Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 162

Íslendinga saga 162 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 162)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
161162163

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um vorið á páskum finnast þeir Gissur og Ormur bróðurson hans. Kærir Ormur þá um vígsmálið Klængs bróður síns og vill það ekki eiga undir biskupi, svo að það væri sektalaust. Kveðst hann aðili málsins og kvað Gissur ekki sættast mega á það mál ef hann tæki eigi af honum málið. Gissur kveðst og eigi hafa sæst á það mál. Er nú það til ráðs tekið að þeir frændur Gissur og Ormur ríða báðir norður til Skagafjarðar á fund Kolbeins unga frænda síns. Þeir voru þrír tigir manna. Sigvarður biskup ríður og þann tíma norður og býður sig til meðalferða að eiga enn hlut að sættum með þeim Órækju. En er þeir koma norður ríða þeir á Flugumýri og tekur Kolbeinn allvel við þeim. En biskup ríður til Hóla á fund Bótólfs biskups. Kolbeinn sendir menn vestur til Órækju að leita um sættir eða fundi. Fara sendimenn vestur og bera fram erindi sín er þeir finna Órækju. En Órækja svarar svo að hann vill bjóða Ormi jafnsætti, að sinn mann taki hvor til gerðar um öll þeirra mál, en öngva fundi kveðst hann þá eiga mundu er Gissur sé við og kveðst honum ekki trúa. Fara nú sendimenn norður og segja Kolbeini þessi svör Órækju. En Ormur vill eigi sættast svo að eigi sé Gissur við og skorast nú með því móti í sundur sættin. Ríður biskup nú heim suður en þeir frændur dveljast eftir á Flugumýri. Er það þá talað að Ormur kaupir að Kolbeini hundraði hundraða að hann veiti honum til sætta þeirra er honum líki, bæði fégjöld og mannsektir. Þetta greiddi Ormur þá um sumarið fyrir Kolbein Hálfdani Sæmundarsyni fyrir það er Kolbeinn tók hann og hrakti fyrir Örlygsstaðabardaga. Eftir það ríða þeir heim suður Gissur og Ormur. Fám dögum síðar ríður Ormur til Borgarfjarðar við nokkura menn og búa til vígsmálið á hendur Órækju um Klæng og báðum þeim Sturlu og fleirum mönnum þeim er þar höfðu verið. Þessi mál býr hann til alþingis og ríður heim eftir það. Nú líður fram að þingi. Draga þeir nú lið saman Gissur og Ormur og Kolbeinn norðan. Órækja hefir og njósn af þessu. Dregur hann og lið að sér og hefir fátt manna úr Vestfjörðum eftir því sem hann var vanur. Kolbeinn reið hið vestra til Borgarfjarðar og kemur föstudaginn í Reykjaholt með fjögur hundruð manna. Þeir Gissur og Ormur riðu til öndverðs þings með því liði er þeir höfðu fengið. Komu þeir fimmtudaginn til þings og skipa svo þingið að þeir megi löglegar sóknir frammi hafa. Síðan selur Ormur af höndum málin á hendur Órækju og hans mönnum. Tóku við norðlenskir menn og vinir Kolbeins. Höskuldur Gunnarsson sótti Sturlu, Orms menn sóttu Órækju. Eftir það riðu þeir Gissur og Ormur til Reykjaholts föstudag til móts við Kolbein. Hafa þeir tvö hundruð manna. Var Kolbeinn heima á bænum en þeir Gissur tjalda í nesjum niðri við ána. Kolbeinn sendi vestur í Dali Böðvar mág sinn úr Bæ að biðja Órækju koma til fundar við sig og kveðst vildu leita um sættir. Órækja var fús að finna Kolbein því að hann trúði honum vel en þó spurði hann Böðvar hvort Kolbeinn mun unna honum jafnsættis sem hann beiddist. Böðvar svarar: Eg var sendur eftir þér og vil eg eigi draga í sundur sættir yðrar. En eigi þarftu að ríða til Borgarfjarðar ef þú vilt eigi sættast nema þú náir jafnsætti. En Órækja vill ríða eigi að síður þó að Böðvar mælti slíkt. Órækja bað þess Böðvar að þeir Kolbeinn sendu eftir biskupi og Brandi ábóta og vildi hann þá við hafa ef fundurinn yrði. Var það og þegar gert er Böðvar kom suður og koma þeir báðir Sigvarður biskup og Brandur ábóti. Er nú fundur lagður við Hvítárbrú er þeir Órækja koma suður. Kom Kolbeinn þar til móts við Órækju og biskupar báðir og Brandur ábóti. Gissur var að Hurðarbaki og Ormur með sína sveit. Var það fyrst ráðið að gíslar voru seldir. Fór Loftur biskupsson til Órækju en Sturla til Kolbeins. Gekk Órækja suður yfir á til móts við Kolbein og fóru allar ræður skipulega með þeim. Var Órækja samur í boðum sínum að biskup skyldi gera og gerðist ekki að þann dag. Reið Órækja í Síðumúla um kveldið og Loftur með honum en Kolbeinn í Reykjaholt og Sturla með honum og tveir hans menn. En um morguninn riðu þeir allir til brúar. Náði Sturla þá ekki að ganga vestur um á og voru menn þá settir til að gæta hans. Gissur og Ormur riðu til brúar og bað Gissur þann aldrei þrífast er eigi væri hjá öðrum mönnum. Biskupar fóru í meðal og Brandur ábóti og kom þá svo að Órækja játaði gerðum Sigvarðar biskups og Kolbeins unga á öllum málum og skildi Órækja undan goðorð og staðfestur, utanferðir og héraðssektir. Vildi hann að þeir biskuparnir færu í milli með handsölum eða þeir fyndust á brúnni en hún var mjó. Gissur kveðst eigi vilja á brúna. Þeir biskuparnir báðu Órækju ganga yfir brúna og láta það eigi fyrir sættum standa. Sturla sendi þau orð Órækju að hann þóttist þess vís orðinn að honum var ætlað norður með Kolbeini mági sínum ef hann færi yfir brúna en kvað sér heitið að fara vestur. Órækja vill nú hætta á að ganga suður yfir brú með ráði biskups. Þá tók Böðvar til orða: Nú er sem í Dölum sagði eg þér um ferðirnar. Eigi þarftu nú að ganga yfir ána ef þú ætlar að eigi skuli harðna sættin þín úr því sem nú játar þú. Órækja gekk eigi að síður. Og áður Órækja gekk yfir brúna töluðu þeir Gissur og Kolbeinn lengi og eftir það gengu þeir til flokka sinna. Órækja gekk yfir brúna með sveit manna. Svarthöfði Dufgusson gekk eigi lengra en að brúarsporðinum og latti Órækju að ganga. En er þeir komu yfir ána og viku upp frá brúinni þá hlaupa þeir Gissur og Ormur fyrir brúarsporðinn með allan flokk sinn og var þá engi kostur að fara vestur yfir ána. Nú hleypur upp allur flokkur Kolbeins og þykir biskupunum nú undarlega við bregða. Sigvarður biskup sendi nú Gissur biskupsson til nafna síns að vita hverju þetta gegnir. Gissur svarar nú skjótt, kveðst nú vilja ráða sumum skildögum, kveðst vilja sættast við Órækju og með því einu efni að hann gerði einn um mál þeirra öll og til skildar utanferðir þeirra Órækju og Sturlu og skyldu þeir vera í valdi Kolbeins og Gissurar þar til er þeir færu utan. Segir Gissur að ekki sé annarra sætta kostur. Gengur biskupsson nú og segir Sigvarði biskupi í hávaða allt tal þeirra Gissurar. Biskuparnir og Brandur ábóti bregðast mjög reiðir við þetta og kalla hin mestu svik við sig ger og alla þá er hlut áttu að þessum málum. Þeir Órækja stóðu allir samt upp frá brúinni. Slógust þá Gissurar menn sumir á bak þeim en sumir kringdu um þá. Bændur nokkurir úr flokki Kolbeins gengu þá til Órækju og kváðust skyldu berjast með honum og kváðu þetta hin mestu svik. Var þar Guðmundur Gilsson og Þorgils Hólasveinn og Sökku-Guðmundur, Þorvaldur úr Viðvík, Kálfur Gilsson og enn fleiri aðrir. Þá tók Órækja til orða: Eigi mundi eg hafa gengið yfir brúna ef eg hefði vitað þessa afarkosti. En af þessu efni verður nú að ráða og svo að taka árið sem gengur. Skal nú játa þessum sættum öllum sem beitt er. Gengur nú Gissur biskupsson til nafna síns og segir að Órækja játar þessi sætt sem Gissur bauð. Þá gengu þeir til Gissur og Ormur og inntust þeir til um sættirnar hver skildagi skyldi á vera. Og eftir það tókust þeir í hendur Gissur, Ormur og Órækja og Sturla og skyldi Kolbeinn ungi gera um öll mál þeirra og skildar til utanferðir ef Kolbeinn vildi gera þær, goðorð og staðfestur. Gekk Órækja skörulega að þessi sætt. Sigvarður biskup og Brandur ábóti ámæltu Gissuri mjög um þessar málalyktir að honum hefði illa farið. Gissur svarar svo, kvað á öllu öðru meiri mein sjá en þessu. Órækju menn gengu vestur yfir brú og Sturla með þeim því að honum var því heitið að fara vestur. En er hann kom yfir ána var kallað að Kolbeinn vildi finna hann. Sturla sneri þá aftur en þeir Svarthöfði tóku þá til hans og vildu eigi að hann færi en Sturla sleist úr höndum þeim og kvað sér leyft vestur að fara. En er hann kom suður yfir ána var honum eigi kostur aftur að fara. Riðu þeir þá allir í Reykjaholt um kveldið. Var Órækja með Kolbeini en Sturla í nesjum niðri í tjaldi Árna óreiðu en þeir Símon knútur og Ketill Þorvaldsson geymdu hans og gengu eftir honum hvert er hann fór. Leið svo fram sunnudaginn. En mánadaginn var Órækja fenginn í hendur Halli á Möðruvöllum en Sturla Brandi Kolbeinssyni og riðu þeir með þeim til Skagafjarðar en fóru báðir síðan á Flugumýri. Þá kvað Sturla vísu þessa: Þeir voru fáar nætur á Flugumýri áður Kolbeinn reið með þá norður til Eyjafjarðar. Og er þeir riðu um Skjálgsdalsheiði mælti Órækja til Sturlu: Skammur er nú dásshali okkar frændi, sagði hann, eða hvað ætlar þú nú að Kolbeinn ætlist fyrir? Sturla kveðst eigi vita og kvað vísu: Þeir riðu um kveldið í Miklagarð en annað kveld á Grenjaðarstaði. Hinn þriðja dag riðu þeir á Skinnastaði og komu þar að nóni. Var þá sendur maður þaðan, Jón bóndi, út á Melrakkasléttu að taka þeim Órækju þar far með Hróðgeiri Aflasyni. Hann bjó þar utan skip það er Raftabússan hét. Kom sá út að náttmáli en Hróðgeir hafði út siglt að nóni. En er Kolbeinn spurði það ríður hann aftur sömu leið og kemur til Gása. Þar voru tvö skip og tekur hann þar Órækju far. Reið Kolbeinn þá heim. Var þá kominn á Flugumýri Lambkár ábóti. Hann átti heima á Staðarhóli að búi Sturlu. Hann sagði þau orð vestan Páls prests og annarra mága Sturlu að þeir mundu gerast vinir Kolbeins ef hann léti Sturlu vestur fara til eigna sinna. En Kolbeinn tók ekki undir það svo búið. Að Ólafsmessu hafði Gissur boð í Tungu og bauð þangað Kolbeini unga. Skyldi hann þá ljúka upp gerðum þeim er undir hann voru lagðar við brú. Órækja vildi eigi fara og var með Brodda Þorleifssyni að Hofi meðan Sturla var með Kolbeini. Og er þeir koma suður var þar fögur veisla. En er málin skyldi tala var Sturla til kallaður að inna þetta mál. En hann kveðst ekki mundu inna annað en víg Snorra, kvað það sakagiftir þeirra við Gissur og Klæng. Þar var margt vitra manna, Teitur lögmaður bróðir Gissurar. Kolbeinn spurði fyrst Teit hvorum hann bæri arf Snorra, Gissuri eða Órækju. Þá skaut Árni óreiða því við: Láttu nú sem þú dæmir um sál þína, sagði hann. Þá brostu sumir menn að. Skipt var mönnum í sveitir til gerða en það vissi eg eigi hvað hverjir gerðu. En sú var uppsaga Kolbeins að hann dæmdi Órækju arf Snorra en Gissur skyldi hafa af tvö hundruð hundraða fyrir handsöl sín en fyrir víg Snorra lést hann gera tvö hundruð hundraða. En fyrir það er Gissur hafði farið með þrjú hundruð manna vestur að Órækju um haustið skyldi hann gjalda hundrað fyrir hvern mann. En það er Órækja fór í Skálaholt með fimm hundrað manna skyldi koma hundrað fyrir hvern mann og voru það fimm hundrað hundraða. En þau tvö hundruð hundraða er fóru að skakka skyldu koma fyrir víg Snorra. En fjörráðum kveðst hann eigi kunna að misjafna með þeim Gissuri og Órækju þó að mér þyki þeir eigi jafnir menn, sagði hann, og þykist eg eigi það hér sýna. En fyrir víg Klængs geri eg hálft annað hundrað hundraða sem gert var fyrir víg föður hans og utanferð Órækju og Sturlu og Dufgussona og vera utan þrjá vetur. Þar skal gjaldast Reykjaholt hálft, Stafaholt hálft, Bessastaðir hálfir og goðorð þau er Snorri hafði haft. Þá kvað Sturla vísu þessa og var eigi á loft haldið: Eftir það talaði Kolbeinn til Gissurar að Sturla skyldi fara utan með honum. Gissur vildi það víst eigi. Þá kveðst Kolbeinn hann mundu lausan láta. Gissur vildi það eigi. Og skildu þeir við það með vináttu og gjöfum. Fór Kolbeinn norður en Gissur réðst til utanferðar. Þá er Kolbeinn kom heim fór hann skjótt til Eyjafjarðar með Órækju og sat þar til þess er Órækja fór utan. En Sturla var eftir því að þeir Kolbeinn höfðu gert orð vestur til mága Sturlu að þeir kæmu norður mót honum ef þeir vildu leysa hann út sem Kolbeinn beiddi. Þá komu menn og vestan að leita vináttu við Kolbein, Skeggi úr Alviðru og Jórsala-Bjarni mágur hans. Þá kom og vestan Þórdís Snorradóttir og Einar son hennar og vildu allir Kolbeins vinir vera. Eftir það koma þeir vestan Páll prestur og Gunnsteinn bróðir hans og synir þeirra, Vigfús og Sámur, Snorri undan Felli. Þar var og Ketill Þorláksson og Lambkár ábóti. Sturla sór nú eið Kolbeini til trúnaðar og flestir þessir menn nema Ketill. Hann var ekki beðinn. Þá var það ráðið að Kolbeinn sendi menn vestur í fjörðu, Einar lang bróður Þorsteins í Hvammi og Einar draga. Fleiri voru þeir saman. Skyldu þeir sjá eiða að mönnum og öllum bóndum um Vestfjörðu. Fóru þeir fyrst til Ásgríms Bergþórssonar á Kallaðarnes og þaðan til Ísafjarðar og svo um fjörðu. Gísla fundu þeir á Barðaströnd. Og sóru flestir bændur þeim eiða. Fóru þeir við það norður. Sturla fór og norðan þá síðan. Og er hann kom í Hrútafjörð á Borðeyri voru þar nýkomnir af hafi Þorfinnur og Arnbjörn og höfðu orðið afturreka. Þar var þá með þeim Svarthöfði og Hrafn mágur hans. Þeir skyldu þar hafa utan farið. Sturla kom heim nokkurum nóttum fyrir Maríumessu hina síðari. Nokkuru síðar komu þeir norðan Lambkár ábóti og Einar skálphæna. Skyldu þeir sjá eiða að Strendum og Saurbæingum. Sturla fór með þeim til Skarðs að treysta vináttu Snorra prests og sona hans.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.