Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 160

Íslendinga saga 160 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 160)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
159160161

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Snemma átta dag jóla riðu þeir Órækja af Þingvelli með lið sitt. Og er þeir komu á Lyngdalsheiði þar sem Búðabrekka heitir kemur Auðun kollur í móti þeim og þeir er fyrstir fóru taka hann og kalla hann njósnarmann og færa hann Órækju. En hann kenndi hann þegar því að hann hafði oft séð hann í Skálaholti og spurði hversu af stæðist um ferðir hans. Auðun kvað biskup hafa sent sig til Viðeyjar, kveðst hafa bréf biskups og sýnir það. Órækja kveðst skilja að hann var biskups sendimaður og sagði að hann skal fara í friði en spyr þó hvort Gissur var heima. Auðun svarar: Heima var hann í gærkveld. Órækja spyr hve fjölmennur hann sé. Kollur sagði að hann hafði jafnan fjölmennt og nú hefir hann að átta degi boðið til sín vinum sínum og var heitt í móti þeim mjöður og mungát. Drifu nú þangað til mennirnir sem gjarnt er þegar er nokkvað er til nýnæma. Nú kalla þeir menn Órækju: Drekki þeir, drekki þeir og bíði vor svo. Þá spurði Sturla Þórðarson: Mun Gissur heima vera? Kollur svarar: Öngvir menn fóru þar í milli í morgun. Kollur beiddist nú að taka við öxi sinni er tekin var af honum. Órækja kvað hann hafa skyldu öxi sína og ver oss nú tryggur Auðun. Margir menn þutu upp og sögðu hann njósnarmann og báðu hann fara með þeim. Réðst þó það af að hann var laus látinn. Fer hann nú leið sína þar til er leiti bar á milli þeirra, snýr þá þegar aftur leiðinni þann veg sem heiðurin liggur lægra, fer aldrei meira en áður þar til er hann kom jafnfram þeim er síðast riðu. Og er þeir komu gegnt Reyðarmúla tekur að rökkva. Snúa þeir Órækja leið sinni til Laugardals. Auðun tekur nú að auka sína ferð slíkt er hann má. Þorir hann þá eigi að stefna til gatnanna, hleypur nú heiðina þvert til Lyngdals og svo austur fyrir ofan Svínavatn til Þórustaða og fær sér þar hest. Ríður nú til Eskidalsvaðs. Var áin mikil og synti hann þar yfir. Síðan hljóp hann heim í Skálaholt og kom þar er þriðjungur var af nótt, fór þá í kirkjugarð og fann þar varðmenn Gissurar. Gissur svaf í stöplinum og allt lið hans. Voru þeir í svefni í kirkjunni og í stöplinum. Kollur gengur inn, vekur Gissur en hann lætur þegar segja biskupi komu Auðunar. Ganga nú út í kirkjugarðinn. Lætur Gissur nú kalla til sín alla þá menn er hann vildi ráð við hafa. Auðun sagði frá ferðum sínum og frá fundum þeirra Órækju og hversu mikið lið hann hafði. Auðun sagði, kveðst ætla að vera mundi nær fimm hundrað: Munu þeir hér koma áður lýst sé. Allir menn þökkuðu honum hversu njósn var borin. Gissur spurði nú biskup og frændur sína hvað nú skal til ráða taka. Allir skutu nú til sjálfs hans úrskurðar hvers hann væri fúsastur. Gissur svarar: Þrjú lítast mér ráð til. Það er eitt að fara í nótt ofan í Flóa í mót liði voru og spara eigi að þeir rekist eftir oss er farmóðir eru og vita ef vér mættum ráða stund og stað hvar vér finnumst. Það er annað ráð að fara ofan um ís hjá Iðu, þar var mjó spöng yfir en þítt var að tveim megin, og vaka ísinn og vita ef vér fáum varið spöngina. Þriðja ráð er það að bíða hér sem nú höfum vér um búist og senda einn hvern góðan mann í móti liði voru, þann er bæði kunni að skunda og skipa reiðinni sem helst gegnir ráði. Biskup og Loftur fylgdu því ráði að ríða ofan í móti liðinu. Jón toddi og Símon knútur og flestir fylgdarmenn vildu bíða, kváðu vígi gott en lið frítt, sögðu fjölmenni skjótt mundu að koma en létu skömm í að flýja. Og með áeggjan þeirra var það ráð tekið. Var þá Loftur biskupsson sendur eftir liðinu ofan í Flóa en skipað nú til varnar hvar hverjir skyldu verja kirkjugarðinn. Skal Ketill Þorvaldsson og Ólafur tottur og Skeiðamenn og Biskupstungumenn verja fyrir austan kirkjugarðinn og allt til gestahúsa, Ólafur Svartsson og Grímsnesingar vestur þaðan til Líkahliðs, þá Gissur glaði og Hreppamenn til þess hliðs er til kirkju er gengið neðan frá húsum. Gissur Þorvaldsson og fylgdarmannasveit hans skyldu verja forskálann og húsin. Stóð þar fremstur við rána Jón toddi, Símon knútur, Önundur biskupsfrændi, Guðmundur Þórhildarson og þá hver að öðrum fylgdarmanna Gissurar. Vaka þeir nú allir með vopnum það er eftir var næturinnar. Þeir Guttormur og Þorgils skarði biðja Gissur orlofs að vera eigi í bardaga í móti frændum sínum. Það lofaði hann þeim en fékk vopn þeirra sínum mönnum en þeir ganga í kirkju.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.