Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Ísls ch. 130

Íslendinga saga 130 — ed. Guðrún Nordal

Not published: do not cite (Ísls ch. 130)

Anonymous SturlungaÍslendinga saga
129130131

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Sturla fór um vorið norður til Eyjafjarðar að finna Sighvat föður sinn. Hann tók við honum allvel og var margtalaður um bardagann í Bæ og þó með eljaraglettu nokkurri. Hann spyr þá Sturlu: Hefir þar enn bardagi hjá yður verið frændi? Svo létum vér, kvað Sturla. Skammt hefir það él verið, segir Sighvatur. Eigi þótti oss allskammt, segir Sturla. Allmjög þykist þú nú upp hafa gengið, segir Sighvatur, og það er svo auðséð. Hví mun eigi svo þó? kvað Sturla og svaraði við brosu, en ekki hefi eg þar orð á gert. Þá mælti Sighvatur: Bú muntu nú ætla að efna frændi er mér er sagt að þú hafir af höndum látið Reykjaholt. Sérð þú nú og ofsjónum yfir flestum bústöðum. Eða hvar skal staðfestu fá þá er þér þykir sæmileg? Þig læt eg nú allt að gera, segir Sturla. Ekki er um fleiri að leita en tvo, segir Sighvatur, þegar frá eru teknir biskupsstólarnir. Er þar annar Oddastaður en annar Möðruvellir í Hörgárdal. Þeir eru bústaðir bestir og munu þér þykja engis til miklir. Þessir líka mér báðir vel, segir Sturla, en eigi ætla eg þá lausa liggja fyrir. Margs þarf búið við frændi, segir Sighvatur. Ráðamann þyrftir þú og ráðakonu. Þessir menn skyldu vel birgir og kunna góða fjárhagi. Þessa menn sé eg gjörla. Það er Hálfdan mágur þinn á Keldum og Steinvör systir þín. Þessi starfi er þeim fallinn í besta lagi. Þá svarar Sturla: Þessa er víst vel til fengið. Þá þarftu smalamann að ráða í fyrra lagi, segir Sighvatur. Hann skyldi vera lítill og léttur á baki, kvensamur og liggja löngum á kvíagarði. Þann mann sé eg gjörla. Það er Björn Sæmundarson. En fylgdarmenn skal eg fá þér þá er gangi út og inn eftir þér. Það skulu vera bræður þínir Þórður krókur og Markús. Sturla kvað bræðrum sínum það vel mundu fara. Margs þarf búið við frændi, segir Sighvatur. Þá menn þyrftir þú og sem hefðu veiðifarir og væru banghagir nokkuð, kynnu að gera að skipum og því öðru er búið þarf. Þessa menn sé eg gjörla. Þar eru þeir frændur þínir Staðar-Böðvar og Þorleifur í Görðum. Sturla lét sér þá fátt um finnast og lést þó ætla að þeir væru báðir vel hagir. Svo er og frændi, segir Sighvatur, þá menn þarftu er vel kunna hrossa að geyma og hafa ætlan á hvað í hverja ferð skal hafa. Þessa menn sé eg gjörla. Þar er Loftur biskupsson og Böðvar í Bæ. Engi von er mér þess þá, segir Sturla, að allir menn þjóni til mín og er slíkt þarflausutal. Nú er og fátt mannskipanar eftir það er þykir allmikil nauðsyn til bera, sagði Sighvatur, en þá menn þarftu er hafi aðdráttu og fari í kaupstefnur og til skipa, skilvísa og skjóta í viðbragði og kunni vel fyrir mönnum að sjá og til ferða að skipa. Þessa menn sé eg gjörla. Það er Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi. Þá spratt Sturla upp og gekk út. En er hann kom inn brá Sighvatur á gaman við Sturlu og tóku þá annað tal. Sturla dvaldist þar þá ekki lengi og reið heim til Sauðafells. En er Lofti biskupssyni var hermt tal þeirra Sighvats og Sturlu þá svaraði hann: Slíkt er allkeskilegt og allvel til komist og það er hverjum beint hent sem hann hefir til fundið. En er það var hermt að þeir Böðvar skyldu hrossanna geyma þá mælti hann: Djöfullinn hafi þeirra hróp og þrífist þeir aldrei og mun þeim að öðru verða en allir menn muni til þeirra stunda.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.