Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 30

Þórðar saga kakala 30 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 30)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
293031

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Tekst nú harður bardagi og í fyrstu með grjóti og skotum. Skutu menn Þórðar svo hart að þeir Kolbeinn fengu eigi annað gert en hlífa sér um hríð. Hallaðist þá bardaginn á Norðlendinga. Kom það mest tveggja hluta vegna, að Kolbeins menn höfðu grjót eigi meira en lítið á tveim skipum en Þórðar menn höfðu hlaðið hvert skip af grjóti, hinn annar að á skipum Kolbeins voru fáir einir menn þeir er nokkuð kunnu að gera á skipum, það er þeim væri gagn að, en á Þórðar skipum var hver maður öðrum kænni. Nú má það skilja að með þvílíkum atburðum má sigurinn skipast með auðnu milli höfðingjanna. En eigi olli það að eigi hefðu hvorirtveggju mart hið besta mannval. En áður grjóthríðinni var lokið þá hrukku Kolbeins menn flestir allir á sínum skipum aftur um siglu. Eggjaði Þórður þá fast sína menn að þeir skyldu greiða uppgöngur. Eyjólfur Eyjólfsson og Nikulás Oddsson og Sigmundur Gunnarsson gengu fyrstir manna upp á skip Kolbeins. En er Kolbeinn og hans menn sáu það þá hertu þeir að þeim og báru þá alla fyrir borð á spjótum. Voru þeir þá dregnir af sundi upp á skip sín. Eftir það tók bardaginn að festast og var þá ákaflega barist og mest um stafna er fættist grjótið. Tókst þá mannfall megnt og hallaðist það mest í lið Kolbeins. Gekk og engi jafndjarflega fram af Þórðar mönnum sem hann sjálfur svo sem segir Ingjaldur Geirmundarson í Atlöguflokki þeim er hann orti um bardagann á Flóa. Nú er þetta því merkilegt að Ingjaldur var þar í bardaganum og orti þetta kvæði þegar um veturinn eftir: Þetta enn: Taka nú skipin að leggja sem næst hvert öðru til höggorustunnar. Tókst þeim Kolbeini ógreitt atlagan svo að eigi komst fram það hið mikla skipið er sjálfur hann var á og enn fleiri hin stærri skipin þeirra og varð því á bugur nokkur á fylkingu þeirra og hallaðist í þessari svipan bardaginn í lið Kolbeins. Hann hafði sig lengstum lítt við orustuna um daginn. Báru til þess tveir hlutir, sá annar að hann þóttist hafa liðskost gnógan en sá annar að hann var heill lítt og þótti honum sér varla hent að ganga í stórerfiði. En allir menn vissu að Kolbeinn var hinn fræknasti maður og höfuðkempa til vopna sinna. Stóð hann við siglu á kastalanum og skipaði þaðan til atlögu. En er hann sá að eigi var víst að svo búið hlýddi þá hét hann á sína menn og biður suma ganga af sínu skipi og á þau skipin er lá við að hroðin mundu verða. En Hjalti Helgason úr Leirhöfn bað hann leggja sitt skip á skut skipi Þórðar. Og enn hét hann á fleiri skipstjórnarmenn að leggja skyldu á skut vestanmönnum og gera hring að þeim. Er það og eigi meðalskömm, segir hann, ef þeir skulu vinna yður með þeim hinum smám og hinum fám skipum er þeir hafa móti þeim mikla skipaafla er vér höfum að dregið. Leysa þeir nú skipin úr tengslum og fara svo að sem Kolbeinn hafði fyrir sagt. En nú var áður svo komið orustunni að þeir menn af liði Þórðar sem fræknastir voru höfðu þá greiddar uppgöngur en sumir ætluðu þá að ganga upp á skip þeirra Kolbeins. Og hér urðu nú margir hlutir jafnsnemma, þeir er mikillar frásagnar eru verðir en nú verður þó um einhverja fyrst að tala. Verður þessi hríð mjög skaðsöm í liði Kolbeins áður en hið snarpasta mannvalið Kolbeins kom þeim Þórði í opna skjöldu en þeir Þórður höfðu eydd aftan skip sín mjög og var allur þorri mannanna kominn fram um siglu. Og þá er kall kom á skip Þórðar að tveggja vegna væri að þeim sótt urðu þeir þá við hvorutveggja að sjá. Gekk þá Þórður aftur á skip sitt og svo gerðu nú margir hans menn. En Þórður hafði lítið deildarlið. Eggjar hann þá að þeir rækju af sér þá fyrst hina óþarflegu bakhjarla er þá voru búnir þeim til óhaglegra íhöggva. Bað Þórður þá þegar að þeir gengju upp á skip Hjalta. Varð þar lítil viðtaka áður uppgöngur tókust. Gekk sá maður fyrst upp er Aron hét og var sonur Halldórs Ragnheiðarsonar, þar næst Þórður sjálfur. Lagði Þórður til Hjalta í gegnum brynjuna og sjálfan hann og nisti hann svo dauðan út við borðinu. Ruddist það skip svo vandlega að nálega var hver maður drepinn eða fyrir borð rekinn. Varð og fám einum af sundi hólpið. En meðan Þórður hafði þetta að starfa þá höfðu Kolbeins menn komið stafnljám á skip hans og dregið það fram milli skipa sinna. Féllu þeir þar Ánn Áskelsson og Snorri Loftsson og Steinólfur Þorbjarnarson í stafni á skipi Þórðar og vildi engi þeirra flýja. Fjórði maður féll þar, Klemet, og særðu hann bæði Kolbeins menn og Þórðar menn. En allir aðrir flýðu á þau skip er næst lágu. Tókust þá hlaup mikil milli skipanna. En er Kolbeins menn gengu upp á skip Þórðar þá gerðist þeim ávinnt er næstir lágu. En í þenna tíma höfðu þeir Kolbeinn grön og Teitur Styrmisson og margir menn greiddar uppgöngur á skip Kolbeins unga. Og er til komu heimamenn Kolbeins þeir er hann sendi til af sínu skipi þá voru þeir Teitur og Kolbeinn bornir ofurliði og reknir fyrir borð og komust nauðulega aftur til sinna manna. Og var þá bardagi hinn ákafasti og komu Kolbeins menn stafnljám á skip Teits og drógu fram á millum sinna skipa. Og í þeirri hríð voru særðir þeir Teitur og Ásgrímur baulufótur og allur þorri manna á því skipi flýði. Hljóp Teitur þá á skip Kolbeins Dufgussonar. Varð það svo hlaðið og þröngt að inn féll um háreiðarnar og söxin. Hljóp þá meginþorri á skip Sanda-Bárðar. Tók nú bardaginn að losna og hljópu menn nú títt í millum skipanna. En er Þórður ætlaði aftur á sitt skip þá sá hann að skipið var autt af hans mönnum en hann hafði þá eigi liðskost til að sækja það. Gekk hann þá á skip Svarthöfða og dvaldist þar um hríð. En þá er hann sá að þeir Nikulás Oddsson og Eyjólfur Eyjólfsson og öll þeirra sveit var hrokkin aftur um siglu á Ógnarbrandinum og þar var þá búið til uppgöngu. Hljóp hann þá upp á skipið til þeirra og eggjar ákaflega að þeir skyldu herða sig. Hleypur hann þá fyrstur allra manna fram í stafn og hefir skjöld yfir höfði sér en sverð í annarri hendi. Fylgja þeir honum þá alldjarflega og verður nú hið snarpasta él og verða nú hvorirtveggju sárir. Höfðu Kolbeins menn áður komið akkeri í stafninn á því skipinu. Gengu þeir Þórður þá svo skörulega fram að í þessu slagi komu þeir af sér akkerinu. Og þá kenna þeir norðanmennirnir Þórð. Eggjar þá hver annan að hann skyldi þá eigi undan komast er hann var svo mjög kominn í greipur þeim. Þórður svaraði: Rétt kennið þér, sagði hann, og sækið nú að fast fyrir því að sannlega skal yður óragur reynast í dag fyrirmaðurinn Vestfirðinga. Segir mér og svo hugur um að aldregi síðan munuð þér í jafnvænt efni við mig leggja. Knýjast þeir nú að fast norðanmennirnir. Drífur nú og þangað til af öðrum skipunum Þórðar fólkið það er fræknast var. Lauk svo þessari hríð að engi var ósár þeirra manna er fram höfðu gengið með Þórði. Finna þeir þá eigi fyrr, er aftur voru á skipinu, en vaxa tók austurinn. Bað þá Sigmundur Gunnarsson að ausa skyldi. Eftir sókn þessa losnaði heldur bardaginn víðast á skipunum. Tóku nú teinæringarnir allir að höggva sig úr tengslum nema þeir Helgi Halldórsson. Flýði Jón Álftmýringur fyrst manna og nokkuru síðar Bárður Hjörleifsson, þar næst Sigurður vegglágur. Þá kallaði Svarthöfði á Sigurð og bað hann að leggja. Hann gerði svo. Gekk þá Svarthöfði þar á skip og Hrafn snati og nokkurir menn aðrir. Svarthöfði bað og Hrafn mág sinn fara með sér. Hrafn spurði hvað hann vissi til Þórðar. Hann kveðst ekki til hans vita. Hrafn bað hann þá fara sem honum líkaði en hér er nú Óttar snoppulangur bróðurbani þinn. Svarthöfði kveðst ekki það hirða, sagði að unninn mundi sá sigurinn að sinni er auðið var. Hafði Svarthöfði þá fengið stór sár og vissi Hrafn það eigi. Reru þeir Svarthöfði þá frá og til lands. En er Teitur var af stokkinn skipi sínu þá gengu Kolbeins menn þar upp. Var þá óður vopnaburður á skipinu Kolbeins Dufgussonar svo að menn héldust eigi við. Flýðu menn þá svo gjörsamlega af því skipi að Kolbeinn stóð einn eftir. Tóku þá menn hans og drógu hann öfgan milli skipanna til sín og í því fékk hann fjögur sár, þrjú í lærið og voru tvö í gegnum lærið en eitt í ilina neðan og skar út í klaufina við þumaltána og varð það sár mikið. Þeir Ketill Guðmundarson og Almar Þorkelsson lögðu alldjarflega fram svo Bjarni Brandsson og Páll grís héldust einir best við. En frálagan tókst þeim giftusamlega. Sanda-Bárður hafði skip borðmest og lagði vel fram. Sótti þangað flest mannanna er helst þótti hléið. Fundu þeir Bárður og hans félagar eigi fyrr en skipið var svo hlaðið að við því var búið að sökkva mundi undir þeim. Var í þessari svipan allri saman mest sú orustan að kastað var handsöxum og bolöxum í milli skipanna, skotið selskutlum og hvaljárnum og barið öllu því er til fékkst, bæði beitiásum og árahlummum. Var þá bæði að flestir menn voru nokkvað tannsárir, tók þá og flestum heldur að leiðast höggorustan og leituðu flestir menn sér að hafa heldur hættuminna, þess er þeir verðu sig vel frýju. En á því skipinu er þeir Þórður voru á staddir þá urðu menn þar að standa í austri og var við sjálft að eigi mundi varið verða. Finna þeir nú að skipið var meitt neðan. Biðja þeir Sigmundur og Nikulás að hafa í árarnar og leggja frá. En er Þórður varð þessa var þá bað hann þá eigi verða að undri og flýja þegar bardagann. Þeir sögðu að sum skipin voru flúin en þetta skip er nálega meitt til ófærs. En öll önnur skip sögðu þeir búin að flýja og frá að leggja. En Þórður trúði eigi fyrr en hann gekk sjálfur til að sjá austurinn. En þeir létu meðan síga skipið á hömlu og snúa því næst. En þegar er lið Þórðar sá af öðrum skipum að hann lagði frá þá hét hver skipstjórnarmaður á sína liðsmenn að leysa sig úr flotanum og flýr nú hvert skipið sem skjótast verður búið. Hér um kvað Ingjaldur: Hér segir Ingjaldur og það hversu mörg skip hruðust af Kolbeini í þessum bardaga: Og enn segir Ingjaldur frá liðsmun: En er snúið var skipinu Þórðar kallaði hann til Hrafns Oddssonar, biður hann fá sér menn nokkura. Hrafn sagði að þeir þóttust hvergi of margir. En þó hljóp Hrafn þá á skipið til Þórðar og þá hljópu fjórir menn eftir honum. Héldu þeir þá til lands inn og svo hver sem búinn var. Var þá umræða mikil á skipi Þórðar hversu langur bardaginn hefði verið. Kom það ásamt með þeim að þá mundi sól vera nær miðju landsuðri. En þá var lágur veggur undir sólinni er þeir fundust. Var Þórður þá allhugsjúkur því að þeir söknuðu fyrir víst þá skipsins Sanda-Bárðar og svo Trékyllisins er Bjarni Brandsson stýrði. Hugðu menn að því mundi Kolbeinn ekki reka flóttann að þeir mundu hafa þessi skip í sínu valdi. Þeir Bárður höfðu látið árarnar allar nema fjórar einar. Lagði þá Bjarni að þeim og tók af þeim nær þrjá tigu manna en fékk þeim árar svo að þeir voru vel færir. Reru þá undan allir samt. Kolbeins menn reru eftir þeim á tveim skipum litlum og þorðu eigi á þá að ráða er þeir komu eftir og sneru aftur til flotans. Lágu þeir Kolbeinn þar á hafinu og biðu hafgolu því að ferjurnar voru þungar í róðri.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.