Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 22

Þórðar saga kakala 22 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 22)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
212223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þenna vetur hinn sama eftir jól bjó Þórður ferð sína vestan af Mýrum og fór norður til Ísafjarðar en hann sendi Hrafn Oddsson og Svarthöfða suður til Dala að segja vinum sínum að hann ætlaði að ríða norður til Skagafjarðar. Í þenna tíma tók að sækja svo mjög að Kolbeini unga það mikla mein er hann tók eftir Örlygsstaðafund. Það sótti hann svo fast að hann varð löngum banvænn af. En þenna hinn sama vetur stefndi hann fjölmennan fund í Geldingaholti. Komu þar til allir hinir stærstu bændur í Norðlendingafjórðungi. Bauð Kolbeinn bóndum tvo kosti, talaði langt erindi og sagði deili á um vandræði þeirra Þórðar. Taldi þá upp mannalát þau er hvor þeirra hafði fengið fyrir öðrum. Kveðst þann kost vilja bjóða þeim annan að fara utan og gefa Þórði upp ríki öll og bæta honum svo föður sinn og bræður: Munuð þér þá verða að eiga yðvart mál á hans miskunn. Varir mig að yður mun Þórður gefast vel fyrir því að þá gafst Þórður mér best er eg hætti mest mínum hlut undir hann. Voruð þér þá og vinir, Skagfirðingar og hann. Þeir kváðust þenna kost eigi vilja og kváðu þar tvennt til vera það er fyrir beit: Annar sá að við viljum öngum þjóna öðrum en þér meðan er þú lifir en hinn er annar að Þórði munum vér þykja hafa gert svo miklar sakir við sig að vér munum ekki bera mega þær refsingar er hann leggur á oss. Kolbeinn sagði þann kost vera annan að þér haldið setum það sem eftir er vetrar, einni í Skagafirði, annarri í Vatnsdal, þriðju í Víðidal, væri og uppi almenningur þegar er sú njósn kemur sem líklegt væri að Þórður sé nokkur í nánd þeim. Bændur kváðust þenna kjósa mundu hvað sem þá kostaði að þeir héldu sér saman. Þá mælti Kolbeinn til Þorsteins Hjálmssonar, sagði að hann vildi senda hann til Þórðar að leita um grið fram til þings. Þorsteinn kveðst eigi þá ferð mundu undir höfuð leggjast ef hann fengi til fleiri dugandi menn með honum. Kolbeinn bað hann kjósa mann með sér. Þorsteinn kveðst kjósa mundu Eyvind bratt stýrimann. Kolbeinn kvað svo vera skyldu. Gengu þeir þá á tal þrír samt. Bað Þorsteinn að Kolbeinn skyldi gera fyrir guðs sakir að gefa honum nokkuð sættarefni að flytja til Þórðar. Kolbeinn kveðst vildu að hann flýtti jafnsætti. Þorsteinn sagði að Þórði mundi það eitt þykja jafnsætti að hann tæki eignir sínar allar. Kolbeinn kveðst allar að lögum fengið hafa og kveðst öngvar láta mundu fyrir dóma fram. Eftir það riðu þeir Þorsteinn og reið Kolbeinn á leið með þeim til Jökulsár. Þá spurði Þorsteinn Kolbein ef Þórður væri kominn á leið með flokk úr Vestfjörðum ef Kolbeinn vildi nakkvað auka boðin og yrði þeim flokki þá heldur hnekkt en áður. Kolbeinn kvað Þorstein heyrt hafa tal þeirra bónda á fundinum og sitt en hversu sem með oss fór þá vil eg á það hætta að gefa Þórði frænda mínum upp allan Norðlendingafjórðung og ráðast frá með öllu. Vil eg að allir menn hafi þá frið, lífs grið og lima. Þorsteinn bað hann segja Eyvindi þetta mál er hann var undan fram riðinn. Kolbeinn kvað það öngu skipta hvort þetta vissu fleiri menn: Austmenn eru oft skjótorðir en eg vil þetta því að einu bjóða eða uppi láta að þú sjáir að vér höfum ófrið í annan stað. Riðu þeir þá þar til er þeir komu vestur í Dali. Fengu þeir þá brátt njósn af að Þórður var vestan kominn. Fundu þeir Þórð að Skarði og gengu þeir Þorsteinn á tal. Bar Þorsteinn fram orðsending Kolbeins bæði um grið og sættir. Þórður kveðst engi grið vilja, sagði og að hann vildi í öngra manna dóm leggja eignir sínar eða mannaforráð í Eyjafirði. Þeir Þorsteinn og Eyvindur þóttust þá skilja, að Þórður mundi ætla sér að ríða norður á sveitir, af viðurbúnaði þeirra. Urðu þeir og þess varir að Sturla mun þá og í ferð verða með Þórði. Lét Þorsteinn þá uppi öll þau boð er Kolbeinn bauð fremst. Eyvindur kveðst ekki þetta kunna að segja og kveðst eigi þessi boð heyrt hafa. Þorsteinn bauð eið sinn á ef Þórður vildi þá heldur trúa. Þórður gerði þá ráð sín og vinir hans. Lögðu margir gott til. Tók Þórður það af að hann seldi grið fram um páskaviku en játaði sættum, skyldi og þess vera skyldur að gera Þórði mann norðan um langaföstu ef hann vildi þessi sættarboð halda, svo og ef nokkur efni væru í. Þorsteinn reið nú norður til móts við Kolbein en Þórður fór vestur í fjörðu. En er Þorsteinn kom norður og bar upp erindi sín fyrir Kolbeini, nú kveðst Kolbeinn það aldrei mælt hafa að gefa Þórði upp Norðlendingafjórðung. Þorsteinn kveðst ekki annað flutt hafa en það sem Kolbeinn bauð honum hver raun sem til væri ger við hann. Tók Kolbeinn þá grið fram um páskaviku en vildi ekki þá sætt er Þorsteinn hafði boðið Þórði af hans hendi. Reið Þorsteinn við þetta vestur heim og líkaði stórilla og kveðst aldrei síðan skyldu fara með sættarboðum af Kolbeins hendi. Gerði hann þegar mann vestur til Þórðar og sagði honum hvað títt var. En er þetta fréttist mæltu menn allmisjafnt til Þorsteins.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.