Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 21

Þórðar saga kakala 21 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 21)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
2122

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það er nú að segja þessu næst að Tumi Sighvatsson undi eigi í Flateyju. Fór hann þá inn til Meðalfellsstrandar að finna Snorra prest að Skarði Narfason. Hann var manna auðugastur í Vestfjörðum. Hann var og göfugur að ætt. Hann hafði verið alla ævi mesti ástvin Sighvats og Sturlu. Hann átti annað bú að Hólum á Reykjanesi. Voru þar fyrir synir hans, Bárður og Sigmundur. Tumi beiddi Snorra að taka við búi að Hólum til fardaga. Snorri lét það uppi ef hann fengi honum handsalamenn þá er varða vildu að hann tæki þar við jafnmiklu fé að vori. Tumi leitaði eigi eftir handsalamönnum en settist í búið að Hólum. Drifu þá til hans menn, Björn Dufgusson, Þorgeir stafsendi, Þorkell Einarsson dráttarhamar. Þenna vetur í móti jólum tók að fækkast með þeim Þórði Sighvatssyni og Ásbirni Guðmundarsyni. Gerðist Ásbjörn þá svo stór að hann vildi nær jafnast við hann sjálfan. Bað Þórður hann þá gera annaðhvort, hafa sig í burt eða vera í hófi. Ásbjörn kvað hann eigi þurfa að reka sig í burt en kvað það vel fyrir því að sénar mundu vera framkvæmdir Þórðar þegar er hann færi í brott, sagði og að sá mundi heita mestur maður þeirra ávallt er hann var með. Þorláksmessudag reið Ásbjörn í brottu og þeir þrír bræður, Grímur og Þorkell hnjóðhamar. Riðu þeir þá suður á Hóla. Tók Tumi þá við honum og var hann þar í góðu yfirlæti um jólin. Drifu þá að Tuma mjög margir menn aðrir. Um veturinn á níu vikna föstu reið Tumi heiman af Hólum norður til Hrútafjarðar. Tók Ásbjörn það upp fyrir honum að hann skyldi vinna nokkur stórvirki og kvað þá eigi mundu þykja minna um hann vert en Þórð bróður hans. Þeir voru ellefu saman, fyrst Tumi og Ásbjörn, Grímur og Þorkell bræður, Björn kægill, Bitru-Keli, Bárður, Einar Oddason, Húnbogi svínsbógur, Bergþór Snorrason, Vestliði Bassason. Tóku þeir þá það ráðs að þeir skyldu ríða norður á sveitir að nokkrum þeim mönnum er í sökum væru við Sturlunga. En er þeir komu í Hrútafjörð til Fögrubrekku þá spurði Björn kægill Tuma hversu ferð sú væri ætluð. Tumi segir að hann ætlaði að ríða norður á sveitir að bændum einhverjum. Birni kvað þykja lið lítið en hestakostur engi: Þætti mér ráð að þú værir eftir en létir oss ríða þangað sem þér líkaði, kvað þar hóflegt til hætta. Tumi lést ríða vilja. En þó kom þar að um síðir að hann varð eftir að Fjarðarhorni. Þeir spurðu hverju sætti. Því að fyrirmaðurinn mun látast, sagði hann. Það eitt mælti hann spámæli. En þar varð hann eftir í hlöðu. En þeir Ásbjörn og Björn riðu norður til Miðfjarðar til Línakradals á þann bæ er í Múla heitir. Þar bjó sá maður er Magni hét. Hann var löngum heimamaður með Kolbeini á Flugumýri. Hafði hann þar verið um jólin. En er hann fór heim gaf Kolbeinn honum einn hinn besta hest, grán að lit, og skyldi hann halda njósnum til Þórðar þegar ef hann hrærðist nokkuð úr Vestfjörðum. Þeir tóku hús á Magna og brutu upp hurð og gengu inn. En er Magni varð var við að ófriðarmenn voru komnir á bæinn leitaði hann út um laundyr. Þeir urðu varir við manninn er undan þeim fór en myrkt var í húsunum. Magni komst út og hljóp af túninu. En er hann var skammt kominn frá húsunum þá sáu þeir Björn hann og hlupu eftir honum. Björn kægill komst á þann hest grán er Kolbeinn hafði gefið honum Magna en þeir hlupu sumir eftir honum. Björn komst fyrir hann. En er Magni sá að hann mundi eigi undan komast þá snerist hann við. Hjuggust þeir Björn í móti og varð hvorgi sár. Björn hjó til hans í annað sinn og kom höggið fyrir ofan eyra á hálsinn og varð það mikið sár og banvænt. Eftir það tók Björn í fætur honum og sneri honum í loft upp og lagði sverði til hans og varð það lítið sár. Í því kom Ásbjörn að og spurði hví hann dræpi hann eigi. Hann kvaðst að hafa gert það er hann mundi. Ásbjörn gekk þá að honum og hjó af honum höfuðið. Síðan kom að Vigdís Markúsdóttir kona hans. Ásbjörn þerrði sverðið blóðugt á klæðum hennar en hún bað þeim margra fyrirbóna og bað guð hefna þeim skjótt sína mótgerð. Eftir það sneru þeir aftur og spurðu að njósnarmaður Kolbeins var á Torfustöðum. Sá hét Ásgeir og var kallaður Kollu-Geir. Riðu þeir þangað og brutu upp útidurahurð og hljóp Ásbjörn inn og bað kveikja ljós. Kollu-Geir hljóp upp og greip sinni hendi hvort, handsax og spjót, og lagði hvorutveggju senn til Ásbjarnar. Kom annað lagið í bringuna en annað í neðanverða brynjuna. Ásbjörn mælti þá: Takið þér djöful þenna, hann vill vinna á mér. Ásgeir er tekinn og leiddur út. Ásbjörn hét þá á sína menn að nokkur skyldi til verða að drepa hann en engi varð til. Ásbjörn snaraði þá buklarafetil að hendi honum. Bað hann þá einhvern mann að halda en hann brá sverðinu og segir að hann skyldi láta höndina og hjó síðan og kom á handlegginn uppi við öxl. En sverðið renndi með beininu og skar úr allan vöðvann allt ofan í ölnbogabót. Var það allmikið sár. Ásbjörn vildi höggva annað en Björn bað hann láta vera. Var Ásgeir þá inn borinn og varð við sár sitt allhraustlega. Kom þar til svo mikil blóðrás að eigi varð stöðvað. Lést Ásgeir áður en þeir Ásbjörn riðu í burt. Þessa sömu nótt kom þeyr mikill og hlupu vötn fram og leysti árnar. Og er þeir Ásbjörn riðu vestur Hrútafjarðarháls sjá þeir tröll eitt mikið og fór það í svig við þá. Varð þeim ósvipt við en Ásbjörn hrakti þá þar um. En er þeir riðu inn að Brandagili sjá þeir eld mikinn brenna í fjarðarbotninum og varð þeim þar illt við. En er þeir Ásbjörn komu til Staðar í Hrútafjörð var flæður sævar. Var þá eigi reitt yfir vaðal. Var fjörðurinn eigi ruddur af ísum en árnar ófærar hið næsta. Biðu þeir þar lengi um daginn fjörunnar. En er á tók líða daginn vildu þeir fyrir hvern mun vestur yfir ána því að þeim þótti eigi örvænt nema eftir þeim mundi riðið. Ráða þeir nú til vaðlanna og hverfa aftur. Ríða þeir nú upp með ánni og finna hvergi þar er þeim þætti yfir fært. Ásbjörn eggjaði að þeir skyldu á ríða og kallaði þá raga og kvað ekki áræði með þeim. Björn kvað ána ófæra því að hún lá á bökkum uppi. En er þeim voru minnst vonir hleypti Ásbjörn út á ána en hesturinn missti þegar fótanna og rak þegar í kaf hvorttveggja. En er Ásbjörn kom upp var hann af baki og hélt sér í stigreipin. En þeir er á landi voru réttu að honum spjótskaftið og er hann vildi þar til taka varð honum laus hesturinn. Drukknaði Ásbjörn þar og fannst eigi fyrr en um vorið eftir. Síðan riðu þeir förunautar til vöðlanna og komust þar yfir um nóttina við illan leik og fundu Tuma í Fjarðarhorni. Riðu þeir síðan vestur til Dala. Fór Tumi heim á Hóla.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.