Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 48

Þórðar saga kakala 48 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 48)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
474849

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Sumar það er Þórður fór til Íslands var tveimur vetrum eftir það er Kolbeinn ungi andaðist og Svarthöfði Dufgusson fór utan í Hvítá með vöru þá er Kolbeinn lagði til utanferðar Þórði. Var Svarthöfði þann vetur í Noregi er Þórður var á Grund. En það sumar er Þórður fór utan kom Svarthöfði út í Vestmannaeyjum. Það sumar er Hákon konungur var vígður fóru þeir Heinrekur biskup og Þórður til Íslands. Kom Þórður í Vestmannaeyjar. Tók hann þar vín mikið er hann átti en Svarthöfði hafði út flutt og skilið þar eftir í eyjunum. Fór Þórður upp til Keldna, fann þar Hálfdan mág sinn og Steinvöru. Voru þau bæði komin norðan úr Eyjafirði. Hafði þeim lítt líkað til fylgdarmanna Þórðar. Þórður reið síðan norður til Eyjafjarðar til Grundar og dvaldist þar nokkura hríð áður hann fór vestur í sveitir. Og er hann kom í Borgarfjörð tók hann undir sig sveitir allar og allt fé Snorra Sturlusonar og svo héraðið í Borgarfirði. Hann fór í Garða til Þorleifs og tók af honum trúnaðareiða og skipaði hann mest yfir héraðið. Sendi hann þá menn á Bessastaði og tók bú það til sín og hafði þaðan mölt mikil og flutti upp í Reykjaholt og ætlaði þar að sitja um háveturinn. En hann fór þá vestur til Saurbæjar og var á Staðarhóli með Sturlu um jólin öndverð. Síðan fóru þeir Sturla báðir suður í Reykjaholt og sátu þar framan mjög til föstu. Þá kom vestan Einar Þorvaldsson og Hrafn Oddsson og játuðust allir Vestfirðingar til hlýðni við Þórð. Þann vetur kvongaðist Nikulás Oddsson í Reykjaholti. Kom þá sunnan Sigvarður biskup og urðu þeir Þórður ekki mjög sáttir í fyrstu sín á milli en greiddu þó vel. Gaf Þórður til staðarins í Skálaholti Skógtjörn á Álftanesi fyrir sál föður síns og móður. Hún andaðist þá um haustið áður hann fór norðan. Þórður reið norður móti páskum og tók undir sig öll héruð í Norðlendingafjórðungi. Mælti þá engi maður í móti því. Öngvar bauð hann bætur eftir Brand frænda sinn enda beiddi engi bóta. Voru synir Brands þá ungir, annar átta vetra en annar níu. Um vorið gerði Þórður annað bú í Geldingaholti í Skagafirði og var hann þar löngum. Var þar fyrir Kolfinna Þorsteinsdóttir. Hún var frilla Þórðar og áttu þau dóttur er Halldóra hét. Þórður átti tvo sonu við Yngvildi Úlfsdóttur, Þórð og Úlf. Styrmir hét son hans og Nereiðar Styrmisdóttur. Jón kárin var elstur. Hann var fæddur í Vestfjörðum. Þetta sumar reið Þórður til þings með fjölmenni mikið og voru þá flestir hinir stærri menn á þingi og veittu allir Þórði tillæti nema Sunnlendingar þeir er voru menn Gissurar og enn sumir Áverjar þeir er eigi vildu hlýða ráðum Hálfdanar. Þá voru þeir frændur ungir í Austfjörðum, synir Þórarins Jónssonar, Þorvarður og Oddur. Þeir höfðu föðurleifð sína og viku þeir öllum sínum málum undir Þórð og hans forsjá. Sæmundur Ormsson hafði Síðuna og föðurleifð sína. Guðmundur var þá ungur, bróðir hans, og réð Sæmundur fyrir þeim. Hann var vitur maður og heldur ágjarn og þótti líklegur til mikils höfðingja. Hann bjó að Kálfafelli. Hann mælti til hinnar mestu vináttu við Þórð og vildi að hann hefði forsjá fyrir honum. Hann beiddist að gerast heimamaður Þórðar. En Þórður réð einn öllu á þinginu. Hann tók til lögmanns Ólaf hvítaskáld Þórðarson. Hann ýfðist heldur við Sunnlendinga og kveðst sjá hverra föðurbóta þeir vildu honum unna er þeir vildu síður þjóna honum en öðrum mönnum á Íslandi. En þeir gáfu ekki gaum að því. Hann hét því að þeim mundi eigi betur ganga ef þeir héldu þvílíkri stærð fram. En þó reið Þórður norður af þinginu og var heima um sumarið. En um haustið þá er skipagangur var reyndur og vitað var að Gissur kom ekki út reið Þórður suður um Kjöl með mikla sveit manna og fór um alla sveit Gissurar. Mæltu þá flestir menn ekki í móti að þjóna honum og var þeim þó hin mesta nauðung. Hann lagði og fégjöld á alla bændur og þótti þeim það léttara en þjóna opinberlega til Þórðar því að þeir voru einfaldir í sinni þjónustu við Gissur. Þórður fór ofan allt á Nes og svo upp í Borgarfjörð. Var þá kominn til hans Sæmundur Ormsson. Fór Þórður úr Borgarfirði í Dala vestur og skipti ríkjum með þeim frændum sínum Sturlu Þórðarsyni og Jóni Sturlusyni. Það gerði hann á Þorbergsstöðum. Reið hann síðan norður Laxárdalsheiði og sat á Grund um veturinn. Þann vetur gifti hann Ingunni Sturludóttur Sæmundi Ormssyni og fóru þau um sumarið austur til bús þess er Sæmundur átti þar. Gerðist hann þá ofsamaður mikill og þótti líklegur til höfðingja. Þetta sumar reið Þórður til þings og mælti þá engi maður mót honum á þingi. Guldu Sunnlendingar gjald það er Þórður lagði á þá og gekk þó allt með hinni mestu nauðung. Þetta sumar urðu þeir nokkuð missáttir Sæmundur Ormsson og Ögmundur Helgason. Kærðu þeir það fyrir Þórði og setti hann þær greinir þá niður er voru á milli þeirra og þeim bar á. Mælti þá og engi maður á móti því er Þórður vildi að væri. Sumar þetta kom út bréf Hákonar konungs til Þórðar og var honum stefnt utan. Og þar voru á nokkurar sakargiftir og átölur við Þórð um það að hann hefði meiri stund á lagið að koma landi undir sig en undir konung sem honum þótti einkamál þeirra til standa. Heinrekur biskup fylgdi og þessu að Þórður héldi eigi það er hann hefði konunginum heitið. Fóru þá í margar greinir með þeim svo að nálegt engi hlutur bar þeim saman. Svall þetta sundurþykki svo að Heinrekur brá til utanferðar þetta sumar og kom á fund Hákonar konungs. Tók hann við biskupi forkunnar vel því að hann vissi að hann hafði einarðlega fylgt hans máli á Íslandi. En biskup flutti ekki mjög mál Þórðar og kvað hann eigi efna það er hann hefði heitið, kvað konungs vilja aldrei mundu við ganga á Íslandi meðan Þórður réði svo miklu. Biskup var með konungi um veturinn og hlýddi konungur allmjög á hans sagnir. En þá var fátt þeirra manna í Noregi er mjög drægju fram hlut Þórðar nema nokkurir lögunautar hans.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.