Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 19-20

Þórðar saga kakala 19 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 19-20)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
1819-20

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En er Þórður hafði litla hríð heima verið þá sendi hann menn alla vega frá sér til mannkvaðar og var sú mannkvöð svo frek að hver vígur maður skyldi fara. Dró Þórður flokk þann allan til Saurbæjar. Stóð þá Sturla upp hið fyrsta sinni með Þórði frænda sínum. Voru þá og menn kvaddir allt um Dali fyrir vestan Bröttubrekku. Var orpið á það að lið Þórðar mundi vera á áttunda hundraði. En er þeir komu í Ljárskóga þá spurði hann það að seta var að Ásgeirsá. Voru þeir þar fyrir Illugasynir, Ari og Rögnvaldur. Þá sendi Þórður til Teit og Svarthöfða með sex tigi manna að hleypa upp setunni. Riðu þeir norður til Hrútafjarðar um kvöldið og um nóttina á Miðfjarðarháls. Laust þá á myrkva svo miklum að mennirnir skildust. Komust þeir Teitur eigi betur en nítján menn norður á Auðunarstaði. Urðu þeir þá varir við, er á hestverði voru af norðanmönnum. Sýndist þeim sem fjöldi liðs væri að kominn. Hleyptu þá Norðlendingar á fjall er í setunni höfðu verið. Ásbjörn reið til Ásgeirsár og nokkrir menn með honum og sá að ekki gerði eftir að ríða. Hurfu þeir Teitur þá aftur og riðu suður Holtavörðuheiði til Borgarfjarðar. Fundu þeir þá Þórð í Stafaholti. Reið Þórður þá með flokkinn allan á Ferjubakka og settist þar. Kom þá Böðvar Þórðarson utan frá Stað. Þorleifur Þórðarson kom og utan úr Görðum og hafði hvortveggi þeirra mikinn flokk. Mikjálsmessudag hafði Þórður fund í Stafaholti. Var þar Sturla, Þorleifur og Böðvar. Þórður krafði þá frændur sína liðveislu og ferðar norður um land eða ella suður um heiði svo að hann mætti rétta skaða sinn við aðra hvora. En þeir kváðust eigi mundu veita honum til hernaðar á aðra menn upp, sögðu að þeir mundu ríða til þings með honum að sumri og veita honum til einhvers úrskurðar svo að hann fengi sóma sinn. Þórður tók því vel og þakkaði þeim, kveðst þenna kost þiggja vilja þótt honum væri sá starfameiri. Reið Þórður þá ofan á Ferjubakka og lét alla flokkana sofa undir Þjóðólfsholti um nóttina. En um morguninn í dögun þá kom Hákon galinn ofan úr héraði er hann hafði verið á njósn. Sagði hann að Kolbeinn Arnórsson ungi hefði verið um nóttina í Fljótstungu með þrjá tigi manna. Þótti þá öllum að sýnu ganga að stórflokkar mundu komnir í héraðið. Þórður bað þá halda saman flokkunum öllum um daginn. Hafði hann þá svo mikið lið að orpið var á tólf hundruð manna. En hann reið upp í héraðið á njósn að vita hvað títt var. Reið hann þá upp á Gilsbakka og frétti þar að Kolbeinn hefði riðið norður á heiði. Gerði Þórður þá menn á njósn norður á Tvídægru en hann sat á Ferjubakka á meðan. En er þeir komu aftur segja þeir að setur væru þrennar í Skagafirði en kölluðu kyrrt allt annað, sögðu Kolbeinn hefði riðið norðan á njósn en engir höfðu til orðið aðrir. Þótti mönnum þar enn mjög sýnast hvatleiki Kolbeins að hann reið með svo fá menn að slíkum stórflokkum sem þar voru fyrir. En er Þórður frá þetta þá dreifði hann flokkunum. Fóru þeir Böðvar og Þorleifur þá heim en Þórður reið vestur í fjörðu og Sturla. Þóttust þá allir skilja, þeir er í þessari ferð höfðu verið með Þórði, að hann mundi verða hinn mesti höfðingi ef hann héldi sér heilum. Þótti og mönnum mikils um vert er hann hafði slíkum stórflokkum saman komið í svo fátækum sveitum. Fór Þórður nú heim á Mýrar. Sat hann þá heima um veturinn allt um jól fram. En að jólum bauð hann til sín öllum bestum mönnum úr Vestfjörðum. Hafði hann þá veislu mikla á Mýrum. Strengdi Þórður þá heit og allir hans menn. Þórður strengdi þess heit að láta aldrei taka mann úr kirkju hverjar sakir sem sá hefði til við hann og það efndi hann. En er menn fóru í brott veitti hann mörgum mönnum gjafir. Voru þá allir meiri vinir hans en áður. Þenna vetur var Þórður Bjarnarson í Görðum með Einari Ormssyni frænda sínum. Hann hafði verið með Órækju í Reykjaholti að drápi Klængs Bjarnarsonar. Ormur Bjarnarson reið með tólfta mann í Garða til Einars. Komu þeir þar síð um kvöldið í þann tíma er þeir Einar og Þórður ætluðu að ganga til baðs. Tóku þeir Ormur Þórð þar höndum. Leiddu þeir hann þá inn til stofu. Þórður varð við alla vega sem best og vasklegast og bauð fyrir sig allt það er honum sómdi. En þá er hann sá að Ormur vildi ekki annað hafa en líf hans þá beiddist hann prestsfundar. Og svo var gert. Eftir það var hann leiddur í ytri stofuna. Lagðist Þórður þá niður opinn og bað þá hyggja að hvort honum blöskraði nokkuð. Ormur fékk þá mann til að höggva hann. Sá hét Einar munkur. Eftir það reið Ormur heim austur á Breiðabólstað.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.