Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞKak ch. 4

Þórðar saga kakala 4 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (ÞKak ch. 4)

Anonymous SturlungaÞórðar saga kakala
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Það var tíðinda er Þórður kom á Eyri að Hrafn og Svarthöfði voru eigi heima. Þeir voru þá farnir norður í Dýrafjörð í Hjarðardal til brullaups. Þá var hið næsta kvöld fyrir Mikjálsmessu. Þegar um nóttina sendi Þórður mann norður í Hjarðardal að þeir Hrafn og Svarthöfði skyldu koma til móts við hann á Söndum. Bárður Þorkelsson bjó þá á Söndum er kallaður var Sanda-Bárður. Hann átti Sesselju dóttur Guðmundar Sigríðarsonar. En þá er þeim kom orðsending Þórðar þá fóru þeir til móts við hann á Sanda. Þórður heimti þá á tal, Hrafn og Svarthöfða og Bárð, og segir slíkt sem í var hans ráðagerð, kveðst þar fyrst best að vænta er Svarthöfði var, frændi hans. Svarthöfði sagði sér það þá í hug er Sturla bróðir þinn var drepinn frá oss en allir vér hraktir og skemmdir að vér mundum fegnir verða ef nokkur vildi þess réttar reka. Skaltu og eigi bænastað til þurfa, slíkt er vér megum veita þér. Bárður segir að hann mundi það ráð upp taka og þeir Eyrarmenn: Hefir mér lengi það vel gefist. Bárður var landseti Hrafns. Þórður spyr: Hver er sá hinn ungi maður? Hví leggur þú ekki til? Hann kvaðst Hrafn heita og vera Oddsson. Þórður kvaðst heyrt hafa hans getið eða viltu nokkuð vera í ferðum með oss? Hrafn sagðist vera ungur og lítt til ferða fallinn. Hefi eg, sagði hann, ekki í ferðum verið með höfðingjum hér til. Kvaðst hann og eigi vita hvort hann mundi harðnaður vera nokkuð þar hann var lítt kominn af barnsaldri. Hrafn var þá sextán vetra er Þórður kom í Vestfjörðu. Þórður segir Hrafni ærna nauðsyn til bera að vera mótgangsmaður Kolbeins fyrir sakir dráps móðurbræðra sinna: Létust þar og engir menn jafngöfugir, fyrir utan þá Sighvat föður minn og sonu hans, sem þeir Sveinbjörn og Krákur. Hrafn kvað og eigi bæði vera skyldu, að mega lítið veita þér, enda láta þig illa að komast, því er eg má. Þórður þakkaði honum vel og kvaðst ætla sér mundi það mikið mega fyrir sakir frænda styrks þess er Hrafn átti. Þessir voru þá hinir stærri bændur norður í fjörðum er Þórður kom þangað: Jón Þorkelsson bjó á Álftamýri. Hann átti Guðrúnu dóttur Tómasar úr Selárdal. Halla var móðir hennar, dóttir Þórðar Sturlusonar. Guttormur son Helga Sveinssonar bjó í Lokinhömrum. Þuríður hét móðir hans, dóttir Hrafns Sveinbjarnarsonar. Guttormur hafði látið föður sinn á Örlygsstöðum og tvo móðurbræður. Bjarni Brandsson bjó þá á Mýrum, góður bóndi. Steinþór prestur Steinþórsson bjó þá í Holti í Önundarfirði. Guðmundur Sigríðarson bjó þá á Kirkjubóli í Önundarfirði. Þessir bændur bjuggu í Ísafirði: Sigmundur Gunnarsson bjó í Súðavík. Hann átti Herdísi Hrafnsdóttur síðar en fyrr hafði hana átt Eyjólfur Kársson og áttu þau einn son er Eyjólfur hét. Einar Þorvaldsson var þá ungur og áttu þau Þórdís móðir hans bú í Vatnsfirði. Annað sumar áður var Illugi Þorvaldsson drepinn. Eftir það óþokkuðust bændur svo mjög í Ísafirði um dráp Illuga við Órækju að þeir vildu fara að honum. Var þar höfuðsmaður Páll Bárðarson úr Ögri. Móðir hans var Valgerður Snorradóttir. Hann var systrungur Illuga. En er Órækja varð þessa var stukku þeir sumir er í þessu höfðu verið með Páli norður um land til Kolbeins og gerðust þá ástvinir hans sem fyrr er sagt. Þormóður Hjálmsson bjó í Þernuvík. Aron son Halldórs Ragnheiðarsonar bjó í Ögri. Þórður Heinreksson bjó í Reykjarfirði. Atli Hjálmsson bjó í Grunnavík. Þórður Sighvatsson fór norður í Hjarðardal og kom þar áður menn voru í brott farnir frá brullaupinu. Voru þar allir hinir bestu menn fyrir utan fram úr Ísafirði. Talaði Þórður þá langt erindi. Hafði hann upphaf á sínu máli að hann krafði alla menn þar liðveislu og uppstöðu svo skjótrar að allir skyldu komnir í Saurbæ að allraheilagramessu. En er Þórður hafði lokið sinni ræðu þóttust menn það finna að hann mundi vera vitugur maður þegar er hann fengi stillt sig fyrir ofsa. En nokkuð þótti mönnum hann stirt tala í fyrstu. En því djarfari og snjallari var hann í málinu er hann hafði fleira mælt og fjölmennara var við. Þeir menn svöruðu í fyrstu er í eiða höfðu bundist með Kolbeini um haustið, kölluðu sér eigi sama að fara að Kolbeini meðan hann gerði eigi afbrigði við þá, kváðu og eigi þurfa um það að leita að þeir mundu upp standa með Þórði en vera kváðust vilja vinir hans í öðrum hlutum. Þórður kvað svo lúka mundu sínum vandræðum að hann kvaðst annaðhvort gera skyldu þeim er væru í Vestfjörðum, að vera með honum eða í móti ella, kvað sér og eigi minna ætlað mundi ef hann kæmi aftur úr þessari ferð en eg mun mega skrifta yður eftir maklegleikum er nú láta sér verst fara. Bændur segja hann ærið mörgum eiga illt að launa þótt hann heitaðist eigi við þá. Þórður kvað þá eigi þurfa að minna sig á harma sína. Sló þá í heitan með þeim og kváðust bændur eigi blotna mundu við það. Skildust þeir við svo búið. Fór Þórður á Sanda um kvöldið en um daginn eftir bauð Bárður honum bú sitt. Þórður tók við búinu. Þótti þetta geysistórmannlegt.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.