Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 29

Þórðar saga kakala 29 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 29)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
282930

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá er Kolbeinn var búinn til burtlögu þá varð það til tíðinda að menn komu til hans sunnan um land og segja honum þau tíðindi að Gissur Þorvaldsson var út kominn suður á Eyrum og stefndi fund við Kolbein. En Kolbeinn segir að hann var þá búinn til ferðar þeirrar er hann vildi fyrir engan mun bregða. Það var Jónsmessudag sjálfan að Kolbeinn sigldi út fyrir Skaga og svo vestur á Flóa. Hafði hann þá tuttugu skip og nær ellefu tigum hins fjórða hundraðs manna. Kolbeinn sjálfur stýrði því skipi er nær var haffæranda og var þrennum bitum útbitað. Þar var og kastali á við siglu. Öðru skipi stýrði Ásbjörn Illugason. Sökku-Guðmundur stýrði mikilli ferju. Ketill Gnúpsson og þeir Grímseyingar höfðu enn mikið skip. Hjalti Helgason úr Leirhöfn stýrði mikilli ferju. Hrani Koðránsson var enn skipstjórnarmaður. Einar dragi stýrði enn einu skipi. Óttar snoppulangur hafði ferju. Víga-Bútur stýrði mikilli ferju. En þó vér teljum eigi alla skipstjórnarmenn norðan þá hafði Kolbeinn marga hina röskustu menn setta á hvert skip. Mátti svo að kveða að öll skip Kolbeins væru alskjölduð framan við siglu. Höfðu engir menn séð á voru landi þvílíkan herbúnað á skipum. Sigldi Kolbeinn svo útleið vestur á Flóa og ætlaði eigi fyrr við land að koma en fyrir vestan Horn. Nú er frá því að segja að Þórður sigldi vestan á Flóa. Og er þeir voru komnir á miðjan flóann þá mælti maður á skipi Ketils Guðmundarsonar er Þorgeir hét og var kallaður krúnusylgja, hann leit til hafs út og spurði hvort selar lægju á ísinum. Og er fleiri menn sjá þetta segja þeir að þar sigldu skip Kolbeins. Voru þá felld seglin. Tóku menn þá ráðagerðir. Mæltu flestir að þá skyldi þegar róa út að þeim því að þá féll veðrið í logn. En sumum þótti það ófært fyrir þá sök að allir sáu að mikill mundi liðsmunur vera. Var það þá ráð vitra manna að heita nokkuru. Þá hét Þórður á guð almáttkan og heilaga Maríu móður guðs og hinn helga Ólaf konung til árnaðarorðs. Var því heitið að allir menn þeir er þar voru með Þórði skyldu vatna allar föstunætur innan þeirra tólf mánaða og fasta laugardaga alla til vetrar fram og láta kaupa tólf mánaða tíðir fyrir sál Haralds konungs Sigurðarsonar. Þá var fest heitið með handtaki. Eftir það bað Þórður menn búast til róðrar. Var þá þegar skipað hversu skipunum skyldi framan leggja. Var þá tekinn róður út eftir Flóa til móts við þá þegar er þeir voru búnir. En er Kolbeins menn sáu að skip Þórðar reru innan á flóann þá lægðu þeir seglin og lögðu skipin saman í tengsl. Var það nær Skaga en Horni. En það var í þann tíma dægra er sól var skammt farin um morguninn. Kolbeinn lagði skip sitt mjög í miðjan flotann. Skip Sökku-Guðmundar lá næst Skaga en skip Ásbjarnar Illugasonar lá í annan arminn næst Horni. Sneru þeir Kolbeinn framstöfnum á land inn. En er Þórður kom í skotmál við skip Kolbeins bað hann þá leggja sín skip í tengsl og greiða atróður. Var svo skipað að Ógnarbrandurinn er Nikulás Oddsson stýrði var næstur Horni í móti skipi Ásbjarnar Illugasonar en þar næst lagði Þórður sínu skipi. En þá var skip Helga Halldórssonar, þá var skip Teits Styrmissonar. En í annan arminn móts við skip Sökku-Guðmundar var skip Sanda-Bárðar. En þar í milli lögðu menn fram skipum sínum sem drengskap höfðu til. Eftir þetta gekk Þórður í framstafn á skipi sínu. Og er hljóð fékkst þá talaði hann og bauð Eyfirðingum og öllum mönnum fyrir norðan Öxnadalsheiði grið. En er Kolbeins menn heyrðu hversu horfði talið þá þótti þeim eigi örvænt að nokkuð mundu digna hugir manna þeirra sumra er frændur sína höfðu látið á Örlygsstöðum og þá voru enn óbættir. Þá svarar einn af Kolbeins mönnum, bað óvininn þegja og kvað aldrei sættast skyldu: Muntu fara slíka för sem Tumi bróðir þinn fór í vor á Hólum og því verri sem þú færir þig sjálfur til beinalagsins. Eftir það æptu hvorirtveggju heróp og tókst þá bardaginn og var fyrst vakinn af Kolbeins mönnum með skotum og grjótkasti og var það hörð hríð áður skipin komu saman og hvorir komu stafnljám á skip annarra.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.