Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 25

Þórðar saga kakala 25 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 25)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
242526

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Kolbeinn sendi Brand Kolbeinsson og Brodda Þorleifsson mág sinn og Hafur Bjarnarson til Dala. Riðu þeir ofan Laxárdal og höfðu á öðru hundraði manna. Þeir komu á Dönustaði og var þar ekki manna heima. Brandur fór og hans sveit fyrir norðan ána ofan og voru menn hvergi heima því að njósn hafði komið, sú er Þórður víti hafði gert. En þeir Broddi og Hafur riðu fyrir sunnan ána og komu í Gröf og hljópu þar inn. Þar bjó þá Jón son Páls Mássonar. Hann hafði skeint sig og lá í rekkju. Og særðu þeir hann til ólífis og dó hann af þeim sárum um sumarið. Þaðan riðu þeir á Leiðólfsstaði. Þar bjó Hallur son Halls Hallssonar. Hann hafði farið á fjall um nóttina. Var hann þá kominn til matar. En er hann var mettur bað móðir konu hans hann verða í brottu, kvað þar fara óvina fylgjur. Hann kvað sig syfja mjög. Og er hann vildi upp standa féll hann af út sofinn. Þá var morgnað. Litlu síðar komu þeir Broddi þar og brutu upp hurðina og hljópu inn. Hallur varð allvel við og varði sig drengilega. Hann hörfaði undan til fjóss og fékk lag í gegnum hið efra holið. Síðan komst hann út fjósdyr og stefndi ofan til ár. Hún var óreið. Þeir riðu þá eftir honum og höfðu hesta góða. Tóku þeir hann niðri í mýrunum og særðu hann þá enn mörgum sárum til bana. Eftir það riðu þeir á Höskuldsstaði og hljópu þar inn. Gunnlaugur bóndi lá í utanverðum skála og húsfreyja en öðrum megin gegnt lágu þeir Ari son hans og Þórður son Lauga-Snorra. Þeir sneru að því rúminu og lögðu sverðum upp í rúmið og skeindist Þórður á fæti. Síðan tóku þeir þá og leiddu út að hárinu. Var Ari þá lostinn í andlitið með buklara og varð hann sár af því. En þeir lögðu fetil á hönd Þórði og ætluðu af að höggva áður Þorbjörn Sælendingur og Þorsteinn lýsuknappur bróðir hans fengu grið til handa öllum þeim því að þar voru tengdir í millum. Síðan létu þeir Þórð ríða til vaðs með sér. Og er þeir komu í Hjarðarholt voru þeir Brandur þar fyrir og voru í svefni og höfðu þeir á öngum mönnum þá unnið. Björn var eigi heima og hvergi karlar á bæjum. Riðu þeir Brandur þá inn til Hvamms og sáu þar mann undir hlíðinni upp frá Akri. Var þar Þorleifur son Gils Þorleifssonar. Hann vildi hlaupa undan og í fjallið er hann sá þá. En þá kom á hann herfjötur og kunni hann ekki að ganga nema í móti þeim og þó seint. En er þeir fundu hann vógu þeir hann. Sneru þeir þá upp til Tungu og komu þar mjög á óvart og komst Helga húsfreyja kona Sturlu nauðulega í kirkju með Snorra son sinn er þá var fjögurra vikna. En þeir unnu á þeim manni er Valbjörn hét, særðu hann þremur sárum og rændu þar til tuttugu hundraða með því er spillt var. Kerling ein var þar í Tungu með Jóreiði húsfreyju. Hún kvað vísu þessa um þá flokksmenn: Síðan riðu þeir til Saurbæjar hvorirtveggju. Leituðu þeir Sturlu í kirkju í Tungu og svo að Staðarhóli er þeir komu þar. Þeir riðu á Bjarnarstaði og eltu þar í fjall upp Þorfinn í Múla og Þjóðólf Þorgeirsson. Þeir fundust í Tjaldanesi og þeir er Svínadal höfðu riðið. Riðu þaðan inn til Kleifa og þar fundust þeir Kolbeinn allir og höfðu drepið þrettán menn í þessi ferð en særða marga. Eftir það riðu þeir til Hrútafjarðar. Loðinn hét maður er bjó að Fjarðarhorni. Hann ginntu þeir úr bænhúsi og fóthjuggu. En hér eftir þessi verk reið Kolbeinn heim á Flugumýri og undi vel við ferð sína og þótti sjá verið hafa hin mesta herferð. Eftir dráp Tuma sigldu menn hans vestur til Flateyjar. Var þaðan ger njósn vestur í Arnarfjörð. Var Þórði sú sögn borinn að Tumi mundi vera í kirkju en Kolbeinn sæti um kirkjuna. Þórður bað menn sína þegar herklæðast og ganga til skips. Var ýtt skipinu og kafði þegar fyrir hvassviðri og gengu menn þá heim aftur. Hét Þórður þá á guð að veðrið skyldi lægja og jafnskjótt féll veðrið. Fór Þórður þá á skipi inn til Otradals. Voru þar þá komnir menn af Barðaströnd og sögðu þeir öll tíðindi þau er gerst höfðu í ferðum þeirra Kolbeins og svo það með að Þuríður Ormsdóttir var komin í Flatey með son þeirra Tuma er Sighvatur hét og vildi hún finna Þórð sem fyrst. Fór hann þá að finna hana sem hvatast í Flatey. Komu þá og innan úr Króksfirði menn Þórðar. Þeir höfðu handtekið mann er Loðinn hét og var Ingimundarson. Hann hafði verið með Kolbeini í Hólaferð. Lét Þórður leiða hann norður í Ferjuvog og fékk til þann mann er Þorkell hét að vega hann. Hann var bróðir Ásbjarnar Guðmundarsonar og Gríms. Þuríður spurði Þórð að um fé það er þeir Tumi höfðu átt, hversu hann vildi því skipta. Þórður kveðst ætla að það mundi lítið til skiptis þó að þeir hefðu átt þar lönd nokkur báðir samt í Dölum. Þykir mér það ráð, sagði hann, að þú hafir fé það er við eigum í þessum sveitum en eg hitt sem fæst af félagi okkru Kolbeins. Og því játaði hún og þau handsöl áttust þau við. Þótti Þuríði þetta gert af ástúð við sig. Skyldu þar og undirskild öll mannaforráð, ef til þyrfti að taka, þau er Sighvatur hafði átt. Var Nikulás Oddsson vottur og Teitur Styrmisson, Kolbeinn grön, Hrafn Oddsson og margir aðrir. Fékk Þórður af þessu gott orð af alþýðu. Þótti öllum mönnum honum þetta vel fara. Eftir þetta fór Þuríður Ormsdóttir til Sauðafells og var þar vistum hin næstu misseri eftir. Þórður fór þaðan vestur í fjörðu en sendi suður Ingjald Geirmundarson til Borgarfjarðar að vitja heita þeirra er þeir Sturla Þórðarson og Böðvar og Þorleifur höfðu honum heitið um haustið á Ferjubakka að þeir skyldu veita honum til laga á þingi. En er Ingjaldur fann Þorleif og þá bræður gengu þeir úr skugga um það að þeir mundu eigi til þings ríða með Þórði. Fór þeim svo sem mörgum öðrum að minna þótti fyrir að heita Þórði liði en að ganga í deilur við Kolbein. Og er þeir gengu úr þessu máli þá sagði Sturla það sem satt var að þeir Þórður hefðu engan afla til þingreiðar móti fjölmenni Kolbeins og Sunnlendinga en þó kvaðst hann vilja veita Þórði slíkt allt sem hann mætti. Eftir þetta fór Ingjaldur vestur í fjörðu. Segir hann Þórði til svo búins. Og þenna hinn sama vetur sendi Kolbeinn Einar draga með nokkura menn norður á Langanes að drepa þá Blasíussonu. Gerðist þá svo að Eyfirðingum og þeim er verið höfðu vinir Sighvats þótti þungt undir að búa þeim afarkostum er menn urðu þá að þola af Kolbeini í manndrápum og ránum. Kom þá svo að þeir gerðu Þórði orð að þeir mundu honum veita ef hann kæmi með nokkurn afla norður þangað til móts við þá.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.