Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 8

Þórðar saga kakala 8 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 8)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
789

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Ormur hét maður og var Bjarnarson, Þorvaldssonar, Gissurarsonar, bróðurson Gissurar Þorvaldssonar. Hann bjó þá á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann var goðorðsmaður og hafði átt mikinn hlut að drápi Snorra Sturlusonar. Þórður reið þá austur á Breiðabólstað en Ormur stökk undan austur í Ver. En Þórður sat í búinu á Breiðabólstað um hríð. Þá sömu nótt er Þórður var í hérað kominn og Hjalti spurði það að hann var þar með flokk sinn tók hann það ráðs að hann reið norður um land á fund Kolbeins Arnórssonar unga en bað bændur að halda setum sem fjölmennustum í Skálaholti en beiddi biskup að fara á fund Þórðar með sáttarboðum og draga það efni til þeirrar stefnu ef Kolbeinn mætti til komast norðan. Reið Sigvarður biskup austur á Breiðabólstað til móts við Þórð að bæn Hjalta og leitaði um sættir fyrir hönd bænda. Steinvör kom og til með biskupi. Biskup flutti ákaflega en Þórður var hinn þverasti. Biskup bauð af hendi bænda að sex menn skyldu gera fyrir hvorra hönd en Þórður neitaði því en bauð að Steinvör og Hálfdan skyldu gera allt óskorað. Biskup kvaðst því hvorki kunna að neita né játa fyrir hönd bænda fyrr en þeir köru sjálfir. Fór biskup þá heim í Skálaholt til móts við bændur en hann skyldi senda sem skjótast Þórði mann og segja hvort bændur vilja sættir eða eigi. Og var á kveðin stund nær sá skyldi aftur koma. Á þessari stundu fóru menn milli þeirra Þórðar og Bjarnar Sæmundarsonar að leitast um hvort Þórður vildi vera í sættum þeim sem bróðir hans Tumi hafði áður tekið fyrir báða þá við Björn fyrir það er hann hafði áður verið á Örlygsstöðum. Þórður bað Björn ríða á fund sinn í griðum og ræddust þeir við sjálfir. Reið Björn til móts við Þórð á Breiðabólstað. Átti þá Tumi mikinn hlut að við Þórð bróður sinn, kallaði eigi fleiri en svo verið hafa að honum hefði sóma gert af þeim málum en mér þykir það eigi fjarri að þú héldir þær sættir. Þórður kvað Björn mundu mestu um ráða sjálfan hvort hann vildi gerast hans vinur eða óvinur en eigi mun eg tryggðir veita Birni fyrr en eg veit hver maður hann vill vera. Björn kveðst það skjótt sýna mundi honum. Gaf hann þá Þórði sæmilegar gjafir. Þórður þekktist það og skildu þá laglega. Tveim dögum síðar en á kveðið var kom sá maður er biskup sendi Þórði. Sagði sá að bændur neituðu þeim sættum sem Þórður beiddi. Þórður reið þá þegar til Keldna með flokk sinn. Var Hálfdan riðinn ofan í Odda en Steinvör var heima. Gerði Þórður þegar þá Dufgussyni, Kolbein og Björn, til móts við Hálfdan. En Steinvör stefndi saman bændum öllum í einn stað, bað þá búna vera að ríða þann veg sem þeir Þórður og Hálfdan. Þeir Kolbeinn fundu Hálfdan og segja honum orðsending þeirra systkina. Hálfdan kvað það vera óráð að ríða á helgan stað að bændum þeim er eigi væri slægur til: Mun eg hvergi fara og engir mínir menn en Þórður má fá sóma sinn á annan veg á bændum í tómi. Sendi Hálfdan þá menn til bænda og bað þá fara heim. En er þeir Kolbeinn komu aftur og sögðu Þórði orð Hálfdanar þá varð hann allreiður, kveðst þá skyldu ríða að bændum og sjá hvað í gerðist. Hafði hann þá og sanna njósn um fjölmenni þeirra að þeir voru nær sex hundruð og höfðu búist um í kirkjugarði í Skálaholti. Þórður reið út yfir á og kannaði lið sitt og hafði nær tvö hundruð manna. Sögðu þá margir sem satt var að það var óráð að ríða að þeim. En Þórður kveðst svo oft mundi hætta verða í óvænt efni ef nokkuð skyldi að vinnast um hans mál. Suður frá Auðsholti kom biskup í móti Þórði og bauð allt hið sama af bænda hendi sem fyrr. Þórður var þá hinn styggvasti við biskup, sagði hann allt draga til óliðs sér. Biskup kallaðist jafnframt skyldi bannsetja Þórð og alla menn hans sem hann riði á staðinn. Þórður bað hann að hann léti þá bændur brott fara af staðnum, kvað það ósannlegt að hann drægi þá í kirkjugarð, slíkir hernaðarmenn sem þeir væru þá er þeir brutu kirkjuna á Miklabæ laugarkveldið og leiddu út sex menn og létu hvern höggva á fætur öðrum. Biskup vildi þá frá ríða og gera njósn bændum. En menn Þórðar vildu það eigi og létu hann eigi ná að ríða en er Þórður kom eftir bað hann biskup ríða hvert er hann vildi og reið eftir sem ákafast þar til er hann kom í geilar hjá Skálaholti og bað hann menn þá stíga af baki og búast til atgöngu. Þá sendi hann þá heim Hrafn Oddsson og Teit Styrmisson að vita hvort bændur væru í sama skapi um sættir sem fyrr eða hversu þeim litist á umbúnað þeirra hve torsóttlegir þeir væru. En er þeir komu heim þá var biskup skrýddur og þrír tigir klerka með honum og sagðist þegar skyldu bannsetja Þórð er atganga tækist og alla hans menn. Teitur lögmaður, vitur maður og góðgjarn, bróðir Gissurar, hann bað biskup að freista að ganga á milli og vita ef nokkuð stoðaði, sagði sem satt er hversu mikil vorkunn Þórði var á, svo mikinn mannskaða sem hann hafði fengið en sviptur öllu fénu og hefir ekki til viðurlífis fyrir sig og sína menn annað en það er hann verður að deila til í hendur óvinum sínum eða ræna saklausa menn þótt hann leiti eftir sínum hluta með því móti sem hann þykist helst mega. Linuðust bændur þá og báðu að þeir biskup og Teitur færu í millum og gáfu sitt mál mjög á þeirra vald og forsjá. Gekk biskup þá að finna Þórð og þeir Teitur. Sögðu þeir Hrafn þá svo sem þeim hafði sýnst að bændur væru torsóttlegir ef nokkur dáð væri í þeim. Tumi var þá og allsáttfús. Sömdust þá sættir með því móti að biskup og Steinvör skyldu um gera. En það er þau yrðu eigi á sátt það skyldi gera Steinvör ein. Bændur skyldu í engum mótferðum vera við Þórð þar til Gissur kæmi til Íslands. Skyldi þá lokið sættum með þeim Þórði og bændum ef Gissur kæmi til en haldast ella. Gengu þá bændur til handsala við Þórð. Reið Þórður þá austur á Breiðabólstað eftir sættina og settist þá enn í bú Orms. En Ormur var lengstum í Veri meðan Þórður var á Breiðabólstað. Fóru menn í millum þeirra og vannst ekki að um sættir. Þórður sendi Björn Dufgusson vestur í Breiðafjarðardali en Þórð Bjarnarson til Borgarfjarðar að vera á njósn um ferðir Kolbeins Arnórssonar unga fyrir því að það var þá kvittað að liðsdráttur væri fyrir norðan land. En Þórður reið út yfir á í Biskupstungu. Kom þar biskup og Steinvör og luku þá upp gerðum og gerðu á hendur alþýðu, bónda þeirra er þingfararkaupi áttu að gegna í sveit Gissurar, þrjú hundruð, en á hendur hinum stærrum bændum fimm hundruð. Eftir það reið Þórður sunnan af héruðum til Borgarfjarðar.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.