Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 140

Íslendinga saga 140 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 140)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
139140141

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Kolbeinn ungi reið af héraði sem fyrr var ritað og hafði hálft annað hundrað manna. Hann reið suður af Kili þá er hann hafði lausa látið menn Sturlu þá er teknir voru í Valadal. En er hann kom af fjalli reið hann til móts við Gissur. Sat hann í Hróarsholti um sumarið og hafði þangað látið fara bú það er hann hafði upp tekið fyrir Dufgusi. En er þeir frændur fundust réðu þeir það þá þegar að menn voru sendir ofan um heiði og um alla sveit Gissurar. Var svo gjörla eftir farið að allir menn fóru þeir er herfærir þóttu vera. Kom þar skjótt saman lið mikið. Þeir sendu menn á Rangárvöllu eftir liði og vildu þeir þá ekki upp standa bræður nema Björn. Hann fór við fimmta mann. Þeir sátu í Tungu Maríumessu og drógust þá að flokkarnir. En eftir messudaginn fóru þeir til fjalls og gerði Kolbeinn menn undan norður til sveita til vina sinna og stefndi þeim til móts við sig á fjallið, öllum þeim er vildu honum lið veita. Þeir Gissur fóru þar til er þeir komu norður í Kiðjaskarð. Þar komu til þeirra Vatnsdælir og fleiri vestanmenn. Þorsteinn úr Hvammi og Þorsteinn Hjálmsson voru fyrir þeim. Háttuðu þeir svo reiðinni sunnan að Gissur reið síðast og skyldi geyma að öngvir hröktust aftur en Kolbeinn reið fyrstur og sætti njósnarmönnum sínum. Gengu og svo njósnirnar að þá komu aðrar jafnan til Kolbeins er aðrir voru hjá Gissuri, þeir er fyrr komu. Riðu þeir þá til Skíðastaðalaugar. Þá reið Brandur Kolbeinsson frá með nokkura menn. Hann hafði verið suður með Kolbeini frænda sínum. Hann reið ofan í hérað og safnaði liði um Sæmundarhlíð og Langaholt og Hegranes og austur yfir vötn og mjög svo neðan að Flugumýri. Hann fékk þá mikið lið. Þeir höfðu níu hundrað sunnan en þá er þeir voru við Reykjalaug voru nær þrettán hundrað. Þeir komu þar frjádagskveldið og var Brandur þá til kominn laugarmorguninn snemma með hundrað manna.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.