Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 9

Þórðar saga kakala 9 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 9)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Nú verður frá því að segja er vér gátum fyrr að Hjalti biskupsson kom á fund Kolbeins unga og segir honum slíkt er títt var um ferðir Þórðar og bað hann suðurreiðar. Kolbeinn brást við skjótt og sendir þegar menn norður til Eyjafjarðar og þeir drógu lið saman um allar sveitir fyrir norðan Öxnadalsheiði. Aðra menn sendi hann vestur til Hrútafjarðar. Skyldu þeir krefja menn upp um hin vestri héruð og fjölmenna sem mest. En er flokkar komu saman þá vildi Hjalti að flokknum væri stefnt suður um Kjöl og svo til móts við Þórð. En Kolbeinn kvað vera mega að Þórður væri þá vestur um riðinn áður vér komum suður og munum vér þá eigi ná þeim. Vil eg stefna hinar vestri heiðar og svo til Borgarfjarðar. Má svo síst bera í sundur fund vorn hvort er Þórður er suður eða vestur. Hjalti kvað Sunnlendinga yfrið lengi þolað hafa þennan ófrið. Kolbeinn kvað þá vel mátt hafa hrundið af sér ef þeir hefðu karlmennsku til svo að þeir þyrftu eigi annarra manna liðveislu. Norðlendingar allir báðu Hjalta ills, kváðu þetta allt af honum hljótast. Kolbeinn reið þá með allan flokk sinn vestur til Miðfjarðar og þaðan suður um Tvídægru. En er þeir fóru upp úr Gnúpsdal lét Kolbeinn telja lið sitt og var vel sex hundruð manna. Kolbeinn kveðst þá ærið lið hafa ef gifta félli. Svo var veðri farið er þeir riðu á heiðina að um morguninn var á krapadrífa og vindur lítill og urðu menn alvotir. En er á leið daginn tók að frysta. Hljóp þá veðrið í norður. Gerðist þá hríð svo grimm sakir myrkurs og frosts að sjaldan verða þvílíkar. Leið eigi langt áður þeir vissu eigi hvar þeir fóru. Dróst þá liðið mjög af kulda. Bað Kolbeinn menn þá stíga af baki og taki menn glímur stórar og viti ef mönnum hitnar við það. Urðu þar svo miklar hrakningar að margir menn týndu vopnum sínum og fengu eigi á haldið fyrir kulda. Gengu þá þegar nokkurir menn til heljar en margir meiddust til örkumla. Tók þá heldur að birta veðrið. Kenndust þeir þá við að þeir voru komnir á vatn það er Hólmavatn heitir. Hóf þá hver annan á bak. Fóru þeir þá þar til er þeir komu á Gilsbakka nokkuru fyrir dag. Var Kolbeinn þar um nóttina. En um daginn eftir reið hann ofan í Reykjaholt með allan flokkinn. En það af liðinu er eigi var fært lá eftir í Síðunni.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.