Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 152

Íslendinga saga 152 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 152)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
151152153

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá er Sturla spurði að Staðarhóll var dæmdur undan honum þá fór hann út undir Fell til Guðmundar og fann þar Pál prest er landið átti og gerðu þeir þá ráð sín. Spurði Páll ef Sturla vildi að þeir fyndu Órækju og semdu við hann ef hann vildi nokkurs fyrir unna. Sturla vildi það víst eigi ef Páli þætti þó óréttleg riftingin. En Páll sagði að engi voru réttindin í ef jafnir mælendur væru að. En Sturla vildi að þeir hættu á það. Páll sagði fyrir hversu með málinu skyldi fara en Sturla tók þá málið til sóknar og sættar. Hann fór þá til Saurbæjar og stefndi Jóni Þorbjarnarsyni til alþingis um það að hann hefði dæmt ólög á Þorskafjarðarþingi og stefndi til rofs dóminum. Eftir það reið Sturla til þings og þeir tólf heiman þaðan. Sámur Pálsson kom til hans við þriðja mann og sendi Páll prestur hann til Gissurar að hann skyldi veita að málinu er Þorvaldur faðir hans hafði ónýtt gjöf þá er Einar Þorgilsson hafði gefið Kolfinnu dóttur sinni laungetinni undan systrum sínum er taka áttu en Þorvaldur rauf gjöfina af hendi Yngvildar Þorgilsdóttur mágkonu sinnar. Ketill Þorláksson veitti Sturlu að málinu því að með þeim Órækju hafði stórilla farið þá er þeir fundust á Kolbeinsstöðum um vorið. Sturla hafði fram málið og raufst dómurinn en mál Jóns var tekið úr dómi því að Sturla vildi hann eigi sækja. Var þá dæmt Sturlu Staðarhólsland en hverjum annarra það er átti. Um þingið fóru orð milli þeirra Snorra Sturlusonar og Gissurar. Var til þess mælt að Snorri skyldi ríða til þings og hafa Tuma með sér og sjá sættir og föðurbætur honum til handa. Snorri kom á þing um dóma með hundrað manna. En um daginn eftir reið Kolbeinn ungi á þingið með fimm hundrað manna. Vissu þeir Snorri ekki von til þess og gengu þeir Snorri og Tumi þá í kirkju og mæltust þaðan fyrir en menn Snorra voru úti fyrir kirkju og gekk Sturla til þeirra. Kolbeins menn fóru óðfluga um völlinn og létu gífurlega. En þeir Gissur og Kolbeinn töluðu lengi tveir en ekki varð um sættirnar leitað. Þeir Kolbeinn tóku eigi af hestum sínum og riðu af þingi um kveldið. Þá gekk Gissur í kirkju og töluðu þeir Snorri lengi. Fór allt skipulega með þeim. Hallveig húsfreyja hafði tekið vanmátt mikinn í þenna tíma og lá hún í rekkju um allt þingið. Þá er Snorri reið af þingi fundust þeir Sturla í Víðikjörrum og taldi Snorri heldur á hann og kvað hann vilja deila við frændur sína um hlut annarra manna að ósynju. Þá er Sturla kom vestur í Grísartungu komu þar í mót honum húskarlar hans tveir, Snorri Steinsson og Halldór geitungur Þórðarson, og sögðu að Órækja var kominn vestan til Saurbæjar með átta tigu manna og ætlaði að setjast á Staðarhól. Sturla reið þá út yfir fjall til Hraundals og þaðan á Kolbeinsstaði. Sendu þeir Ketill þá menn til Staðar og fundust þeir Böðvar í Skógarnesi. Riðu þeir þá að safna liði og skyldu þeir finnast að Rauðamel tveim nóttum síðar. Kom þar þá saman á þriðja hundraði manna. Þá kom og þar frá Órækju Ásgrímur Bergþórsson og þeir þrír að leita um sættir. En bændur voru svo ákafir, Snorri úr Skógarnesi og þeir er hraktir höfðu verið í Bjarnarhöfn, að þeir vildu ekki annað en fara til móts við Órækju og máttu þeir Ásgrímur öngum flutningi á koma og riðu brott við það til móts við Órækju og sögðu hvað títt var og hversu ákafir bændur voru. Þeir Böðvar riðu inn til Dala og svo á holtið fyrir sunnan Haukadalsá niður frá Harrastöðum. Órækja var þá kominn vestan í Hvammssveit og fóru þá menn meðal þeirra og voru þá grið sett. Þeir fundust á Kambsnesi tuttugu menn hvorir. En er þeir fundust mælti Órækja svo til Sturlu: Hvort er það satt frændi, sagði hann, að þú vilt eigi sættast við mig ef eg kalla til Staðarhóls? Satt er það, sagði Sturla, að eg vil hann eigi láta. Þá vil eg nú handsala þér, sagði Órækja, þær heimildir allar sem eg hefi á og vil eg að þú sért slíkur vin minn sem þá er best var með okkur. En það er dagsanna að faðir minn þarf ekki að skipa mér aðrar staðfestur en þá er mér var í fyrstu ætluð. Vil eg þar yðvarn styrk til hafa að eg haldi hlut mínum í Borgarfirði hverjir sem til móts eru. Eftir það handsalar Órækja Sturlu allar heimildir þær sem hann þóttist eiga á Staðarhóli. En Snorri prestur Narfason hafði þá orð sent Sturlu mági sínum, Sturla átti bróðurdóttur hans, að hann skyldi ráða fyrir Reykjahólum þau misseri hvort er hann vildi búa þar á sjálfur eða fá Órækju ef það væri til greiða með þeim. Og því fékk Sturla Órækju Hólaland til ábúðar þau misseri og skildu þeir frændur þá með vináttu og gerði Órækja þá bú á Hólum. Þeir Böðvar og Sturla skildu í Dölum og fór Sturla heim á Staðarhól. Höfðu þeir Órækja drepið þar tvær kýr en gert engar aðrar óspektir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.