Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 24

Þórðar saga kakala 24 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 24)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
232425

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Á Hólum var það tíðinda þá er þeir Þorgeir komu með njósnina, sendi Tumi þá Björn á njósn. Hann lét og flota skipi miklu er þar var og ætlaði þar á að ganga ef tóm yrði til. Þar var kominn Böðvar Oddason og Þórálfur Kolbeinsson með honum og voru þeir þá farnir út á Miðjanes. Sendi Tumi þá eftir þeim og fóru þeir aftur á Hóla. Þar var margt manna fyrir og gengu þeir til matar um kveldið. Voru menn á húsum uppi á verði, Árni Snorrason og Þorsteinn djákni tittlingur. En er þeir höfðu matast um hríð þá kallaði Árni að menn riðu innan hjá Miðhúsum. Og er þeir riðu innan frá Miðhúsum þá voru menn úti á Hólum og þrættu um hvort vera mundi fénaður eða mannareið. Sýndist þeim er feigir voru að fénaður væri en konur sögðu að mannareið var. Þetta var týsdag fjórum nóttum fyrir Jónsmessu biskups. Tumi kvað þá Björn mundu þar fara. Þá var kallað að fleiri væru mennirnir. Tumi kvað þar mundu vera Króksfirðinga er hann hafði þangað stefnt. Þá var kallað að ófriður væri og sagt að sumir væru komnir til Kjarrbólagarðs en sumir á skeiðið. Þeir Tumi hljópu þá upp og út. Urðu þeir Tumi eigi fyrr búnir brott af bænum en hinir komu hið neðra gegnt Hólum en sumir innan að garði, sumir til skips en sumir af vellinum. Sumir hljópu til kirkju og fóru sundurlaust nær sér hver. Bárður Snorrason er kallaður var Skarðsprestur komst skammt af vellinum. Var hann veginn skammt frá stöðli. Hann hafði leiddan inn hjá sér hest sinn og réð til þrisvar á bak að hlaupa, er hann var manna best hestfær, og komst öngvan veg upp. Hann hafði fengið á Örlygsstöðum tólf sár en nú þrettánda áður hann lést. Guðmundur biskup hafði vígðan hann til messudjákna. Og er hann var nývígður tók biskup hendi sinni í höfuð honum og mælti: Ekki mun þig, son minn, saka í höfuðið. Og var það svo. Hann var særður þrettán sárum og kom ekki í höfuðið. Stefán Bjarnarson vann á honum. Skammt þaðan var tekinn Böðvar frá Hvoli. Og kom fyrst að honum Þorsteinn göltur Illugason og tók Böðvar annarri hendi um háls honum en annarri milli fótanna og skaut honum að höfði í keldu eina. Þá kom að Ásbjörn Illugason og lagði hann með spjóti til bana og fleiri unnu þeir á honum. Þórálfur Kolbeinsson var særður til ólífis skammt þaðan í frá og fékk hann komist heim. Þorgeir stafsendir var þar fundinn ofan í mýrina og kom Ögmundur vandræðamágur eftir honum og hjó Þorgeir á bæði lærin áður hann komst af baki og varð hann ekki sár. Síðan komu fleiri að og sóttu hann en hann hjó sem hann horfði. Þeir unnu þó fleiri á honum en Ögmundur bar sér vígið. Grímur son Guðmundar Sólómonssonar var særður til ólífis skammt frá Biskupsbrunni og skreið hann í brunninn um nóttina og var heim færður um morguninn og fékk alla þjónustu. Árni Snorrason komst lengst í mýrarnar. Og var hann þar veginn og höfðu þeir heim höfuð hans með sér. Hjálmur af Víðivöllum og Ásgrímur Ormsson og Stefán tóku Tuma höndum og var hann lítt sár- Stefán þessi var bróðir Þórarins balta- og fluttu hann heim. Var hann lagður undir kirkjugarð. Þorkell dráttarhamar var þar fyrir, frændi hans, og gáfu þeir honum grið. Kolbeinn var í stofu þá er Tumi kom heim. Gekk hann þá út til kirkjugarðsins. Tumi settist upp og bað sér griða og bauð utanferð sína og það er Kolbeinn vildi þiggja. En Kolbeinn þagði og allir aðrir um hríð. Skagfirðingar báðu hann hafa slík grið sem bræður hans höfðu haft á Örlygsstöðum. Þá mælti einn maður: Ekki mun þurfa um sættir að leita. Kolbeinn gekk þá frá og kvaddi til Þórarin grautnef að vega að honum. Tumi skriftaðist og mæltist vel fyrir. Síðan var hann leiddur suður frá kirkjugarði og höggvinn. Kastaði hann sér niður áður hann var veginn. Kolbeinn var á Hólum um nóttina og rændu þeir hrossum og lausafé öllu. Riðu síðan brott eftir það og til Kleifa. Prestar tóku lík Tuma er hann var veginn og unnu því.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.