Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 10

Þórðar saga kakala 10 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 10)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

En er Þórður kom ofan í Reykjardal að Englandi þá kom í móti honum Þórður Bjarnarson og segir honum að Kolbeinn var norðan kominn með fjölmenni og sat þá í Reykjaholti. Ari hét maður. Hann bjó þá að Lundi í Reykjardal hinum syðra. En Böðvar Þórðarson bjó þá í Bæ. Hann átti Herdísi Arnórsdóttur systur Kolbeins. Þeir voru systkinasynir Sighvatur faðir Þórðar og Böðvar. Þórður reið ofan eftir Reykjardal til Bæjar og beið þar til þess er flokkurinn kom allur eftir. Og þá er menn voru saman komnir leitaði hann ráðs til hinna betri manna hvað upp skyldi taka. Lagði þá næsta sitt hver til. Eggjuðu þeir er áræðamestir voru að ríða skyldi að þeim í Reykjaholt, kölluðu þar marga mundu vera lítt til færa að verjast fyrir kulda sakir. En allir hinir vitrari menn sögðu það óráð að svo fáir menn riðu að þar sem slíkt fjölmenni væri fyrir, sögðu þá allskörulega riðið þó að hann riði vestur um svo að hann ætti ekki við þá. Var það ráðs tekið. Reið þá Þórður ofan eftir dal og ætlaði yfir um á að Gufuskálum og svo vestur Langavatnsdal. En er hann kom ofan á Völlu þá var sagt að eigi var hrossís yfir ána. Sneri þá flokkurinn allur upp til Grafarvaðs. Og er menn komu upp frá Þingnesi þá reið Þórður á síki eitt. Brast niður ísinn undir hestinum og var hvortveggi á kafi, hesturinn og hann. Og er hann kom á land var hann alvotur og sneri ofan aftur til Þingness og sex menn með honum. Þá bjó sá maður í Þingnesi er Börkur hét og var Ormsson. Hann tók vel við Þórði og skipti við hann klæðum. Þar létu þeir menn Þórðar eftir hesta nokkura. Setti Börkur þá inn í hús hjá hrossum sínum. Reið Börkur þá með Þórði upp til Grafarvaðs. En er hann sneri ofan aftur heyrði hann til hvorstveggja flokksins, Þórðar og Kolbeins. Þórður reið til Stafaholts og áði þar og þaðan út yfir Norðurá. Í Svignaskarði setti hann eftir sex menn til njósnar. Voru þar Dufgussynir þrír, Sanda-Bárður og Þorsteinn kollur Þorbergsson, Þorgeir stafsendi. En Þórð Bjarnarson setti hann eftir í Eskiholti ef Kolbeinn riði hið neðra. En Þórður reið út á Mýrar með allan flokkinn og var allill færð. En er Ari á Lundi varð var við ferðir Þórðar tók hann hest sinn og reið til Bæjar sem hvatast. En er hann kom í Bæ var Böðvar í rekkju. Ari segir Böðvari að flokkur Þórðar riði ofan eftir Reykjardal og bað hann gæta hrossa sinna að þau yrðu eigi tekin. En fyrir voru komnir menn Kolbeins, Þorvaldur keppur og tveir menn aðrir. En er þeir heyrðu hvað Ari sagði spruttu þeir upp og riðu sem mest máttu þeir til Reykjaholts og segja Kolbeini hvað títt var. Hann bað hvern mann spretta í klæði sín og ríða eftir sem hvatast. Og er þeir voru búnir riðu þeir ofan eftir Reykjardal og komu í Bæ. Var Böðvar úti og spurðu þeir hann um ferðir Þórðar. Hann kveðst ætla að löngu mundi hann vestur um riðinn. Riðu þeir Kolbeinn þá ofan á Völlu og spurðu þar að Þórður hefði upp snúið til Grafarvaðs. Snúa þeir þá upp til Þingness. Var Börkur úti. Spyrja þeir hann að um ferðir Þórðar. Hann kvaðst eigi vita það hvort Þórðar menn voru eða aðrir, kvað þar ríða annan flokk að öðrum í alla nótt. Kolbeinn bað hann ganga á leið með þeim. En er Kolbeinn reið á brott dvöldust þar eftir nokkrir menn hans og fundu hesta í húsi einu, þá er alvotir voru og nýteknir undan söðlum. Riðu þeir þá eftir Kolbeini og segja honum að þeir hefðu fundið hestana og kváðu að þar mundu vera menn Þórðar nokkurir. Reið Kolbeinn þá heim aftur á bæinn. Einar langadjákn Jónsson reið að Berki og setti spjótshalann millum herða honum og bað djöfulinn segja það hann vissi. Börkur kvaðst eigi vita hvað hann segði honum en ekki mun eg þér fleira segja. Börkur hóf upp öxina er hann hafði í hendi og laust til Einars en Einar bar fram hjá og kom höggið á lend hestinum. Í því kom að Hallur Jónsson og kvað engan mann skyldu Berki illt gera. Hann var annar maður en Brandur Kolbeinsson mest virður af Norðlendingum. Var þá rannsakaður bær allur í Þingnesi og tekið fé það sem laust var innan gátta en rænt hjá fram hrossum öllum. Og varð þetta löng dvöl. Riðu þeir Kolbeinn í brott. En Börkur kveðst ætla að skammt mundi líða að þeir sjálfir mundu verst una við dvöl sína og verr en hann við félát sitt. Kolbeinn reið nú í Stafaholt. Þar fengu þeir sanna njósn af um ferðir Þórðar og riðu þá eftir sem ákafast. Njósnarmenn Þórðar hvorirtveggju sjá er flokkur Kolbeins kom í Stafaholt. Brugðu þeir þá við og riðu fram eftir Þórði. Höfðu þeir Kobeinn þá skeiðreitt eftir stígnum. Dró þá saman skjótt. Kafðist þá hesturinn undir Þórði Bjarnarsyni en annar undir Kægil-Birni. Gerðu þeir þá ýmist að þeir runnu eða riðu að baki þeim Svarthöfða og Bárði. En er þeir komu að Langá þá bar leiti á milli. Þá hljóp Svarthöfði af hesti sínum og bað Björn bróður sinn á bak stíga: Eg sé að oss dugir eigi lengur tvímenning en við Þórður Bjarnarson munum forða okkur sem verða má. Björn kvaðst aldrei mundu frá honum ríða. Þeir Þórður og Svarthöfði tóku þá skeið ofan eftir ánni en þeir Björn riðu fram eftir flokkinum Þórðar sem ákafast. En þeir Svarthöfði og Þórður köstuðu sér í snjóinn og jósu á sig mjöllinni. Þeir Kolbeinn sóttu þá svo fast fram að ekki var nær í milli þeirra. En er þeir Bárður komu eftir þá var Hrafn Oddsson á halaferðinni. Þeir báðu hann hvata eftir Þórði og segja honum hvað er títt var er hann hafði hvíldan hest. En er hann hitti Þórð þá gekk Þórður og leiddi hestinn eftir sér. Hrafn bað hann fara á bak, segir að Kolbeinn var þá nálega kominn á hæla þeim en meiri von að þeir Svarthöfði og Þórður séu teknir. Eftir það sté Þórður á bak og reið þá fram eftir skógargötunum þar til er klif var lítið. Þar bar þá leiti í milli. Bað þá Þórður alla sína menn af baki stíga, kvað þar við skyldi nema og hlaupa á þá. En þar varð sem víða annarstaðar að flóttamanninn er eigi hægt að hefta. En er Þórður sá þetta, að þá hleypti margur sá mest er áður kvaðst hafa þreyttan hest svo að hvergi mátti ganga, þá bað Þórður, er því mátti eigi áleiðis koma að nema þar við, að fólkið skyldi eigi svo geyst ríða og sendi þá fram fyrir Guðmund sorta og bauð að eigi skyldi brott ríða af bænum í Álftártungu. En er Þórður kom á bæinn þá sté þar af baki alþýða. Og þá segir honum Ingjaldur skáld Geirmundarson og kvað séð vera hversu þá mundi fara: Nú flýr öll alþýða en hinir betri menn munu eigi frá yður ríða. En ef þú bíður hans þá verður það þinn skaði og þeirra manna er þér fylgja. Stigu þeir þá á bak. Tók þá og svo að batna færðin að þá var allt skeiðreitt. Þórður bað þá menn fara í kirkju er þrotna höfðu hesta. Hlupu þá í kirkju nær þrír tigir manna. Brú var á Álftá og var þar seinfært yfir. En er Þórður kom yfir ána hleypti sinn veg hver. Þórður sendi menn fram eftir liðinu og bað menn saman halda hvað sem í gerðist. En því kom ekki til leiðar. Varð þá eigi fleira í reið með Þórði en hans menn og voru það sex tigir manna. En er Þórður var burt riðinn úr Álftártungu þá kom þegar flokkurinn Kolbeins. Varð þá svo nær farið að þeir sem norður höfðu snúið frá kirkjunni og fyrir húsin að þá er þeir sneru aftur náðu þeir eigi kirkju. Voru þá vegnir tveir menn í kirkjugarðinum, Sigmundur Hallsson og Torfi Þorgeirsson. Gengu þeir Kolbeins menn þá til kirkjudura og rannsökuðu hvað manna þar væri inni. Í því bili kom Kolbeinn, kvað þá óviturlega gera, lágu þar og gerðu ekki það er framkvæmd væri í en látið Þórð draga undan og alla þá er nokkuð mannsmót væri að. Setti hann þá þar eftir er ófærir voru. Síðan tóku þeir eftirreið sem ákafast. En er þeir komu að Álftá varð þeim eigi þar greiðfært yfir því að Þórður hafði látið af draga brúna. Þá varð þeim Kolbeini allt saman mikil dvöl. Þórður sneri nú út eftir Mýrum. Og er hann kom yfir Hítará þá sté Teitur Styrmisson af baki og Kolbeinn grön og enn fleiri menn og vötnuðu hestum sínum er vatn féll á ísnum. Þá riðu Kolbeins menn sunnan að ánni. Og er þeir Teitur stukku upp af ánni þá sneri Þórður aftur en Kolbeins menn sneru þá aftur undan því að þeir voru fáir eftir komnir. Teitur bað þá menn skunda á bak, kváðu þetta ekki vera annað en dvöl þeirra. Reið þá hver undan sem mátti. En Þórður reið um daginn jafnan síðast og vildi hann aldrei svo mikið ríða sem alþýðunni var í hug. Töluðu þá sumir við hann en sumir keyrðu hestinn undir honum. Bar þá enn undan. Kolbeins menn tóku þá drjúgum menn af Þórði er hestana þraut. Voru þeir allir flettir en á sumum unnið. En er Þórður reið út á vaðlana þá sáu þeir Kolbeins menn að undan mundi bera og hurfu þá aftur. Þórður reið í Miklaholt og dvaldist þar um hríð. Þar bjó þá Guðmundur Ólafsson. Hann var vinur mikill Sturlunga. Fýsti hann Þórð sem fyrst burtreiðar. Reið Þórður þaðan vestur Kerlingarskarð og svo til Helgafells. Fékk Þórður sér þar skip og fór út í Fagurey en hestana lét hann reka hið innra. Kom hann þar laugardag fyrir hádegi. Það var hinn næsta dag fyrir Andrésmessu. Þótti það öllum mikil furða og varla dæmi til finnast að menn hefðu riðið hinum sömu hestum í einni reið af Þingvelli og til Helgafells í svo miklum ófærðum sem þá voru. Þórður reið fimmtadag um hádegi af Þingvelli en kom til Helgafells föstunóttina er stjarna var í austri. Þóttust þá allir þegar vita að Þórð mundi til nokkurra stórra hluta undan rekið hafa. Kolbeinn reið í Álftártungu með allan flokkinn og var þar um nóttina. En um morguninn eftir voru menn leiddir úr kirkju. Var þá höggvin hönd af þeim manni er Þórhallur hét og var Oddleifsson. Annar maður hét Naddur er enn var handhöggvinn. Hann hafði riðið norðan með Teiti Styrmissyni. Fengu þá allir aðrir menn lífs grið og lima en voru flettir vopnum og hestum. Reið Kolbeinn eftir það í Hítardal og var sagt þar allt hið sanna um ferðir Þórðar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.