Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 7

Þórðar saga kakala 7 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 7)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Loftur biskupsson bjó í Hítardal að Húsafelli. En er Þórður kom upp á heiðina úr Svínbjúgsdal þá kallaði hann til sín Teit Styrmisson og bað hann að ríða fyrir í Hítardal og handtaka Loft biskupsson en gera honum ekki og láta eigi menn komast í brott af bænum. Teitur reið fyrir með fimmtán menn. Tóku þeir bæinn. En Loftur var eigi heima. Hann hafði riðið í brott áður um daginn ofan undir Hraun. Þá bjó undir Hrauni Skúli Þorsteinsson. En Lofti kom njósn um kvöldið og reið hann ofan til sjóvar og fékk sér þar skip og fór hann þá suður yfir fjörð til Garða. Þar bjó þá Þorleifur Þórðarson. Var Loftur með honum um hríð. Þórður var í Hítardal um nóttina. En um morguninn eftir lætur Þórður reka saman hross öll og svo lét hann taka vopn öll þau sem fundust. Voru skildir bornir út úr kirkju. Þaðan fór Þórður suður til Reykjardal hins syðra. Þar kom til móts við hann Þórður Bjarnarson. Hann bjó þá í Eskiholti og átti Margrétu dóttur Þórdísar Sveinbjarnardóttur. Þeir Þórður og Sturla fundust um daginn er Þórður fór úr Hítardal og áttu þá tal saman og hvarf Sturla vestur aftur. Var þá ekki til tíðinda. Reið þá Þórður suður um heiði Skarðaleið til Laugardals þar til er hann kom í Tungu til bús Gissurar. Þar var þá fyrir Þóra Guðmundardóttir móðir hans. Var þar allt í kirkju borið svo þar var engi hlutur inni til matar mönnum nema flautaker eitt. Vildu menn þá drepa fé en Þórður bannaði það, kvað ekki dveljast skyldu að því, kvað hermenn verða þann mat að hafa sem til væri. Fékk hann þá njósn af að Hjalti hafði flokka saman dregið niðri í Flóa. Bað Þórður þá hvern mann söðla hesta sína og svo var gert. Sneru menn þá í burt. Og þá bað Þórður að þeir skyldu fyrir ríða er kunnugt var ofan í Flóann. Tumi bróðir hans kvað það fjarri skyldu fara og ríði allir austur yfir ár, þeir er mér vilja fylgja. Gekk þá liðið í tvo staði. Áttu menn þá hlut að við Þórð að heldur skyldi ríða austur yfir árnar, kváðu þangað liðveislu von. Þórður lét eftir bænum manna og reið austur til Keldna um nóttina, átti þá tal við Hálfdan mág sinn og beiddi hann liðveislu. En Hálfdan var hinn seinlegasti, kallaði þá engan afla verða þó að hann stæði upp. Þórður bað hann fá sér menn til liðsemdar þótt hann sæti heima. Hálfdan kvaðst vilja finna bræður sína áður. Steinvöru konu hans líkaði þá stórilla og við þetta reið Þórður á brott.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.