Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 45

Þórðar saga kakala 45 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 45)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
444546

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En Þórður bjóst til utanferðar. Hann fékk ríkið til geymslu Hálfdani mági sínum og skyldi hann vera á Grund og Steinvör og börn þeirra. Þar voru og fylgdarmenn Þórðar, Kolbeinn grön og Almar Þorkelsson. Þórður gifti Þuríði Sturludóttur Eyjólfi Þorsteinssyni. Skyldu þau og vera á Grund um veturinn. En þeir fóru utan með Þórði Nikulás Oddsson, Þorsteinn Gunnarsson, Ingjaldur Geirmundarson. Fóru þeir utan í Eyjafirði. En Gissur fór utan á Eyrum og þeir með honum Önundur biskupsfrændi, Guðmundur Þórhildarson, Þorleifur hreimur. Þeir komu hvorirtveggju til Noregs um haustið og fundu Hákon konung í Björgvin og fóru hvorirtveggju með honum norður til Þrándheims því að konungurinn sat þar um veturinn. Hákon konungur lagði stefnu til mála þeirra Þórðar og Gissurar. Og á stefnunni lét Þórður lesa upp rollu langa er hann hafði látið rita um skipti þeirra Haukdæla og Sturlunga. Birtist þar á margur skaði er Þórður hafði fengið í mannalátum. Þá mælti konungurinn: Hvað flytur þú hér í mót Gissur? Hann svarar: Ekki hefi eg skrásett sagnir mínar en þó kann eg hér nokkru í móti að svara. En þó kalla eg hér einarðlega frá sagt vorum skiptum. Og þann orðróm fengu þeir báðir að menn kváðust eigi heyrt hafa einarðlegar flutt en hvor flutti sitt mál, svo margt sem í hafði orðið. Mælti og hvorgi öðrum í móti eða ósannaði annars sögn. En það þóttust menn skilja að konungurinn mundi heldur áleiðis víkja fyrir Gissuri allt það er honum þótti svo mega. Og höfðu menn það fyrir satt að það mundi mjög vera fyrir sakir mála Snorra Sturlusonar er lát hans hafði nakkvað af konunginum leitt. Þeir buðu málin öll á konungs dóm en konungur lét þá eigi festa og öngan úrskurð gerði hann á máli þeirra um veturinn. En um vorið fór konungurinn suður til Björgvinjar og báðir þeir með honum Gissur og Þórður og menn þeirra með þeim. Var þá enn talað um málin er þeir komu suður. En er Þórður kærði á um málið Snorra Sturlusonar svaraði konungurinn þar fyrir og sagði að hann átti það að bæta en bað Gissur svara öðrum málum. Þótti mönnum þá sem Hákon konungur mundi liðsinna Gissuri um allt það er honum þætti sér sóma eftir honum að mæla. Voru þeir nú báðir með konungi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.