Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 136

Íslendinga saga 136 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 136)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
135136137

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þá er Sturla Sighvatsson spurði liðdráttinn sunnan um land dró hann lið saman um öll héruð fyrir vestan Bláskógaheiði. Hann sendi orð Böðvari til Staðar og stefndi honum inn í Dali og þangað stefndi hann öllu liði úr Borgarfirði. Loftur biskupsson var fyrir Mýramönnum. Voru þeir sex tigir. Böðvar hafði á öðru hundraði manna, Sturla bróðir hans fimm tigu manna. Vestan var og stefnt Hrafnssonum og öllum Vestfirðingum. Þeir Gissur og Kolbeinn héldu flokkunum vestur um Bláskógaheiði og höfðu þrettán hundrað manna. En er þeir komu í Borgarfjörð spurðu þeir að Sturla var í Dölum. Riðu þeir þá vestur Brattabrekku. Sturla hafði hestvörð á brekkunni og sáu þeir er flokkurinn reið upp Bjarnardal. En er Sturla spurði það reið hann undan vestur til Sælingsdals og kom þar Böðvar eftir. Síðan riðu þeir til Saurbæjar og voru þar til þess er Sunnlendingar riðu Svínadal. Þá fóru þeir Sturla inn til Kleifa. Kom þar Gísli af Sandi og aðrir Vestfirðingar, sumir á skipum en flestir á hestum. Fé var rekið norður til Kollafjarðar úr allri sveitinni. Sturla ætlaði að verja Kleifarnar ef þeir hefðu riðið inn þangað. Sunnlendingar riðu til Saurbæjar og var þorri liðsins undir Melrakkahóli og fóru þaðan á bæi sem þeim líkaði. Öngar urðu meðalferðir svo að það ætti stað. Voru þeir í Saurbæ nokkurar nætur og hurfu síðan suður aftur. Synir Árna áttu heima í Bitru. Þeir höfðu riðið á njósn suður fjórir saman, Guðmundar tveir, Jón og Ólafur. En er þeir komu suður í Glerárdal fundu þeir þar þrjá menn og höfðu drepið naut. Voru þeir þá að og hjuggu rifin frá hrygginum. Jón mælti: Þá skal stórt höggva og mun nú skammt höggva í milli. Hjó hann þá um þverar herðar þeim manni er Þjóðólfur hét og var mikið sár. Síðan vógu þeir þann mann er Þorkell hét. Kriströður hét hinn þriðji son Einars Jónssonar Loftssonar. Hann var vígður og særðu þeir hann til ólífis. En hinir dóu þar báðir. Kriströður var færður til Sauðafells og dó hann þar. Árnasynir sáu að sveit manna reið neðan að þeim. Riðu þeir þá undan og upp á heiði og svo vestur til Kleifa og lét Sturla vel yfir þeirra ferð. En Sunnlendingar sáu fyrir sínum mönnum. Þessir voru úr sveit Sæmundarsona. Eftir það fengu þeir tekið þann mann er Kári hét Gunnsteinsson úr Laxárdal. Hann fóthjuggu þeir. Það gerði Björn Árnason, Strandmaður utan. Eftir það fóru Sunnlendingar til Dala og vöruðust meir síðan afreiðir en áður. Þá er Sturla vissi að flokkarnir höfðu hnekkst þá dreifði hann liði sínu en reið sjálfur suður skyndilega og vildi vita ef hann fengi nokkuð hent af þeim sem seinstir urðu en það varð ekki. Þá skildu þeir flokkana í Dölum. Reið Kolbeinn norður en Gissur suður með alla Sunnlendinga. Grið höfðu farið í milli áður flokkarnir skildust fram um mitt sumar. Sturla sat heima eftir þetta um hríð. Í þenna tíma dreymdi mann í Borgarfirði að maður kæmi að honum mikill og illilegur og kvað þetta:

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.