Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 36

Þórðar saga kakala 36 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 36)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
353637

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En er á leið vorið tók mein Kolbeins að vaxa og lagðist hann í rekkju. Sá hann þá að hann var ekki fær til utanferðar. Var þá sent eftir Gissuri og kom hann norður. Tók þá að líða að um mátt Kolbeins. Vildi hann allt fá Gissuri í hendur og þeim Brandi Kolbeinssyni. En Gissur var þess eigi búinn en hét að veita Brandi frænda sínum, ef hann væri fyrir sveitum, allt slíkt gott sem hann hefði föng á og færi. Var það þá ráðs tekið að sent var vestur til Þórðar og voru þá upp gefnar sveitir fyrir norðan Öxnadalsheiði og svo öll hans föðurleifð. Skyldi hann þá selja grið í mót og játta sættum. En öll héruð fyrir vestan Öxnadalsheiði voru fengin Brandi Kolbeinssyni allt til Hrútafjarðarár. Skyldi hann veita Gissuri slíkt er hann vildi og hvor þeirra öðrum. Voru bændur í Skagafirði til Brands fúsastir þegar Kolbein leið því að hann var vinsæll af allri alþýðu. Vildi Kolbeinn og Brand helst í sinn stað. Lýsti Kolbeinn því og þá fyrir öllum mönnum þeim er þá komu að finna hann í sjúkleikanum að Brandur ætti allan þorra goðorða í Skagafirði og mikið fyrir vestan heiði þó að hann hafi mér vel unnað með að fara. Var við þetta tal Kolbeins Brandur prestur Jónsson er síðan var biskup að Hólum. Hann kom sunnan með Gissuri og var systrungur Brands Kolbeinssonar. Staðar-Kolbeinn var þar við og eggjuðu þeir báðir Brand viðtöku sveitanna. Fylgdarmannasveit Kolbeins unga báðu hann allir til að hann skyldi fyrir bindast málum þeirra. Var Brandur þá á Flugumýri en Gissur reið suður. Kolbeinn ungi andaðist það sumar Maríumessu Magðalenu. Þá var hann hálffertugur að aldri sem Arnór faðir hans og Kolbeinn Tumason föðurbróðir hans er hann var heitinn eftir. Kolbeinn var mjög harmdauði sínum mönnum og kunningjum og svo allri alþýðu í Skagafirði. Hann var færður til Hóla út og grafinn fyrir kirkjudyrum hjá Kolbeini Tumasyni.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.