Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 158

Íslendinga saga 158 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 158)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
157158159

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Aðfangadag jóla riðu þeir yfir Brattabrekku og komu er rökkvið var í Norðurárdal. Riðu þeir þá frá Órækja og Sturla við átta tigu manna en öðru liði stefndu þeir til móts við sig til brúar. Þeir riðu í Síðumúla og spurðu þar til sanns að Klængur var í Reykjaholti. Hafði hann þar komið fyrir Þorláksmessu. Hafði hann haft utan á fjórða tigi manna. Var þar Koðrán Svarthöfðason og fleiri bændur af Nesjum. Þar var og margt héraðsmanna fyrir svo að þar voru alls fyrir átta tigir manna. Þá var virki öruggt um bæinn í Reykjaholti er Snorri lét gera. Þeir Klængur höfðu hestvörð við brú og öll vöð á Hvítá nema við Steinsvað. Þar hafði eigi geymt verið. En þeir Órækja riðu það vaðið og höfðu stiga frá Skáney en annan af Grímsstöðum. Vakað var í Reykjaholti og sáu þeir þegar reiðina er þeir máttu og vöktu menn þá upp er fyrir voru. En þá Órækju bar skjótt að og riðu þeir Órækja í kirkjugarð og settu stiga við dyr þær er þar voru. Sturla reið til þeirra dyra er til laugar voru og settu þeir þar stiga við og gengu þar upp fylgdarmenn hans og komu þeir jafnsnemma að uppgöngunni í virkið Ingjaldur Geirmundarson og Klængs menn þeir er út ætluðu. Og lagði Ingjaldur spjóti til þess er fyrstur gekk og hrökk sá inn í húsin og leituðu þeir ekki út síðan. Fóru þeir Sturla þá upp á húsin og sáu inn í ljórana. Höfðu þeir Klængur þá vopn sín og gengu um skálann. Kom þá Órækja á skálann og bað þá upp gefast og leggja vopnin. En þeir báðu sér griða. En Órækja kvað þá grið skyldu hafa þann hinn helga dag er þá var yfir þá kominn. Gáfu þeir þá upp vörnina en héraðsmenn gengu þá til griða, Eiríkur birkibeinn í fyrra lagi. Gengu þeir inn Órækju menn en þeir Klængur voru færðir í loft það er var yfir kjallara þeim er Snorri var veginn í. Var þá farið til tíða en þá drifu menn Órækju að allan daginn. Þar kom og um daginn Börkur Ormsson úr Þingnesi. Hafði Böðvar úr Bæ sent hann og bað hann Klængi griða, sagði og Þorleifi það mundu þykja gert til skaps síns ef hann ætlaði þar til nokkurrar liðveislu sem hann var. Órækja varð fár um það en Sturla bað að Böðvar kæmi til og sagði menn þá mundu biðja með honum Klængi griða ef hann vildi fyrir bindast. En þá er þeir Órækja og menn hans töluðust við um málin Klængs, dró honum það mest til dauða, að þeim þótti ekki verða erindi sitt ef Gissur ræki undan svo illa sem þeir voru beiddir. Annan dag jóla þá er óttusöngur var sunginn lét Órækja kalla Klæng út og gengu þeir suður um hús. Kvaddi Órækja þá til Odd Starrason að vega að honum. Báðu menn þá enn Klængi griða og mest Ásgrímur Bergþórsson. En það tjáði ekki þá og lést hann þar og varð drengilega við. Þá var Sturla genginn til messu er honum var sagt víg Klængs. Menn hans unnu líkinu og var hann jarðaður á þriðja dag jóla. Órækja lét fara um allt hérað að safna liði. Þeir fengu og tekið tvennar njósnir Gissurar. Héldu þeir Órækja þá á búnaði sínum og ætluðu suður að Gissuri. Órækja gaf grið öllum mönnum Klængs en vopn þeirra voru tekin flestra. Órækja spurði Koðrán Svarthöfðason ef hann vildi fara með þeim en Koðrán neitaði því. Þá var leitað við Þórð son Þorsteins af Hvalsnesi að hann færi og játaði hann með ráði Dufgussona frænda sinna. Ásgrímur Bergþórsson var sjúkur mjög. Vildi hann og eigi fara, kvað Órækju lítils hafa virt orð sín um griðagjöf við Klæng og fór hann vestur og flestir hans menn. Klængs manna var geymt eftir í Reykjaholti. Þeir Órækja fóru úr Reykjaholti sétta dag jóla, fyrst ofan til Bæjar og léði Böðvar þeim vopna margra, fóru þaðan upp í Reykjardal um kveldið. Sjöunda dag fóru þeir suður Gagnheiði og höfðu fimm hundrað manna. Þeir Órækja og Sturla fóru með sínar sveitir á Þingvöll en annað liðið fór á Kárastaði og Brúsastaði. Þeir höfðu öngvar fréttir sannlegar sunnan frá Gissuri.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.