Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 154

Íslendinga saga 154 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 154)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
153154155

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Órækja sat á Reykjahólum um sumarið og þóttist hafa þær fréttir úr Ísafirði að bændur mundu vera óvinir hans sem mestir þeir er verið höfðu vinir eða frændur Illuga. Var mest fyrir hafður Þórður Heinreksson og Hjálmssynir, Atli og Þormóður, og synir Valgerðar úr Ögri og þeir Gleiðungar, Pétur Sveinsson og Þorbjörn háseti. Órækja reið vestur og hafði á þriðja tigi manna og ætlaði að taka Þórð Heinreksson. Þeir komu í Reykjarfjörð í lýsing. Þórður hafði lítt sofnað og var hann genginn í hlöðu þá er þeir riðu að bænum. Þeir tóku húsin og gengu inn en Jón svartakjappi var uppi á húsunum. Hann sá að maður hljóp út hlöðuvindauga og upp í fjallið og á hamrana og sagði hann þeim eigi fyrr en maðurinn var horfinn. En er þeir vissu að hann var í brottu þóttust þeir vita að hann mundi gera öðrum mönnum njósn þeim er þeir vildu finna. Riðu þeir þá heim á Hóla. En þeir söfnuðust saman Ísfirðingar og riðu norður til Kolbeins unga níu saman og tók hann við þeim. Eftir það sendi Kolbeinn orð Órækju að þeir skyldu finnast í Miðfirði. Og er Órækju komu þessi orð reið hann suður í Saurbæ og riðu þeir Sturla báðir norður til skips í Hrútafjörð og ætluðu þaðan til móts við Kolbein. Þá spurðu þeir þar andlát Orms Svínfellings. Þá kom og maður með bréfi frá Kolbeini og var þar beðið fyrir Vestfirðingum að Órækja skyldi selja þeim grið og skyldu þeir fara heim vestur en þeir Órækja og Kolbeinn skyldu semja mál þeirra þá er þeir fyndust. Kolbeinn kveðst og eigi tóm að eiga að ríða til móts við Órækju að sinni. Þá komu þeim Órækju og Sturlu orð sunnan frá Sauðafelli að Snorri Sturluson var þar kominn og vildi finna Órækju. Riðu þeir þá suður þannig og var Snorri hinn kátasti og töluðu þeir í litlustofu Snorri og Órækja og Sturla en Tumi skenkti þeim. Þar var bjór heim kominn frá skipinu. Snorri sagði frá skiptum þeirra sona Hallveigar. Hann hafði þar og bréf er Oddur Sveinbjarnarson hafði sent honum af Álftanesi. Var þar á stafkarlaletur og fengu þeir eigi lesið en svo þótti þeim sem vörun nokkur mundi á vera. Snorri kveðst illa trúa Sunnlendingum en þó mun eg suður fara fyrst og skipa til búa minna, sagði hann, og fara þá vestur og vera þá hríðum á Hólum en stundum í Saurbæ. Margt var þar talað og riðu þeir allir samt inn í Hjarðarholt en þaðan reið Snorri suður en þeir vestur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.