraði það hver í sínum híbýlum að veturgestur Brynjólfs mundi eigi vera hvers drengs leika. Hér um kvað Gunnar, íslenskur maður er var með Brynjólfi, og orti svo að gaman varð að: Eftir jólin varð með Brynjólfi og Þorgilsi öngvir margleikar en þó góðar afleiðingar.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.