Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 12-13

Þórðar saga kakala 12 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 12-13)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
1112-13

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þórður Sighvatsson var í Fagurey nær til jóla fram. Fór þaðan inn til Ballarár. Þá bjó þar Bárður Hjörleifsson. Hann átti Valgerði Sighvatsdóttur, systur Þórðar. Þórður fékk þar góðar viðtökur. Báðu þau hann þar fyrir öllu sjá sem hann ætti. Lét Þórður þar eftir suma menn sína. En hann fór sjálfur til Búðardals og sat þar um jólin. Þar bjó þá Þorbjörn Ingimundarson. Á ofanverðum jólum ríður Sturla Þórðarson til fundar við Þórð. Riðu þeir þá út í Dögurðarnes. Kom Böðvar Þórðarson þar til móts við þá. Leitaði Þórður á við Böðvar um liðveislu. En Böðvar segir sem satt var að honum var mikill vandi á við hvorntveggja þeirra Kolbeins því að hann átti Sigríði Arnórsdóttur, systur Kolbeins. Kvaðst Böðvar vilja fyrst um leita ef nokkrum sættum mætti á koma með þeim Kolbeini. Var það þá ráðs tekið að Böðvar reið norður og var áður skorað að hverjum kostum Þórður vildi ganga. En Þórður fór vestur yfir Breiðafjörð til Barðastrandar og þaðan vestur á Sand. Fór þá enn eigi allmarglega með þeim Gísla. Þaðan fór Þórður til Selárdals. Þar bjó þá góður maður og göfugur, Tómas prestur Þórarinsson. Hann átti Höllu, dóttur Þórðar Sturlusonar. Þau voru börn þeirra: Þórarinn hét hinn elsti son þeirra, annar Krákur, þriðji Auðun, Snörtur hét hinn yngsti. Þeir voru allir mannvænir. Dóttir Tómass hét Guðrún, önnur Ragnheiður, þriðja Guðfinna, fjórða Guðríður, fimmta Hallbera. Fór Þórður þaðan norður á Sanda. Var hann þar um veturinn og var þá allt tíðindalaust. Á öndverðri langaföstu kom orðsending Böðvars Þórðarsonar til hans að Þórður skyldi koma til móts við hann til Helgafells. Bjóst þá Þórður skjótt við og fór norður til Ísafjarðar. Sendi hann þá Ásbjörn Guðmundarson til móts við Atla Hjálmsson og beiddi að Atli skyldi koma á hans fund og gerast hans maður, ella bað hann Ásbjörn sjá það ráð fyrir Atla að Þórði yrði ekki mein að honum. En er Ásbjörn kom í Grunnavík bar hann upp erindi sitt við Atla. En Atli kvaðst vilja sitja kyrr hjá málum þeirra Kolbeins, kveðst eiga Kolbeini gott að launa. Ásbjörn kvað hann eigi mundi svo hjá sitja málunum að eiga ekki við Þórð en vera vinur Kolbeins. Fékk Ásbjörn ekki af Atla. Fannst það á Þórði er þeir Ásbjörn fundust að honum þótti lítið erindi Ásbjarnar orðið hafa. Fór Þórður þá suður til Saurbæjar og þaðan í Dögurðarnes, svo suður um fjörðu til Helgafells. Var Böðvar þar kominn. Þótti Þórði Böðvar allt hafa þar mælast látið og vildi engar þær sáttir sem Kolbeinn bauð honum. Sagði Þórður að það mundi upp koma um hans mál sem auðið yrði. En aldrei kveðst hann ganga mundu að þeim sáttum er dugandi mönnum þyki honum eigi sæmd í að taka eftir frændur sína. Fór Þórður þá vestur í fjörðu og heim á Sanda. Var hann þá þar fram um páska. Um vorið fór Þórður á gagndögum suður í Dali. Var honum þá mikið sagt af yfirgangi Þórarins balta og óspektum. Ætlaði Þórður þá að fara að honum og komst eigi lengra en á Dönustaði. Bar það þá við um ferðina að Þórður fékk lítinn hestakost. Hvarf hann þá vestur í fjörðu en setti eftir Kægil-Björn og Þorgeir stafsenda. Hákon galinn hét maður. Hann var Bótólfsson, norrænn maður að föðurætt. Hann var kertisveinn Skúla hertoga. Hann kom út með Órækju Snorrasyni. Hann var nú heimamaður Þórðar. Almar Þorkelsson var þá og heimamaður Þórðar. Þessa menn setti hann eftir í Dölum og bað þá ríða að Þórarni og drepa hann þegar er hann dreifði setunni. Alls voru þeir tíu menn saman. Ásbjörn Guðmundarson sendi hann norður til Steingrímsfjarðar og þá tuttugu saman. Bað hann Ásbjörn taka öll hin stærri skip í Steingrímsfirði og á Ströndum og flytja vestur á Dýrafjörð. Hafði Þórður þá nokkurn pata af að Kolbeinn mundi fara skipaliði norðan og eyða svo Vestfjörðu. En er Þórður var vestur kominn þá fór hann hann fyrst á Sanda. Gaf hann Bárði Svefneyjar er tóku hálfan fimmta tug hundraða og enn gerði hann Bárði fleiri sæmdir. Um fardaga fór Þórður á Mýrar. Þar bjó þá Bjarni Brandsson. Leitaði þá Þórður eftir við Bjarna að hann vildi taka þar við búinu. Bjarni lét það uppi. Var hann með Þórði um veturinn og allt lið hans. En millum þings og fardaga þá fóru þeir Björn og Hákon norður til Miðfjarðar. Þórarinn bjó þá á Bretalæk. Þeir komu þar árdegis áður menn voru upp staðnir, gengu inn þegar með brugðnum vopnum. Þórarinn spratt upp og fékk eitt sverð vopna og varðist bæði vel og lengi. Þar féll hann. Þeir rændu því er laust var. Þar fengu þeir njósn af að Kolbeinn lét draga saman fjölmenni allt slíkt er hann fékk og svo stórskip. Setti hann þá Brodda mág sinn höfðingja yfir skipaliðinu. Skipti hann þá liðinu í tvo staði en hann ætlaði sjálfur að fara landveg. Var það þá eitt í orði að eyða Vestfjörðu svo að Þórður mætti þar eigi heldur friðland hafa en annarstaðar á Íslandi. Þeir Björn fara nú vestur í Dali og sendu Þorgeir stafsenda til móts við Þórð. Þorgeir fann Þórð á Mýrum og segir honum víg Þórarins og slíka fyrirætlan Kolbeins er þeir höfðu frétt. Þórður reið heiman það sama kveld og ætlaði til Ísafjarðar og draga saman menn og skip.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.