Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 134

Íslendinga saga 134 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 134)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
133134135

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Sturla reið til Apavatns með allan flokkinn snemma dags. Létu menn hesta sína á gras því að eigi skorti áfanga og var það fyrir helguviku. Það vor var allra vora best. Gissur kom er á leið daginn með fjóra tigi manna. Hann hafði valið menn með sér. Þar var Klængur Bjarnarson frændi hans með honum. Hann átti heima á Breiðabólstað með Ormi bróður sínum. Þeir Sturla og Gissur ganga á tal og hver annarra talaði við sinn kumpán. Þeir voru fóstbræður Sturla Þórðarson og Klængur og gengu þeir á tal. Spyr Klængur Sturlu: Munuð þér eigi svíkja oss? Þá væruð þér gersemar ef þér gerðuð það. Hví spyrð þú slíks? segir Sturla, og mun það fjarri fara. Vér gerðum orð á slíku með oss, segir Klængur. En þess hafði nær hver spurt sinn félaga. Þeir Sturla og Gissur tóku tal með sér. Spurði Sturla austan yfir ár en Gissur segir þar kyrrt allt og öngvan safnað. Sturla spurði hvort hann mundi nokkuð þurfa meira lið suður að hafa en þá var þar. Gissur segir hann eigi þurfa að hann færi er engi var safnaður fyrir. Sturla lést vilja að hann færi en Gissur taldist undan en lést fara mundu sem hann vildi. Síðan spyr Gissur að vopnum Klængs er tekin voru í Bæ, sverð og brynja, og lést vilja að þá heimtist um. Sturla kvað Lauga-Snorra vita brynjuna en Þórð Guðmundarson sverðið: Mun eg nú, segir hann, kalla þá hingað með vopnin. Síðan gekk Sturla til þeirra Þórðar og Snorra og bað þá ganga til Gissurar og geyma hans hvað sem í gerðist. Eftir það fer hann til trúnaðarmanna sinna og segir að hann lést eigi vita með hverju Sunnlendingar fóru, kallaði Gissur undan teljast að fara með þeim, lést og eigi vita það nema safnaður væri á Rangárvöllum og væri sú ráðagerð að þeim sé ætlað að verða í klofanum en Gissur fari eftir oss ef vér förum suður. Vil eg það ekki undir þeim eiga. Skulum vér taka Gissur með valdi en taka af þeim vopnin öllum. Böðvar gekk til Sturlu bróður síns og segir honum hljótt hvað títt var. Klængur spyr Sturlu hvað Böðvar talaði. Hann kvað það ómerkilegt en bað þá vera báða samt hvað sem í gerðist. Klængur lést það gjarna vilja. Þá gekk Sturla Sighvatsson til manna Gissurar og kallaði hátt, bað þá leggja vopnin, kallaði eigi betur að þar létust menn nokkurir. Gissurar menn brugðu við hart og brotnuðu spjótsköft þeirra sum. Björn kægill og Teitur Álason komust úr þrönginni og var Björn tekinn af bræðrum sínum. Þá kallaði Gissur á þá að þeir skyldu leggja vopnin og hafa eigi líf sitt í hættu. Gáfu þeir þá upp vopnin. Gissur spyr Sturlu þá hví hann léti leggja hendur á hann. Sturla bað hann ekki efast í því að hann ætlaði sér meira hlut en öðrum mönnum á Íslandi en mér þykir sem þá séu allir yfirkomnir er þú ert því að eg uggi þig einn manna á Íslandi ef eigi fer vel með okkur. Síðan var bók tekin og fengin Gissuri. Bað Sturla hann sverja utanferð sína og að halda trúnað við hann. Gissur spyr hvort hann skyldi vinna norrænan eið eða íslenskan. Sturla bað hann ráða. Þá mun eg norrænan eið vinna, segir Gissur, er eg skal þangað fara en það mun eg segja fyrir eið minn að eg skal til þín aldrei öfugt orð mæla ódrukkinn. Síðan vann Gissur eið og voru þeir allir um nóttina þar en um daginn eftir sneri Sturla flokkinum út í Grímsnes og svo til Ölfuss. Reið Gissur fyrir allan dag. Þeir riðu út um Álftavatn og höfðu heldur djúpt. Var Sturla heldur ófrýnn en Gissur var hinn kátasti og reið um kveldið út til Reykja. Voru þá sendir menn um Grímsnes og Ölfus eftir nautum og voru rekin til Reykja og etin þar um helgina. Þá kom þar Ormur Svínfellingur með sveit manna. Þar komu frændur Gissurar, Teitur bróðir hans og Hjalti son Magnúss biskups og Magnús Hallsson. Var þá talað um hver taka vildi ríki Gissurar og halda af Sturlu og vera skyldur liðveislumaður hans hver sem í móti væri. En þar gekk engi maður jafnglatt undir sem Hjalti biskupsson að heita öllu því er Sturla mælti til. Það er sögn Gissurar sjálfs að þá er þeir námu stað í hrauninu fyrir ofan Álftavatn og sátu á baki og þagði Sturla svo um hríð. Og er svo hafði verið um stund mælti hann: Ríðum enn. Hefir Gissur þá helst grunað hvort Sturla efaðist þá eigi hvern veg hann skyldi af gera við hann og enn fleiri menn aðra. Þeir Sturla fóru eftir helgina suður í Flóa. Var Gissur í sveit með Böðvari. Voru þeir í Villingaholti nokkurar nætur. Síðan átti Sturla fund við Þjórsá. Tók þá Hjalti við öllum goðorðum Gissurar og hét því að veita Sturlu við hvern mann sem hann ætti málum að skipta. Fóru þeir síðan austur yfir ár. Reið Sturla í Odda með sveit sína en þeir Böðvar og Gissur fóru á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Sturla bar sakir á Harald Sæmundarson um bjargir Arons Hjörleifssonar og galt hann þar fyrir lönd tvö í Skagafirði, Halldórsstaði á Langholti og Þorbrandsstaði í Norðurárdal. En eftir það kallaði hann staðinn í Odda hálfan í arf Álfheiðar. Lýsti hann því að hann vildi þar öngvar samningar um aðrar en hafa staðinn. Síðan var sent eftir Kol og kom hann á fund Sturlu. Kom þar ekki öðru við en hann skyldi gjalda Ormi hundrað hundraða en Sturla tók á fé Kols varðveisluhandsölum og skyldi þó af hafa þrjá tigi hundraða. Ormur tók við Gissuri og skyldi geyma hans þar til er hann færi utan. Björn reið á Kjöl norður og var ekki við það er Sturla var á Rangárvöllum. Sturla sendi Svarthöfða Dufgusson ofan í Eyjar eftir yxnum Kols. En er þeir voru við yxnaréttina kom Björn þar og var með Kol í greiðslum. Þeir Svarthöfði vildu hafa arðuruxa er þar var í réttinni en Björn mælti hann undan og buðu fyrir annan uxa upp í Landeyjum. Þá hljóp Guðmundur bösull í réttina og elti út alla uxana. Stigu þeir Svarthöfði á bak og fóru leið sína og skildi þar með þeim. Sturla fór með flokk sinn út í Skálaholt. Þar fann hann Einar Þorvaldsson í kirkjuskoti. Var Einar svo styggur að þeir máttu ekki tala. En Einar fór eftir það á Kjöl norður og þeir frændur og fundu þar Kolbein unga. Gerðu þeir ráð sitt. En Sturla fór vestur til héraða. Þeir Kolbeinn frændur réðu það á Kilinum að þeir skyldu flokka uppi hafa og slíta eigi fyrr en aðrir hvorir væru í helju, Sturla eða þeir. Gekk Hjalti þá í þetta vandræði með þeim. Gerðu þeir þá ákveðið með sér nær þeir skyldu finnast á Beitivöllum með alla flokka sína. Gissur var með Ormi sem fyrr var ritað. Hann fékk komið bréfi austan til trúnaðarmanna sinna að þeir skyldu koma á mót honum ef frændur hans fengju afla nokkurn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.