Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 23

Þórðar saga kakala 23 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 23)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um vorið í páskaviku átti Kolbeinn fjölmennan fund. Komu þar til Eyfirðingar. Sagði Kolbeinn þá öllum vinum sínum að þeir skyldu svo við búast að hann mun ríða vestur á sveitir þegar eftir páskaviku. Stefndi hann Eyfirðingum norðan að nefndum degi til móts við sig. Kom norðan Hallur af Möðruvöllum, Þorvarður Þórðarson úr Saurbæ, Þorvarður Örnólfsson úr Miklagarði, Guðmundur Gilsson undan Hvassafelli. En er þeir komu vestur í Skagafjörð þá var þar lið saman dregið. Réðust þeir þá til ferðar með Kolbeini Brandur Kolbeinsson frá Stað, og Broddi Þorleifsson mágur hans. Riðu þeir þá með flokkinn vestur til Langadals. Voru þar þá menn upp teknir og svo allt vestur til Miðfjarðar. Reið Kolbeinn þá vestur til Hrútafjarðar til Staðar og þar áðu þeir og höfðu þá þrjú hundruð manna. Skipti Kolbeinn þá í tvo staði liði sínu. Setti hann höfðingja yfir aðra sveitina Brand Kolbeinsson og Brodda Þorleifsson. Riðu þeir til Laxárdals. Bað hann þá fara hermannlega og muna Vatnsdalsför. Var þá nefndur til Sturla Þórðarson að þeir skyldu hann drepa ef þeir næðu honum og Björn drumb Dufgusson. Kolbeinn lýsti því að hann mundi ríða með sína sveit að Tuma Sighvatssyni á Reykjahóla og skyldu þeir finnast í Gilsfjarðarbotni þá er þeir riðu norður aftur. En er þeir riðu yfir vöðla á Hrútafirði þá sáu menn reið þeirra fyrir vestan fjörðinn. Hljópu menn þá vestur til Dala og svo vestur til Saurbæjar. Fór þá Sturla vestur til eyja en Böðvar frá Hvoli og Þorgeir stafsendir og Hallur úr Tjaldanesi fóru yfir á Hóla og sögðu Tuma að ófriðar var von. Tumi brá við skjótt og lét setja fram skip og fékk þar menn til gæslu að eigi skyldi uppi fjara. En Björn Dufgusson kægil sendi hann inn í Króksfjörð og Þorkel Árnason og Halldór barm. Skyldu þeir þar halda hestvörð. Þeir riðu á bæ þann er að Tindum heitir. Þar bjó þá Þórður Gilsson. Þaðan máttu þeir sjá inn fyrir Króksfjarðarmúla. Héldu þeir þar vörð. Nú verður þar til að taka er fyrr var frá horfið að Kolbeinn reið út með Hrútafirði. Og er hann kom í Bæ til Torfa þá hljóp Gils son hans út og vildi gera njósn nábúum sínum. En þeir Kolbeinn sáu hann og riðu þeir eftir honum. Gegnir Illugason kom fyrst að honum og lagði þegar í gegnum hann. Þar lést Gils. Þótti þetta verk allillt því að þeir feðgar voru vandlega saklausir. Þeir Kolbeinn riðu það kveld í Bitru og tóku þar alla bæi um nóttina. En um morguninn eftir riðu þeir til Kleifa og fengu þar sannar fréttir að njósn var allt gengin fyrir þeim á Reykjahóla. Þá sögðu margir að eigi mundi ríða þurfa lengra og báðu að aftur væri horfið, kváðu Tuma eigi mundu heima vera. Kolbeinn kvað ríða skyldu allt að einu, sagði Tuma heima mundu ef hann væri feigur. Riðu þeir þá út með Gilsfirði. Þá bjó í Garpsdal Gunnsteinn Hallsson og Vigfús son hans. Þeir Kolbeinn létu þar alla hluti í friði en hvergi annars staðar og renndu menn grunum á fyrir hvað þetta var. Annan dag viku riðu þeir í Gilsfjarðarmúla og þar særðu þeir til ólífis Jón son Halls Hallssonar. Þeir riðu í Garpsdal og gerðu þar engar óspektir en þar létu þeir eftir nær sex tigu manna. Þeir komu á Gróstaði. Þá mælti kona sú er Helga hét Jónsdóttir einmæli við Kolbein. Eftir það hreykti hann hestinn og kvað konuna vel segja. Þeir fundu fyrir Króksfjarðarmúla Halldór hornfisk og Ingiríði konu hans og Ólaf Brandsson. Gísli Barkarson reið fyrir. Hann bað Halldóri griða og kvað hann frænda Vigfúss. Kolbeinn spurði hann hvar njósnarmenn Tuma væru. Halldór kvað þá vera að Tindum og munu feigir, sagði hann. Þeir lustu Ólaf með öxi. Veður var kafþykkt og drífanda og mátti skammt sjá. Að Tindum í Króksfirði voru njósnarmenn Tuma með hestvörð, þeir Björn kægill og Halldór barmur, Þorkell Árnason. Þeir sváfu í skála og voru vaktir er þeir Kolbeinn riðu í tún og komust út. Hljóp Björn inni á hestinn og reið út og í fjall upp og reið í dý og lét þar hestinn og rann þeim hvarf. Halldór komst seint á bak. Var hann veginn við húsin sjálf en Þorkell Bitru-Keli komst upp í tindinn og varðist þar drengilega. Þá komu sumir á bak honum í skarðið og vógu hann þar. En er Björn hugði að flokkurinn mundi um riðinn sneri hann úr fjallinu og ætlaði til skips er hann vissi að flaut undir bökkunum niðri. Hann hljóp í hendur þeim og tók Bersi Tumason hann. Þá kom Kolbeinn að, spurði hver þar væri. Þá var Björn kenndur. Kolbeinn bað drepa hann. Óttar snoppulangur vó hann. Þá riðu þeir til Kambs og þá Magnús grið af orðum Halls af Möðruvöllum. Ríða þeir þá fram í Króksfjörð til Bæjar. Þar bjó sá maður er Steinn hét og var Arason. Ari hét son hans og var hann nær tvítugum manni. Þeir feðgar sátu í stofu og gekk Ari Steinsson út er hann heyrði gnýinn og talaði við Hall Jónsson. Þá hljóp að Þorvarður matkrákur og hjó á höndina og í sundur handlegginn uppi í aflvöðvanum. Ari gekk inn og ristu konur klæði af honum. Steinn faðir hans sat öðrum megin í bekk og hafði lagið hendur á víxl á kné sér. Þá kom Matkrákur í stofuna og hjó með sverði á báðar hendurnar og af aðra en önnur loddi við og varð aldrei nýt. Síðan riðu þeir á Gillastaði og þar bjó Halldór Einarsson. Hann hljóp til vopna er hann heyrði gnýinn af reiðinni og brá sverði en þeir særðu hann til ólífis. Þaðan riðu þeir til Reykjaness.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.