Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 157

Íslendinga saga 157 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 157)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
156157158

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Um daginn eftir komu þeir Loftur og Klængur og Árni með flokkinn. Þegar um daginn eftir gekk njósn vestur í Dali til Tuma og fór hann þegar inn í Hvamm og þaðan út í Hrappsey en Svertingur sendi Steinar son sinn vestur til Sturlu en hann gerði Órækju njósn og fór hann vestan og fundust þeir Órækja í Tjaldanesi og Sturla. Þá spurðu þeir að Kolbeinn ungi var norðan kominn í Dali og sat að Kvennabrekku með fjögur hundrað manna. Lét Órækja eftir Langhúf í Salthólmum. Skyldi Sturla þar á ganga ef hann þyrfti. Sturla skyldi og láta halda hestvörð á hvorritveggju heiði meðan flokkurinn væri í Dölum. Gissur reið vestur með flokkinn til móts við Kolbein og sendu þeir orð Böðvari til Staðar að hann færi á fund þeirra. En er hann kom var það ráðið að hann skyldi taka við búi að Sauðafelli og sitja þar um veturinn og halda njósnum fyrir þeim Gissuri til Órækju og þeirra manna er honum veittu en þeir skyldu vera í gíslingu með Gissuri Þorgils skarði Böðvarsson og Guttormur bróðir Böðvars. Fóru þeir Kolbeinn þá norður en Gissur suður. Var það ráð gert að Klængur skyldi bú eiga í Reykjaholti. Gissur sendi orð Sölmundi og þeim Helgu að þau skyldu finna hann. En er þau komu í Reykjaholt voru menn settir til þess að telja um fyrir þeim að þau skyldu handsala Gissuri arf Snorra. Var það talað að þau mundu eigi fá réttindi af Órækju en Hallveigarsynir mundu þeim verða harðir í skiptum. Kom því svo að þau handsöluðu Gissuri arfinn Snorra. Egill skyldi af hafa eigi minna en tvö hundruð hundraða en Gyða heimanfylgju sem hún þyrfti. Þau höfðu handsalað áður Sturlu Sveinssyni féið til varúðar. Gissur fór þá heim suður en Klængur út í Brautarholt og skipaði menn fyrir bú í Reykjaholti. Kolbeinn fór norður úr Dölum. Böðvar fann Sturlu bróður sinn í Hjarðarholti og lagðist lítt á með þeim. Þótti Sturlu undarlegt er hann hafði í óróa þann gengið að halda njósnum fyrir Gissuri. En hann þóttist eigi einn hafa við mælst er þeir Kolbeinn og Gissur sátu báðir um hann en öngvir aðrir til mótmæla. Órækja var réttur aðili eftir föður sinn eftir þeim lögum er þá gengu í landi hér. En honum voru engi boð boðin og leið svo fram til jólaföstu en þá fór Órækja í fjörðu vestur. Hann kom vestan til Saurbæjar að Tómasmessu. Þeir Órækja og Sturla fóru af Staðarhóli daginn eftir Tómasmessu, fyrst í Hjarðarholt en þaðan fóru synir Dufguss og komu til Sauðafells um nóttina. Höfðu þeir Böðvar séð liðið og voru þar vígásar í dyrum og margt manna fyrir. Reið Sturla að dyrum og töluðust þeir bræður við. Lauk svo tali þeirra að Böðvar gekk út til Órækju og lagðist vel á með þeim. Gengu þeir inn og lögðust til svefns og fóru þaðan eigi fyrr en þeir voru mettir og þar í Dölum átu þeir náttverð Þorláksmessu. Þeir höfðu nær þrjú hundruð manna. Þar var með þeim Gísli af Sandi, Ásgrímur Bergþórsson, Vigfús Gunnsteinsson og flestir hinir betri bændur úr fjörðum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.