Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 159

Íslendinga saga 159 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 159)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
158159160

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Gissur sat í Tungu um veturinn. Hann hafði fjölmennt jólaboð og bauð vinum sínum að hinum átta degi. Þar var mjöður blandinn og mungát heitt. Var þar Ólafur Svartsson og Þorkell son Þorsteins frá Hólum, Bersi hvíti, Gissur glaði og enn fleiri vinir hans úr Hrunamannahrepp og Biskupstungum. Gissur var var um sig og hafði vörðu mikla. Honum þótti undarlegt er njósnarmenn hans komu eigi aftur þeir er hann hafði sent til Borgarfjarðar. Þar var alþýðudrykkja hinn átta aftan jóla og setið þó skamma hríð. Þar var nær átta tigum vígra manna. En þá er menn komu úr baði um kveldið lét Gissur bera inn vopn allra manna í skála og leggja hjá hvers manns rúmi. Og er hann kom úr baði fór hann í klæði sín og lét sauma að höndum sér og lagðist við það niður. Hann lá í lokhvílu. Og er hann hafði litla hríð í rekkju verið kemur Þorsteinn langur og gengur í skálann og að lokhvílunni og biður upp láta og var það gert. Heilsaði Gissur honum og spurði tíðinda. Hann sagði honum víg Klængs með þeim atburðum sem verið höfðu og hann sagði að Órækju var vestan von með miklu liði á hendur honum. Gissur sagði nú í hávaða tíðindin og biður menn upp standa og klæðast og vopnast hvatlega. Og eftir þetta gengu allir út. Er nú það ráðs tekið að menn bera í kirkju gripi sína og allt það er laust var. Skulu þeir og fylgja Þóru móður hans í Skálaholt um morguninn. En Gissur reið í Skálaholt þegar um nóttina með því liði er þar var. Hall son sinn níu vetra gamlan hafði hann með sér. Gissur kom í Skálaholt fyrir miðja nótt. Gekk hann þegar að finna herra Sigvarð biskup en lét menn sína bíða sín í kirkjugarði. Biskup var sofnaður og vaknaði þegar er Gissur gekk að hvílunni. Gissur kvaddi hann og sagði honum tíðindin öll þau er hann hafði spurt, kveðst nú þurfa traust hans og ráð. Biskup biður hann vel kominn og alla menn hans, kveðst veita skyldu allt slíkt traust sem hann má. Er Gissur þar um nóttina. Þegar um morguninn er lokið var morguntíðum ganga þeir á tal biskup og Gissur og Loftur biskupsson. Tala nú með sér um ráðagerðir. Er nú það ráðs tekið að Þorleifur hreimur systurson Gissurar var sendur að draga saman lið um Grímsnes og Ölfus. Í Flóa ofan var sendur Tjörvi prestur að draga þaðan slíkt er fengist. Um alla Hreppa voru menn sendir að stefna liði að Gissuri slíku sem fengist. Sá maður hafði vaxið upp í Skálaholti er Auðun kollur hét. Hann var nú vel tvítugur, lítill og frár á fæti og einarður. Það er nú ráðs tekið að hann er sendur vestur á heiðar á mót Órækju. Þá er þeir Órækja voru að náttverði á Þingvelli kom þar inn sauðamaður og sagði að flokkur manna var kominn sunnan að Gjábakka og að þá mun skjótt að bera. Hljópu þeir Órækja til vopna og út. Sendu þeir menn á Kárastaði og stefndu mönnum á Almannagjárhamar til móts við sig, þeim er þar voru. Þeir gerðu og menn suður á hraunið að vita hvað títt væri. En þeir komust sumir vestur um brú. Var hlaupið eftir þeim og sagt að menn urðu við öngar mannaferðir varir. Hurfu þeir þá aftur og vöktu mestan hlut næturinnar með vopnum og gættu sín svo.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.