Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 14

Þórðar saga kakala 14 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 14)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
1415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Ásbjörn Guðmundarson fór til Steingrímsfjarðar sem vér gátum fyrr. Tók hann ferju á Heydalsá. Fór hann þaðan norður fyrir Strandir allt til Trékyllisvíkur. Þar söfnuðust saman Strandamenn og vildu verja skip sín og önnur föng. Létu þeir þá Ásbjörn eigi ná á land að ganga og var þá grjótflaug og skotið spjótum og því öllu er laust var. En er þeir höfðu barist skamma hríð fengu Strandamenn af verra og gáfust upp. Tóku þeir Ásbjörn ferjuna Trékyllinn og annað skip gott er Hringaskúta var kölluð og allt það sem þeir þóttust þurfa. Fór Ásbjörn þaðan og norður til Dranga. Þar bjó þá Gunnlaugur smiður Þorvaldsson. Hann átti tvo sonu röskva. Hét annar Auðun en annar Þorvaldur. Þeir voru vasklegir menn og þjóðhagir. Ásbirni þótti þeir verið hafa í óþykkju við sig en hinir mestu vinir Kolbeins. Ásbjörn lét taka þá báða bræður og handhöggva hvorntveggja þeirra, kvað þá nú skyldu með engar njósnir hlaupa á fund Kolbeins. Fóru þeir Ásbjörn norður til Horns. Þar lét hann særa til ólífis einhleyping þann er Þóroddur hét og var kallaður kuggi. Var þar og enn ekki til saka annað en að hann vildi eigi laus láta vopn sín fyrir þeim Ásbirni. Tók hann þá öll þau skip er nokkur vöxtur var að. Fór hann þá vestur til Ísafjarðar. Atli Hjálmsson hafði farið norður á Strandir eftir hval Þórdísar Snorradóttur. Hún bjó þá í Æðey. Atli fór norðan nokkuð fyrr en gestirnir og vissu þó hvorir til annarra. Atli kom í Æðey með farminn og litlu síðar kom Ásbjörn í Æðey. Kvaddi hann þá Atla til ferðar með sér til móts við Þórð. Atli kvaðst fyrst vilja fara heim norður eftir vopnum sínum og klæðum. Ásbjörn segir hann mundi vilja fara til liðs við Kolbein en vera í móti Þórði: Skaltu nú eigi svo lausum hala um veifast og bað sína menn höndla hann. Þórdís Snorradóttir og Bárður Hjörleifsson vildu veita Atla og hélt þá maður á manni. Bauð Atli fyrir sig slíkt er hann mátti en Ásbjörn kvað hann þá deyja skyldu. Var Atli þá veginn. Hét sá maður Skeggi er að honum vó. Líkaði Þórdísi þetta verk verr en illa. Fóru þeir Ásbjörn þá til Þernuvíkur og var Þormóður bróðir Atla eigi heima. Var þeim sagt að Þormóður væri að seli sínu. Kunnu þá eigi heimamenn að varast fyrir því að engi vissi Þormóði ótta von. Þeir Ásbjörn fóru til selsins. Gekk Þormóður út. Var hann þegar handtekinn. Hann spurði með hverju móti ferð þeirra skyldi vera. Ásbjörn kvað hann það brátt vita mundu og segir honum þá víg Atla bróður síns. Þormóður spyr ef nokkura hluti skyldi tjá að bjóða til lífs sér. Ásbjörn kvað þá ekki því mundi við koma því að drepinn var áður bróðir hans og kallaði hann aldrei trúan mundi verða. Þormóður kvað yfirbætur liggja til alls. Ásbjörn kvað þá ekki mundi tjá skreiðing. Þormóður skriftaðist og bjóst við dauða sínum. Þormóður lagðist eftir það niður. En sá maður hét Atli er hann vó og var Hallsson. Eftir víg Þormóðar fóru þeir Ásbjörn til skipa sinna og sigldu út eftir Ísafirði. Þetta hið sama kvöld kom Þórður Sighvatsson í Arnardal í Skutulsfirði. Kom þá til hans Sigmundur Gunnarsson og nokkrir Þverfjarðamenn. Um kveldið sendi Þórður menn á hestvörð fram á Arnarnes. Og er þeir höfðu skamma stund verið á nesinu þá sáu þeir að sjö skip sigldu innan eftir Ísafirði. Riðu þeir heim sem skjótast. Spruttu menn í klæði sín og gengu ofan til sjóvar. Var þá umræða mikil hvað skipum þetta mundi vera. Var flestra manna ætlan að vera mundi skip þeirra Kolbeins manna. Bað Þórður menn hlaupa ofan á skerin og verja þeim landgöngu. En er skipin komu að landi þá kenndust menn. Gekk Ásbjörn þá á land og þeir sveitungar. Sagði hann þá allt slíkt er í hafði gerst þeirra ferð. Þóttust það allir finna á Þórði að honum líkaði þessi verk lítt. Tók og alþýða illa á. Litlu síðar um morguninn kom Eyjólfur Eyjólfsson. Sagði hann þá að hann hefði var orðið við skip þeirra Kolbeins manna á Hornströndum. Þórður gerði þá sína menn á alla vega frá sér til liðsafnaðar en setti njósn fyrir þá Kolbeins menn að hann yrði var um ferðir þeirra í þann tíma er þeir kæmu. Stefndi hann öllum skipum og mönnum saman á Sléttanesi í Selvogum. Komu þá saman þrír tigir skipa og þrjú alskipuð mönnum. Heimti þá Þórður saman hina bestu menn og leitaði ráðs við þá hvað til ráðs skyldi taka. Spurðist þá og að þeir Broddi og Hafur Bjarnarson voru komnir undir Æðey átta skipum. Var Þórði þá mest um að leggja norður til móts við þá. Teiti Styrmissyni og Svarthöfða var meira um að leita suður á Breiðafjörð, segja þar allt í vinnast ef Kolbeini næðu, kváðu norður frá ekki mundu vera nema búkarla og fiskimenn og þá er ekki mannsmót væri að, sögðu og sem satt var að suður frá væru allir fylgdarmenn Þórðar þeir sem fræknastir væru. Var það þá ráðs tekið að Þórður hélt suður öllu liði sínu til Breiðafjarðar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.